Enski boltinn

Wenger: Sanchez vill vera áfram

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Wenger og Sanchez sem er búinn að skora 22 mörk í vetur.
Wenger og Sanchez sem er búinn að skora 22 mörk í vetur. vísir/getty
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segir að það sé ekki rétt að Alexis Sanchez vilji fara frá félaginu. Þvert á móti vilji hann vera áfram.

Hinn 28 ára gamli Sanchez er samningsbundinn Arsenal fram á sumar árið 2018. Fjölmiðlar hafa haldið því fram að hann vilji fara til Chelsea.

„Ég trúi því að hann vilji vera áfram hjá okkur og þetta snýst um að ná samningi við umboðsmann hans,“ sagði Wenger á blaðamannafundi í morgun.

Ekki er víst að allir taki þessi orð stjórans trúanleg en upp úr sauð í mars á æfingu hjá félaginu. Í kjölfarið var Sanchez settur á bekkinn í tapleik gegn Liverpool.

Leikmaðurinn er sagður vera allt annað en sáttur og verður að koma í ljós í sumar hvað gerist.

Wenger vildi ekki ræða framtíð sína hjá félaginu á fundinum í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×