Enski boltinn

Suarez dæmdur í fjögurra mánaða bann

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Luis Suarez má ekki koma nálægt fótboltavelli í fjóra mánuði.
Luis Suarez má ekki koma nálægt fótboltavelli í fjóra mánuði. Vísir/Getty
Luis Suarez var dæmdur í fjögurra mánaða bann frá öllum keppnum fyrir að hafa bitið Giorgio Chiellini í leik Ítalíu og Úrúgvæ á mánudaginn. Bannið tekur gildi hjá bæði félags og landsliði.

Þegar Suárez beit Chiellini var það í þriðja sinn sem Suárez bítur leikmann inn á vellinum. Fékk hann sjö leikja bann fyrir að bíta Otman Bakkal í leik Ajax og PSV árið 2010 og tíu leikja bann fyrir að bíta Branislav Ivanovic í leik Liverpool og Chelsea árið 2013.

Suarez tekur út níu leikja bann með Úrúgvæ og fjögurra mánaða bann frá öllum fótboltaleikjum. Er það mat aganefndar FIFA að aðgerðir Suárez eigi ekki heima inn á fótboltavellinum og án fordæmis.

Suarez verður bannað að taka þátt í öllum fótboltaleikjum á meðan banninu stendur, þar á meðal keppnis og æfingarleikjum með Liverpool og fær hann sekt upp á 12,7 milljónir íslenskra króna.

Fyrsti leikur Suárez eftir bannið verður því annað hvort gegn Hull City þann 26. október eða gegn Newcastle þann 1. nóvember næstkomandi. Suárez missir af 13 leikjum með Liverpool. Hann missir af 9 leikjum í ensku úrvalsdeildinni, 3 í Meistaradeildinni og einum í enska deildarbikarnum.


Tengdar fréttir

167 manns veðjuðu á það að Suarez myndi bíta

Úrúgvæmaðurinn Luis Suárez virtist bíta ítalska varnarmanninn Giorgio Chiellini í leik Úrúgvæ og Ítalíu á HM í Brasilíu í gær. Flestir trúðu ekki sínum augum þegar þegar þeir horfðu á sjónvarpsútsendinguna frá leiknum en það voru ótrúlega margir sem „sáu" þetta fyrir eins og kemur fram í frétt ESPN.

Ekki hægt að verja aðgerðir Suárez

Jamie Carragher telur að ekki sé hægt að breyta persónuleika Luis Suárez og að hann muni halda áfram að komast á forsíður blaðanna af kolröngum ástæðum.

Suárez þarf að leita sér aðstoðar

Roberto Martinez, knattspyrnustjóri Everton, telur að Luis Suárez þurfi að leita sér aðstoðar eftir að hann beit leikmann í þriðja sinn á ferlinum í leik Úrúgvæ og Ítalíu í gær.

Veit ekki hvort FIFA hafi nægilegar sannanir

Gylfi Þór Orrason á von á því að Luis Suárez verði dæmdur í langt keppnisbann ef aganefnd FIFA finnur fullnægjandi sönnun fyrir því að hann hafi bitið Giorgio Chiellini í leik Ítalíu og Úrúgvæ í gær.

Chiellini olli mér vonbrigðum

Diego Lugano, fyrirliði Úrúgvæ fannst Giorgio Chiellini gera of mikið úr því þegar Luis Suárez beit hann í leik Ítalíu og Úrúgvæ

Mágur Suarez vildi ekkert segja

Gonzalo Balbi, leikmaður KR og mágur Luis Suarez, vildi ekkert tjá sig um atvikið í leik Úrúgvæ og Ítalíu á HM í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×