Enski boltinn

Nýjasta stjarna West Ham liðsins mögulega frá í mánuð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Diafra Sakho er hér til vinstri.
Diafra Sakho er hér til vinstri. Vísir/Getty
West Ham er annað af tveimur spútnikliðum ensku úrvalsdeildarinnar á tímabilinu en liðið er í 4. sæti deildarinnar eftir 2-1 sigur á Englandsmeisturum Manchester City um helgina. Liðið varð samt fyrir áfalli í leiknum þegar framherjinn Diafra Sakho meiddist á öxl.

Diafra Sakho hefur verið frábær á sínu fyrsta tímabili með West Ham en hann skoraði í sjötta deildarleiknum í röð um helgina og þar var á ferðinni fjórða markið sem hann skorar með skalla á leiktíðinni.

Sakho fór af velli á lokamínútunni í sigrinum á Manchester City og það er búist við því að hann gæti verið frá í heilan mánuð vegna axlarmeiðsla. West Ham menn bíða og vona eftir jákvæðari niðurstöðu úr myndatöku í dag.

Diafra Sakho kom til liðsins frá franska b-deildarliðinu Metz en hann var kosinn besti leikmaður frönsku b-deildarinnar á síðasta tímabili. Sakho skoraði þá 20 mörk í 36 leikjum og Metz vann deildina.

West Ham er einnig án Andy Carroll sem meiddist á ökkla á undirbúningstímabilinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×