Enski boltinn

Jones: Chelsea er ekki ósigrandi

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Það verður mikið álag á Jones í dag
Það verður mikið álag á Jones í dag vísir/getty
Phil Jones varnarmaður Manchester United segir leikmenn liðsins ekki hafa neitt að óttast þegar liðið tekur á móti Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í dag klukkan 16.

Chelsea hefur byrjað tímabilið frábærlega og unnið sjö leiki og gert eitt jafntefli í átta leikjum og er með tíu stigum meira en Manchester United.

„(Eden) Hazard og (Diego) Costa eru hættulegir og það eru gæði í liðinu út um allan völl,“ sagði Jones við heimasíðu Manchester United.

„Ef þú ferð yfir lið Chelsea þá eru þeir með góða leikmenn en það sama á við okkur.

„Þeir eru sterkir varnarlega og segja komið og reynið að komast í gegn.

„Við þurfum að finna leiðir til að gera það. Við þurfum að sýna þeim hvað við getum og hvernig við getum leikið. Við þurfum að vera tilbúnir að tjá okkur og vera óhræddir við að leika gegn Chelsea. Þeir eru með gott lið en eru ekki ósigrandi,“ sagði Jones.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×