Enski boltinn

Gylfi Þór kemur við sögu í tilþrifapakka helgarinnar í enska boltanum

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson heldur áfram að fara á kostum fyrir Swansea.
Gylfi Þór Sigurðsson heldur áfram að fara á kostum fyrir Swansea. vísir/getty
Manchester United og Chelsea skildu jöfn, 1-1, í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni þar sem Robin van Persie jafnaði metin fyrir þá rauðu með marki í uppbótartíma.

Wilfried Bony skoraði tvö mörk fyrir Swansea sem vann Leicester, 2-0, en Gylfi Þór Sigurðsson átti eina stoðsendingu og aðra lykilsendingu sem skapaði annað markið. Bony getur þakkað okkar manni fyrir að hann var kjörinn leikmaður helgarinnar.

Annan leikinn í röð gáfu Sunderland-menn fáránleg mörk, nú í tapi gegn Arsenal sem vann, 2-0, og QPR komst á sigurbraut með því að leggja Aston Villa að velli. Villa nú án sigurs og ekki búið að skora í fimm leikjum í röð.

Hér að neðan má sjá ógrynni myndbanda frá ensku úrvalsdeildinni sem koma inn á vef Vísis eftir hverja umferð.

Hér má sjá öll mörkin úr leikjum helgarinnar og svo allt það helsta og allt það flottasta sem gerðist í níundu umferð deildarinnar.

Mörkin úr leikjum helgarinnar:

Burnley - Everton

Manchester United - Chelsea

Sunderland - Arsenal

WBA - Crystal Palace

Liverpool - Hull

Tottenham - Newcastle

West Ham - Manchester City

Swansea - Leicester

Southampton - Stoke

QPR - Aston Villa

Leikmaður umferðarinnar: Lið umferðarinnar: Markvörslur umferðarinnar: Mörk umferðarinnar: Tilþrif umferðarinnar: Stóra stundin: Hin hliðin: 9. umferðin gerð upp:

Tengdar fréttir

Van Gaal: Mourinho gæti verið betri en ég

Stórleikur Manchester United og Chelsea hefst klukkan 16 í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport og mætast þar þjálfarar sem þekkjast vel því Jose Mourinho var aðstoðarmaður Louis van Gaal hjá Barcelona.

Mourinho: Þurfum ekki að horfa á aðra

„Seinni hálfleikurinn var mikið betri. Við sýndum frá byrjun seinni hálfleiks að við vildum vinna,“ sagði Jose Mourinho knattspyrnustjóri Chelsea eftir 1-1 jafnteflið við Manchester United á Old Trafford í dag.

Drogba kemur Chelsea yfir | Sjáið markið

Didier Drogba er búinn að koma Chelsea yfir í stórleiknum á Old Trafford þar sem Manchester Untied tekur á móti Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Nýjasta stjarna West Ham liðsins mögulega frá í mánuð

West Ham er annað af tveimur spútnikliðum ensku úrvalsdeildarinnar á tímabilinu en liðið er í 4. sæti deildarinnar eftir 2-1 sigur á Englandsmeisturum Manchester City um helgina. Liðið varð samt fyrir áfalli í leiknum þegar framherjinn Diafra Sakho meiddist á öxl.

Van Gaal vill ekki segja hver horfði ekki á El Clasico

Louis van Gaal, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að sautján af átján manna hópi liðsins fyrir leikinn á móti Chelsea í gær hafi horft saman á leik Real Madrid og Barcelona á laugardaginn.

Van Persie: Hefðum getað unnið

"Þetta eru blendnar tilfinningar. Við hefðum getað unnið í dag. Ég fékk tvö færi snemma í leiknum. Ég hugsa alltaf jákvætt og einbeiti mér að næsta færi og sem betur fer féll það fyrir mig,“ sagði Robin van Persie eftir jafnteflið gegn Chelsea í dag.

Berahino minnir stjórann á Wayne Rooney

Saido Berahino hefur byrjað tímabilið vel með West Bromwich Albion og knattspyrnustjórinn Alan Irvine er sáttur með sinn mann sem hann segir hafa allan pakkann.

Heimskulegt að mati Van Gaal

Robin van Persie, fyrirliði Manchester United, tryggði liðinu jafntefli á móti toppliði Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi þegar hann jafnaði metin í uppbótartíma.

Sam Allardyce: Desember verður erfiður

Sam Allardyce, knattspyrnustjóri West Ham, er ekkert að missa sig yfir frábærri byrjun liðsins í ensku úrvalsdeildinni og talaði um að stóra prófið fyrir liðið kæmi í jólamánuðinum.

Seldu Lovren en eru samt með bestu vörnina í enska boltanum

Southampton er í öðru sæti í ensku úrvalsdeildinni eftir níu umferðir, tveimur stigum á undan Englandsmeisturum Manchester City sem eru í 3. sætinu. Frábær varnarleikur er lykillin að frábærri byrjun Southampton.

Valdes með Rooney í heiðursstúkunni í gær

Allt bendur nú til þess að spænski markvörðurinn Victor Valdes finni sér nýtt heimili í Manchester-borg en þessi fyrrum markvörður Barcelona hefur æft með liði Manchester United að undanförnu.

Jones: Chelsea er ekki ósigrandi

Phil Jones varnarmaður Manchester United segir leikmenn liðsins ekki hafa neitt að óttast þegar liðið tekur á móti Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í dag klukkan 16.

Rodgers: Liverpool saknar Sturridge

Daniel Sturridge hefur ekki spilað með Liverpool-liðinu síðan 31. ágúst og ennfremur ekki skorað fyrir Liverpool síðan í fyrstu umferð tímabilsins. Knattspyrnustjórinn Brendan Rodgers viðurkennir fúslega að liðið sakni síns aðalframherja.

Kemur Rooney meiddur úr banninu?

Wayne Rooney er sloppinn úr þriggja leikja banni en svo gæti samt farið að fyrirliði Manchester United geti ekki verið með í Manchester-borgarslagnum um næstu helgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×