Ian Wright: Wenger verður að fara eða fá öðruvísi leikmenn til Arsenal | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 3. apríl 2017 10:30 Arsene Wenger er í vandræðum. vísir/getty Meistaradeildarvonir Arsenal minnkuðu í gær þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við Manchester City á heimavelli í stórleik 30. umferðar í ensku úrvalsdeildinni. Arsenal, sem hefur komist í Meistaradeildina 19 ár í röð, er nú í sjötta sæti deildarinnar, sjö stigum frá City sem vermir fjórða sætið en á vissulega leik til góða.Sjá einnig:Vinalaus Wenger valtur eftir gagnslaust jafntefli Skyttur Arsene Wenger eru aðeins búnar að vinna einn leik af síðustu sex í deildinni og innbyrða fjögur stig af síðustu 18. Liðið er í gríðarlegri lægð og fær á sig mikið af mörkum. „Bæði lið [City og Arsenal] munu leita að tveimur til þremur varnarmönnum í sumar,“ sagði Alan Shearer, markahæsti leikmaður úrvalsdeildarinnar frá upphafi, í Match of the Day 3 á vef BBC í gærkvöldi.Það gæti þó reynst þrautinni þyngri fyrir Wenger að fá leikmenn í sumar í baráttu við stóru liðin í úrvalsdeildinni þessa stundina þar sem svo fátt heillar við Arsenal. Það er allavega mat Iain Wright, fyrrverandi framherja liðsins. „Það er ekkert heillandi við Arsenal þessa stundina fyrir utan að liðið er í London. Maður veit ekki hvað er í gangi hjá stjóranum og enginn veit hvort tveir bestu leikmennirnir vilji fara eða vera,“ sagði Wright. „Ef Chelsea, Manchester United og jafnvel Tottenham, sem eru öll að gera betri hluti, reyna við sömu menn og Arsenal mun það lenda í vandræðum með að fá þá.“ Arsenal-liðið hefur verið gagnrýnt fyrir að vera ekki með nógu sterka karaktera í liðinu og Wright er harður á því að leikmannamálin verða að breytast. Það þarf að fá sterkari karaktera til liðsins eða Wenger þarf að víkja. „Þeir verða að gera það. Ef Arsene Wenger heldur áfram verður hann að fá öðruvísi leikmenn en hann hefur verið að fá. Ef hann gerir það ekki sé ég ekki tilganginn með þessu öllu. Annað hvort verður Wenger að fara eða hann verður að fá öðruvísi karaktera inn í liðið,“ sagði Iain Wright.Umræðuna má sjá með því að smella hér. Enski boltinn Tengdar fréttir Jafnt í stórleiknum á Emirates Arsenal og Manchester City skildu jöfn, 2-2, þegar liðin mættust á Emirates í síðasta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. 2. apríl 2017 16:45 Vinalaus Wenger valtur eftir gagnslaust jafntefli Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, er óðum að verða vinalaus meðal stuðningsmanna félagsins. Arsenal gerði í gær jafntefli við City sem gagnast liðinu afar takmarkað í baráttunni um Meistaradeildarsætið. Stjórnarmenn Arsenal þurfa hreinlega að fara spyrja sig hvort að einhver annar geti ekki gert betur en Wenger. 3. apríl 2017 06:00 Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sport „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Sjá meira
Meistaradeildarvonir Arsenal minnkuðu í gær þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við Manchester City á heimavelli í stórleik 30. umferðar í ensku úrvalsdeildinni. Arsenal, sem hefur komist í Meistaradeildina 19 ár í röð, er nú í sjötta sæti deildarinnar, sjö stigum frá City sem vermir fjórða sætið en á vissulega leik til góða.Sjá einnig:Vinalaus Wenger valtur eftir gagnslaust jafntefli Skyttur Arsene Wenger eru aðeins búnar að vinna einn leik af síðustu sex í deildinni og innbyrða fjögur stig af síðustu 18. Liðið er í gríðarlegri lægð og fær á sig mikið af mörkum. „Bæði lið [City og Arsenal] munu leita að tveimur til þremur varnarmönnum í sumar,“ sagði Alan Shearer, markahæsti leikmaður úrvalsdeildarinnar frá upphafi, í Match of the Day 3 á vef BBC í gærkvöldi.Það gæti þó reynst þrautinni þyngri fyrir Wenger að fá leikmenn í sumar í baráttu við stóru liðin í úrvalsdeildinni þessa stundina þar sem svo fátt heillar við Arsenal. Það er allavega mat Iain Wright, fyrrverandi framherja liðsins. „Það er ekkert heillandi við Arsenal þessa stundina fyrir utan að liðið er í London. Maður veit ekki hvað er í gangi hjá stjóranum og enginn veit hvort tveir bestu leikmennirnir vilji fara eða vera,“ sagði Wright. „Ef Chelsea, Manchester United og jafnvel Tottenham, sem eru öll að gera betri hluti, reyna við sömu menn og Arsenal mun það lenda í vandræðum með að fá þá.“ Arsenal-liðið hefur verið gagnrýnt fyrir að vera ekki með nógu sterka karaktera í liðinu og Wright er harður á því að leikmannamálin verða að breytast. Það þarf að fá sterkari karaktera til liðsins eða Wenger þarf að víkja. „Þeir verða að gera það. Ef Arsene Wenger heldur áfram verður hann að fá öðruvísi leikmenn en hann hefur verið að fá. Ef hann gerir það ekki sé ég ekki tilganginn með þessu öllu. Annað hvort verður Wenger að fara eða hann verður að fá öðruvísi karaktera inn í liðið,“ sagði Iain Wright.Umræðuna má sjá með því að smella hér.
Enski boltinn Tengdar fréttir Jafnt í stórleiknum á Emirates Arsenal og Manchester City skildu jöfn, 2-2, þegar liðin mættust á Emirates í síðasta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. 2. apríl 2017 16:45 Vinalaus Wenger valtur eftir gagnslaust jafntefli Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, er óðum að verða vinalaus meðal stuðningsmanna félagsins. Arsenal gerði í gær jafntefli við City sem gagnast liðinu afar takmarkað í baráttunni um Meistaradeildarsætið. Stjórnarmenn Arsenal þurfa hreinlega að fara spyrja sig hvort að einhver annar geti ekki gert betur en Wenger. 3. apríl 2017 06:00 Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sport „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Sjá meira
Jafnt í stórleiknum á Emirates Arsenal og Manchester City skildu jöfn, 2-2, þegar liðin mættust á Emirates í síðasta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. 2. apríl 2017 16:45
Vinalaus Wenger valtur eftir gagnslaust jafntefli Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, er óðum að verða vinalaus meðal stuðningsmanna félagsins. Arsenal gerði í gær jafntefli við City sem gagnast liðinu afar takmarkað í baráttunni um Meistaradeildarsætið. Stjórnarmenn Arsenal þurfa hreinlega að fara spyrja sig hvort að einhver annar geti ekki gert betur en Wenger. 3. apríl 2017 06:00