Enski boltinn

Heimskulegt að mati Van Gaal

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Robin van Persie fagnar hér marki sínu.
Robin van Persie fagnar hér marki sínu. Vísir/Getty
Robin van Persie, fyrirliði Manchester United, tryggði liðinu jafntefli á móti toppliði Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi þegar hann jafnaði metin í uppbótartíma.

Louis van Gaal, knattspyrnustjóri Manchester United, var þó allt annað en ánægður með landa sinn fyrir það að rífa sig úr treyjunni og næla sér í gult spjald.

„Þetta var heimskulegt," sagði Louis van Gaal um treyjufagn Van Persie en það dugði ekki að liðsfélagar hans hafi tæklað hann í teignum strax eftir markið.

Robin van Persie dreif sig á fætur, hljóp í átt að stuðningsmönnum, reif sig úr treyjunni og kastaði henni hátt upp í loft.

Þetta var þriðja mark Robin van Persie í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni en hann skoraði líka í 2-1 sigri á West Ham og í 3-5 tapi á móti Leicester City.

Þetta var hinsvegar fyrsta markið sem hann skoraði síðan að hann tók við fyrirliðabandinu af Wayne Rooney en Rooney er búinn að vera í þriggja leikja banni vegna rauða spjaldsins sem hann fékk á móti West Ham.

Vísir/Getty
Vísir/Getty
Vísir/Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×