Fótbolti

167 manns veðjuðu á það að Suarez myndi bíta

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Luis Suárez.
Luis Suárez. Vísir/Getty
Úrúgvæmaðurinn Luis Suárez virtist bíta ítalska varnarmanninn Giorgio Chiellini í leik Úrúgvæ og Ítalíu á HM í Brasilíu í gær. Flestir trúðu ekki sínum augum þegar þeir horfðu á sjónvarpsútsendinguna frá leiknum en það voru samt ótrúlega margir sem „sáu" þetta fyrir eins og kemur fram í frétt ESPN.

Betsson-veðmálafyrirtækið bauð nefnilega upp á möguleikann á því að veðja á það að Luis Suárez biti mótherja á HM og það voru alls 167 manns tilbúnir að setja pening á það. Líkurnar voru 175 á móti einum. Betsson hefur aðsetur á Möltu.

Norðmaðurinn Thomas Syverson var í viðtali við ESPN en hann setti 595 krónur íslenskar á það að Suárez biti einhvern á HM. Syverson hefur þegar fengið 104 þúsund krónur íslenskar inn á reikninginn sinn þótt að FIFA sé ekki búið að dæma í málinu.

„Ég setti 32 norskar krónur á þetta bara til gamans," sagði Thomas Syverson við ESPN. Hann frétti af biti Suárez þegar vinur hans sendi honum SMS.


Tengdar fréttir

Suárez þarf að leita sér aðstoðar

Roberto Martinez, knattspyrnustjóri Everton, telur að Luis Suárez þurfi að leita sér aðstoðar eftir að hann beit leikmann í þriðja sinn á ferlinum í leik Úrúgvæ og Ítalíu í gær.

Veit ekki hvort FIFA hafi nægilegar sannanir

Gylfi Þór Orrason á von á því að Luis Suárez verði dæmdur í langt keppnisbann ef aganefnd FIFA finnur fullnægjandi sönnun fyrir því að hann hafi bitið Giorgio Chiellini í leik Ítalíu og Úrúgvæ í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×