Fótbolti

Gylfi: Tuttugu leikja bann ætti að duga

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson í leik Tottenham og Aston Villa.
Gylfi Þór Sigurðsson í leik Tottenham og Aston Villa. Vísir/Getty
Gylfi Þór Sigurðsson vill að Luis Suárez verði settur í 20 leikja bann til þess að hann læri af mistökum sínum.

Gylfi var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni fyrr í dag þar sem farið var yfir víðan völl. Var Gylfi meðal annars spurður út í mál Luis Suárez sem beit Giorgio Chiellini í leik Ítalíu og Úrúgvæ á mánudaginn.

„Ég held að það þurfi að gera eitthvað til að stoppa manninn. Tuttugu leikja bann væri örugglega bara fínt fyrir hann,“ sagði Gylfi.


Tengdar fréttir

167 manns veðjuðu á það að Suarez myndi bíta

Úrúgvæmaðurinn Luis Suárez virtist bíta ítalska varnarmanninn Giorgio Chiellini í leik Úrúgvæ og Ítalíu á HM í Brasilíu í gær. Flestir trúðu ekki sínum augum þegar þegar þeir horfðu á sjónvarpsútsendinguna frá leiknum en það voru ótrúlega margir sem „sáu" þetta fyrir eins og kemur fram í frétt ESPN.

Ekki hægt að verja aðgerðir Suárez

Jamie Carragher telur að ekki sé hægt að breyta persónuleika Luis Suárez og að hann muni halda áfram að komast á forsíður blaðanna af kolröngum ástæðum.

Suárez þarf að leita sér aðstoðar

Roberto Martinez, knattspyrnustjóri Everton, telur að Luis Suárez þurfi að leita sér aðstoðar eftir að hann beit leikmann í þriðja sinn á ferlinum í leik Úrúgvæ og Ítalíu í gær.

Veit ekki hvort FIFA hafi nægilegar sannanir

Gylfi Þór Orrason á von á því að Luis Suárez verði dæmdur í langt keppnisbann ef aganefnd FIFA finnur fullnægjandi sönnun fyrir því að hann hafi bitið Giorgio Chiellini í leik Ítalíu og Úrúgvæ í gær.

Chiellini olli mér vonbrigðum

Diego Lugano, fyrirliði Úrúgvæ fannst Giorgio Chiellini gera of mikið úr því þegar Luis Suárez beit hann í leik Ítalíu og Úrúgvæ

Mágur Suarez vildi ekkert segja

Gonzalo Balbi, leikmaður KR og mágur Luis Suarez, vildi ekkert tjá sig um atvikið í leik Úrúgvæ og Ítalíu á HM í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×