Enski boltinn

Valdes með Rooney í heiðursstúkunni í gær

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Victor Valdes og Wayne Rooney í heiðursstúkunni í gær.
Victor Valdes og Wayne Rooney í heiðursstúkunni í gær. Vísir/Getty
Allt bendur nú til þess að spænski markvörðurinn Victor Valdes finni sér nýtt heimili í Manchester-borg en þessi fyrrum markvörður Barcelona hefur æft með liði Manchester United að undanförnu.

Það sást til kappans á leik Manchester United og Chelsea um helgina þar sem hann sat í heiðursstúkunni með fyrirliðanum Wayne Rooney.

Daily Mail slær því upp að Victor Valdes og knattspyrnustjórinn Louis van Gaal séu farnir að ræða málin fyrir alvöru en Valdes er frjáls eins og fuglinn og getur samið við hvaða lið sem er.

Valdes hafði verið orðaður við bæði Bayern München og Liverpool en nú lítur út fyrir það að hann verði varamarkvörður David De Gea hjá Manchester United.

Valdes er að koma til baka eftir hnémeiðsli sem tóku frá honum síðustu mánuðina hjá Barcelona en hann mun þurfa að gangast undir ítarlega læknisskoðun áður en United semur við hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×