Enski boltinn

Seldu Lovren en eru samt með bestu vörnina í enska boltanum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það er búið að vera gaman hjá liðsmönnum Southampton á leiktíðinni.
Það er búið að vera gaman hjá liðsmönnum Southampton á leiktíðinni. Vísir/Getty
Southampton er í öðru sæti í ensku úrvalsdeildinni eftir níu umferðir, tveimur stigum á undan Englandsmeisturum Manchester City sem eru í 3. sætinu. Frábær varnarleikur er lykillin að frábærri byrjun Southampton.

Southampton missti marga lykilmenn fyrir tímabilið og þar á meðal var leiðtogi varnarinnar, Dejan Lovren, sem félagið seldi til Liverpool, efnilegasti varnarmaðurinn, Calum Chambers, sem félagið seldi til Arsenal og dýrasti varnarmaðurinn, Luke Shaw, sem félagið seldi fyrir metfé til Manchester United.

Ronald Koeman tók við liði Southampton fyrir tímabilið og margir höfðu áhyggjur af honum eftir að hafa misst fullt af sterkum leikmönnum.

Koeman náði hinsvegar að kaupa réttu mennina og fá liðið til að spila góða vörn. Southampton hefur nú aðeins fengið á sig 5 mörk í fyrstu 9 leikjunum en ekkert lið í fyrstu fjórum deildunum í Englandi er með svo góða varnartölfræði.

Southampton hefur fjögurra marka forskot á topplið Chelsea á listanum yfir bestu vörn ensku úrvalsdeildarinnar en listinn er hér fyrir neðan.

Fæst mörk á sig í ensku úrvalsdeildinni:

1. Southampton 5

2. Chelsea 9

3. Swansea 10

3. Manchester City 10

3. Stoke 10

6. Arsenal 11

7. West Ham 12

7. Liverpool 12

7. Aston Villa* 12

* Hefur bara leikið 8 leiki




Fleiri fréttir

Sjá meira


×