Fótbolti

Mágur Suarez vildi ekkert segja

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir
Gonzalo Balbi, leikmaður KR og mágur Luis Suarez, vildi ekkert tjá sig um atvikið í leik Úrúgvæ og Ítalíu á HM í gær.

Suarez beit þá í öxl Giorgio Chiellini, varnarmann ítalska landsliðsins, en það er í þriðja skiptið á ferlinu sem hann verður uppvís að slíkri hegðun. Í hin tvö skiptin var hann dæmdur í löng keppnisbönn.

Systir Balbi er eiginkona Suarez og baðst KR-ingurinn undan viðtali um málið þegar Vísir hafði samband við hann í dag.

Balbi sagðist á dögunum vera stoltur af afrekum mágs síns eftir að hann skoraði bæði mörk Úrúgvæ í 2-1 sigri á Englandi á HM í Brasilíu.


Tengdar fréttir

167 manns veðjuðu á það að Suarez myndi bíta

Úrúgvæmaðurinn Luis Suárez virtist bíta ítalska varnarmanninn Giorgio Chiellini í leik Úrúgvæ og Ítalíu á HM í Brasilíu í gær. Flestir trúðu ekki sínum augum þegar þegar þeir horfðu á sjónvarpsútsendinguna frá leiknum en það voru ótrúlega margir sem „sáu" þetta fyrir eins og kemur fram í frétt ESPN.

Suárez þarf að leita sér aðstoðar

Roberto Martinez, knattspyrnustjóri Everton, telur að Luis Suárez þurfi að leita sér aðstoðar eftir að hann beit leikmann í þriðja sinn á ferlinum í leik Úrúgvæ og Ítalíu í gær.

Veit ekki hvort FIFA hafi nægilegar sannanir

Gylfi Þór Orrason á von á því að Luis Suárez verði dæmdur í langt keppnisbann ef aganefnd FIFA finnur fullnægjandi sönnun fyrir því að hann hafi bitið Giorgio Chiellini í leik Ítalíu og Úrúgvæ í gær.

Chiellini olli mér vonbrigðum

Diego Lugano, fyrirliði Úrúgvæ fannst Giorgio Chiellini gera of mikið úr því þegar Luis Suárez beit hann í leik Ítalíu og Úrúgvæ




Fleiri fréttir

Sjá meira


×