Ian Wright: Wenger verður að fara eða fá öðruvísi leikmenn til Arsenal | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 3. apríl 2017 10:30 Arsene Wenger er í vandræðum. vísir/getty Meistaradeildarvonir Arsenal minnkuðu í gær þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við Manchester City á heimavelli í stórleik 30. umferðar í ensku úrvalsdeildinni. Arsenal, sem hefur komist í Meistaradeildina 19 ár í röð, er nú í sjötta sæti deildarinnar, sjö stigum frá City sem vermir fjórða sætið en á vissulega leik til góða.Sjá einnig:Vinalaus Wenger valtur eftir gagnslaust jafntefli Skyttur Arsene Wenger eru aðeins búnar að vinna einn leik af síðustu sex í deildinni og innbyrða fjögur stig af síðustu 18. Liðið er í gríðarlegri lægð og fær á sig mikið af mörkum. „Bæði lið [City og Arsenal] munu leita að tveimur til þremur varnarmönnum í sumar,“ sagði Alan Shearer, markahæsti leikmaður úrvalsdeildarinnar frá upphafi, í Match of the Day 3 á vef BBC í gærkvöldi.Það gæti þó reynst þrautinni þyngri fyrir Wenger að fá leikmenn í sumar í baráttu við stóru liðin í úrvalsdeildinni þessa stundina þar sem svo fátt heillar við Arsenal. Það er allavega mat Iain Wright, fyrrverandi framherja liðsins. „Það er ekkert heillandi við Arsenal þessa stundina fyrir utan að liðið er í London. Maður veit ekki hvað er í gangi hjá stjóranum og enginn veit hvort tveir bestu leikmennirnir vilji fara eða vera,“ sagði Wright. „Ef Chelsea, Manchester United og jafnvel Tottenham, sem eru öll að gera betri hluti, reyna við sömu menn og Arsenal mun það lenda í vandræðum með að fá þá.“ Arsenal-liðið hefur verið gagnrýnt fyrir að vera ekki með nógu sterka karaktera í liðinu og Wright er harður á því að leikmannamálin verða að breytast. Það þarf að fá sterkari karaktera til liðsins eða Wenger þarf að víkja. „Þeir verða að gera það. Ef Arsene Wenger heldur áfram verður hann að fá öðruvísi leikmenn en hann hefur verið að fá. Ef hann gerir það ekki sé ég ekki tilganginn með þessu öllu. Annað hvort verður Wenger að fara eða hann verður að fá öðruvísi karaktera inn í liðið,“ sagði Iain Wright.Umræðuna má sjá með því að smella hér. Enski boltinn Tengdar fréttir Jafnt í stórleiknum á Emirates Arsenal og Manchester City skildu jöfn, 2-2, þegar liðin mættust á Emirates í síðasta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. 2. apríl 2017 16:45 Vinalaus Wenger valtur eftir gagnslaust jafntefli Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, er óðum að verða vinalaus meðal stuðningsmanna félagsins. Arsenal gerði í gær jafntefli við City sem gagnast liðinu afar takmarkað í baráttunni um Meistaradeildarsætið. Stjórnarmenn Arsenal þurfa hreinlega að fara spyrja sig hvort að einhver annar geti ekki gert betur en Wenger. 3. apríl 2017 06:00 Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Sjá meira
Meistaradeildarvonir Arsenal minnkuðu í gær þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við Manchester City á heimavelli í stórleik 30. umferðar í ensku úrvalsdeildinni. Arsenal, sem hefur komist í Meistaradeildina 19 ár í röð, er nú í sjötta sæti deildarinnar, sjö stigum frá City sem vermir fjórða sætið en á vissulega leik til góða.Sjá einnig:Vinalaus Wenger valtur eftir gagnslaust jafntefli Skyttur Arsene Wenger eru aðeins búnar að vinna einn leik af síðustu sex í deildinni og innbyrða fjögur stig af síðustu 18. Liðið er í gríðarlegri lægð og fær á sig mikið af mörkum. „Bæði lið [City og Arsenal] munu leita að tveimur til þremur varnarmönnum í sumar,“ sagði Alan Shearer, markahæsti leikmaður úrvalsdeildarinnar frá upphafi, í Match of the Day 3 á vef BBC í gærkvöldi.Það gæti þó reynst þrautinni þyngri fyrir Wenger að fá leikmenn í sumar í baráttu við stóru liðin í úrvalsdeildinni þessa stundina þar sem svo fátt heillar við Arsenal. Það er allavega mat Iain Wright, fyrrverandi framherja liðsins. „Það er ekkert heillandi við Arsenal þessa stundina fyrir utan að liðið er í London. Maður veit ekki hvað er í gangi hjá stjóranum og enginn veit hvort tveir bestu leikmennirnir vilji fara eða vera,“ sagði Wright. „Ef Chelsea, Manchester United og jafnvel Tottenham, sem eru öll að gera betri hluti, reyna við sömu menn og Arsenal mun það lenda í vandræðum með að fá þá.“ Arsenal-liðið hefur verið gagnrýnt fyrir að vera ekki með nógu sterka karaktera í liðinu og Wright er harður á því að leikmannamálin verða að breytast. Það þarf að fá sterkari karaktera til liðsins eða Wenger þarf að víkja. „Þeir verða að gera það. Ef Arsene Wenger heldur áfram verður hann að fá öðruvísi leikmenn en hann hefur verið að fá. Ef hann gerir það ekki sé ég ekki tilganginn með þessu öllu. Annað hvort verður Wenger að fara eða hann verður að fá öðruvísi karaktera inn í liðið,“ sagði Iain Wright.Umræðuna má sjá með því að smella hér.
Enski boltinn Tengdar fréttir Jafnt í stórleiknum á Emirates Arsenal og Manchester City skildu jöfn, 2-2, þegar liðin mættust á Emirates í síðasta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. 2. apríl 2017 16:45 Vinalaus Wenger valtur eftir gagnslaust jafntefli Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, er óðum að verða vinalaus meðal stuðningsmanna félagsins. Arsenal gerði í gær jafntefli við City sem gagnast liðinu afar takmarkað í baráttunni um Meistaradeildarsætið. Stjórnarmenn Arsenal þurfa hreinlega að fara spyrja sig hvort að einhver annar geti ekki gert betur en Wenger. 3. apríl 2017 06:00 Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Sjá meira
Jafnt í stórleiknum á Emirates Arsenal og Manchester City skildu jöfn, 2-2, þegar liðin mættust á Emirates í síðasta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. 2. apríl 2017 16:45
Vinalaus Wenger valtur eftir gagnslaust jafntefli Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, er óðum að verða vinalaus meðal stuðningsmanna félagsins. Arsenal gerði í gær jafntefli við City sem gagnast liðinu afar takmarkað í baráttunni um Meistaradeildarsætið. Stjórnarmenn Arsenal þurfa hreinlega að fara spyrja sig hvort að einhver annar geti ekki gert betur en Wenger. 3. apríl 2017 06:00