Fótbolti

Kæmi Fowler ekki á óvart ef Suárez yrði seldur

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Luis Suarez.
Luis Suarez. Vísir/Getty
Robbie Fowler, fyrrverandi leikmaður Liverpool, er kominn með nóg af hegðun Luis Suárez eftir að Suárez skaust enn einu sinni fram í sviðsljósið. Suárez sem er umdeildur karakter leikur með Liverpool og hefur átt erfitt með að halda sér frá forsíðum fjölmiðla.

Félagslið Suárez, Liverpool, hefur staðið með Úrúgvæanum í gegn um töluvert áreiti. Suárez var dæmdur fyrir kynþáttarníð og fékk átta leikja bann eftir atvik leik Liverpool og Manchester United árið 2011. Tveimur árum seinna var hann dæmdur í tíu leikja bann eftir að hafa bitið Branislav Ivanovic í leik Liverpool og Chelsea.

Suárez var mjög opinskár síðasta sumar um að hann vildi fara frá Liverpool og fannst mörgum hann sýna liðinu enga virðingu eftir að hafa staðið með honum. Það kæmi Fowler ekki á óvart ef liðið myndi reyna að selja hann í sumar eftir öll vandræðin sem hann hefur lent í undanfarin ár.

„Flestir stuðningsmenn liðsins elska hann sem leikmann en hann heldur sífellt áfram að draga nafn klúbbsins inn í allskonar vandræði. Félagið á meiri virðingu skilið eftir að hafa staðið með honum í gegnum súrt og sætt. Ég elska hann sem leikmann en það er ekki hægt að verja það sem hann gerði og það kæmi mér ekki á óvart ef félagið myndi selja hann í sumar,“ sagði Fowler.


Tengdar fréttir

167 manns veðjuðu á það að Suarez myndi bíta

Úrúgvæmaðurinn Luis Suárez virtist bíta ítalska varnarmanninn Giorgio Chiellini í leik Úrúgvæ og Ítalíu á HM í Brasilíu í gær. Flestir trúðu ekki sínum augum þegar þegar þeir horfðu á sjónvarpsútsendinguna frá leiknum en það voru ótrúlega margir sem „sáu" þetta fyrir eins og kemur fram í frétt ESPN.

Suárez þarf að leita sér aðstoðar

Roberto Martinez, knattspyrnustjóri Everton, telur að Luis Suárez þurfi að leita sér aðstoðar eftir að hann beit leikmann í þriðja sinn á ferlinum í leik Úrúgvæ og Ítalíu í gær.

Veit ekki hvort FIFA hafi nægilegar sannanir

Gylfi Þór Orrason á von á því að Luis Suárez verði dæmdur í langt keppnisbann ef aganefnd FIFA finnur fullnægjandi sönnun fyrir því að hann hafi bitið Giorgio Chiellini í leik Ítalíu og Úrúgvæ í gær.

Chiellini olli mér vonbrigðum

Diego Lugano, fyrirliði Úrúgvæ fannst Giorgio Chiellini gera of mikið úr því þegar Luis Suárez beit hann í leik Ítalíu og Úrúgvæ

Mágur Suarez vildi ekkert segja

Gonzalo Balbi, leikmaður KR og mágur Luis Suarez, vildi ekkert tjá sig um atvikið í leik Úrúgvæ og Ítalíu á HM í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×