Enski boltinn

Van Persie: Hefðum getað unnið

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Sáttur!
Sáttur! vísir/getty
„Þetta eru blendnar tilfinningar. Við hefðum getað unnið í dag. Ég fékk tvö færi snemma í leiknum. Ég hugsa alltaf jákvætt og einbeiti mér að næsta færi og sem betur fer féll það fyrir mig,“ sagði Robin van Persie eftir jafnteflið gegn Chelsea í dag.

„Við hefðum átt að vinna og vinna á forystusauðina en í lok leiksins getum við verið sáttir við jafntefli.

„Þetta verður betra með hverri æfingunni. Okkur líður vel með boltann og erum að leika betur en við þurfum að gera það lengur í leikjunum. Við þurfum að spila þannig í 90 mínútur,“ sagði Van Persie sem trúir því að Manchester United geti náði Chelsea á toppi deildarinnar þó það muni tíu stigum á liðunum eftir níu umferðir.

„Auðvitað getum við það. Tímabilið er langt og við erum ekki einu sinni hálfnaðir.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×