Arsenal, sem hefur komist í Meistaradeildina 19 ár í röð, er nú í sjötta sæti deildarinnar, sjö stigum frá City sem vermir fjórða sætið en á vissulega leik til góða.
Sjá einnig:Vinalaus Wenger valtur eftir gagnslaust jafntefli
Skyttur Arsene Wenger eru aðeins búnar að vinna einn leik af síðustu sex í deildinni og innbyrða fjögur stig af síðustu 18. Liðið er í gríðarlegri lægð og fær á sig mikið af mörkum.
„Bæði lið [City og Arsenal] munu leita að tveimur til þremur varnarmönnum í sumar,“ sagði Alan Shearer, markahæsti leikmaður úrvalsdeildarinnar frá upphafi, í Match of the Day 3 á vef BBC í gærkvöldi.
„Það er ekkert heillandi við Arsenal þessa stundina fyrir utan að liðið er í London. Maður veit ekki hvað er í gangi hjá stjóranum og enginn veit hvort tveir bestu leikmennirnir vilji fara eða vera,“ sagði Wright.
„Ef Chelsea, Manchester United og jafnvel Tottenham, sem eru öll að gera betri hluti, reyna við sömu menn og Arsenal mun það lenda í vandræðum með að fá þá.“
Arsenal-liðið hefur verið gagnrýnt fyrir að vera ekki með nógu sterka karaktera í liðinu og Wright er harður á því að leikmannamálin verða að breytast. Það þarf að fá sterkari karaktera til liðsins eða Wenger þarf að víkja.
„Þeir verða að gera það. Ef Arsene Wenger heldur áfram verður hann að fá öðruvísi leikmenn en hann hefur verið að fá. Ef hann gerir það ekki sé ég ekki tilganginn með þessu öllu. Annað hvort verður Wenger að fara eða hann verður að fá öðruvísi karaktera inn í liðið,“ sagði Iain Wright.
Umræðuna má sjá með því að smella hér.