Fótbolti

Suárez: Þessir hlutir gerast inn á vellinum

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Vísir/Getty
Luis Suárez gerði lítið úr atvikinu þegar hann beit Giorgio Chiellini í viðtölum við úrúgvæska fjölmiðla eftir 1-0 sigur Úrúgvæ á Ítalíu í gær.

Dómari leiksins sá ekki þegar Suárez beit Chiellini og slapp hann því í enn eitt skiptið. Er þetta í þriðja sinn sem Suárez bítur leikmann í leik og í þriðja sinn sem hann sleppur með það á meðan leik stendur. Hann fékk alls sautján leikja bann eftir fyrri bitin tvö og má gera ráð fyrir að sú tala muni hækka á næstu dögum.

„Þetta eru hlutir sem gerast inn á vellinum og fjölmiðlar ættu ekki að gera svona mikið úr þeim. Við vorum tveir að berjast á leiðinni inn í vítateiginn og hann fór í mig með öxlinni sinni sem veitti mér áverka,“ sagði Suárez sem var ánægður að Úrúgvæ komst í 16-liða úrslit en gera má ráð fyrir að hann leiki ekki meira á  mótinu.

„Við tökum einn leik fyrir í einu. Við vitum að þetta verður erfitt og við erum að reyna okkar besta til þess að ná árangri,“ sagði Suarez.

Suárez vakti einnig heimsathygli á Heimsmeistaramótinu fyrir fjórum árum þegar hann varði með hendi á marklínunni í leik Úrúgvæ og Gana í 8-liða úrslitum. Suárez fékk rautt spjald fyrir tilburði sína en fagnaði gríðarlega þegar Asamoah Gyan klúðraði vítinu og Úrúgvæ komst í vítaspyrnukeppni sem Úrúgvæ vann síðan.






Tengdar fréttir

Suárez þarf að leita sér aðstoðar

Roberto Martinez, knattspyrnustjóri Everton, telur að Luis Suárez þurfi að leita sér aðstoðar eftir að hann beit leikmann í þriðja sinn á ferlinum í leik Úrúgvæ og Ítalíu í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×