Fleiri fréttir

Klífur hæsta turn í heimi

Franskur ofurhugi ætlar að klifra upp hæstu byggingu í heimi á jóladag. Það er 508 metra hár skýjakljúfur, staðsettur í Tapei, höfuðborg Taiwans. Maðurinn, sem nefnist Alain Robert, hefur klifið flestar þekktustu byggingar heims, eins og Eiffel turninn, Empire State bygginguna og óperuhúsið í Sidney, oft án leyfis og viðeigandi öryggisbúnaðar.

Margir í burtu um jólin

Það verða hreint ekki allir heima um jólin, sumir vegna atvinnu sinnar, en aðrir til að skipta um umhverfi og hvíla sig. Nokkur flutningaskip á vegum íslensku skipafélaganna eru í hafi eða í erlendum höfnum, þrír togarar eru á sjó. Fjórir sendifulltrúar Rauða krossins eru í Afríku og Asíu og flugfólk á vegum Atlanda verður erlendis um jólin.

Finnur postulínsmuni fyrir fólk

"Ég er með litla antíkverslun í kjallara í Skipasundi 82 í Reykjavík þar sem ég sel antíkborðbúnað. Síðan tek ég líka að mér að leita uppi gömul stell. Það er ekki mikil traffík í versluninni en leitarþjónustan er heldur betur að hlaða utan á sig. Áhugasamir geta því haft samband við mig og ég get fundið það sem vantar inn í stellin fyrir þá.

Íslensk kona útskrifast frá FBI

Berglind Kristinsdóttir, lögreglufulltrúi í skatta- og efnahagsbrotadeild hjá ríkislögreglustjóra, er útskrifuð úr lögregluháskóla bandarísku alríkislögreglunnar, FBI.

Íbúum fjölgar um fjóra

Íbúum í Ísafjarðarbæ fjölgaði á þessu ári í fyrsta skipti í tíu ár, eða um fjóra íbúa. Samkvæmt tölum frá Hagstofunni voru íbúarnir 4.131 talsins hinn 1. desember miðað við 4.127 á sama tíma í fyrra.

Spuni á fimmtudagskvöldum á REX

Gítarleikarinn Börkur Birgisson úr Jagúar og plötuspilarinn Margeir spinna saman sjóðheitt sett fyrir gesti Rex annað kvöld, þorláksmessukvöld. DJ Margeir er í forsvari spunakvöldanna, sem felast í spilamennsku hans og annarra fyrsta flokks plötusnúða í takt við lifandi tóna framúrskarandi hljóðfæraleikara sem spinna með þeim af lífi og sál.

Harry Potter væntanlegur 16. júlí

Aðdáendur Harry Potters þurfa að búa sig undir langa nótt þann 16. júlí næstkomandi því þá kemur næsta bók um töfradrenginn út, sú sjötta í röðinni. J.K. Rowling hefur nýlokið við handritið að bókinni, sem á að heita <em>Harry Potter and the Half-Blood Prince</em>, en sá titill vísar víst hvorki til Harry né Voldemorts, óvinar hans.

Leikminjasafnið fær gjöf

Aldarafmælis Þorsteins Ö. Stephensen, leikara og leiklistarstjóra Útvarpsins, var minnst í fyrradag.

Konur fjölmennari en karlarnir

Konur í grunnnámi, meistaranámi og doktorsnámi við Háskóla Íslands eru 63 prósent nemenda miðað við 20. október 2004. Kynjaskiptingin er misjöfn eftir deildum og skorum en þó eru konur fjölmennari en karlar í öllum deildum nema verkfræðideild. </font /></b />

Meistarnám eftir grunnnám í KHÍ

Stefnt er að því að sem flestir úrskrifaðir nemendur Kennaraháskóla Íslands ljúki meistaranámi. Námið verður í boði frá árinu 2007 í beinu framhaldi af þriggja ára námi í Kennaraháskóla Íslands. Útskrifaðir stúdentar hafa hingað til einungis getað stundað meistaranám í fjarnámi eða hlutanámi eftir minnst tveggja ára starfsreynslu

Illskýranleg siðvenja

"Það er erfitt að finna skýringar á þessu, þetta virðist vera einhvers konar siður eftir héruðum," segir Árni Daníel Júlíusson sagnfræðingur um niðurstöður rannsóknar Íslenskrar erfðagreiningar um tengsl búsetu og erfðabreytileika, en þar kemur fram að ættliðir þorra Íslendinga hafa verið bundnir við sömu átthagana.

Margt býr í myrkrinu

Sól er farin að rísa á sjóndeildarhringnum á ný eftir að skammdegið náði hámarki í fyrradag. Eins og gengur er mönnum misvel við myrkrið, sumir kunna vel við kertaljós í rökkrinu, aðrir leggjast í þunglyndi og enn aðrir nota húmið til sannkallaðra myrkaverka en af þeim er víst nóg á þessum árstíma.

Vetrarsólstöður í dag

Á dag eru vetrarsólstöður og þá stendur sólin kyrr, frá jörðinni séð, því hún hvorki hækkar né lækkar. Nafnið vísar einmitt til þess, samkvæmt almanaki Háskóla Íslands. 21. desember er stysti dagur ársins, eins og flestir vita sjálfsagt, sem þýðir þá að frá og með deginum í dag tekur daginn að lengja á ný.

96 ára bæjarstjóri

96 ára gamall bæjarstjóri í smábæ í Florída hyggst bjóða sig fram til embættisins á nýjan leik í vikunni og nær að öllum líkindum kjöri. Dorothy Geeben, sem verður tæplega 99 ára gömul þegar næsta kjörtímabil rennur út, er afar vinsæl í bæjarfélaginu sem hún stjórnar, þar sem enginn er undir 55 ára aldri.

Sveppi verður Kalli á þakinu

Sveppi verður látinn fljúga í hlutverki Kalla á þakinu í leikstjórn Óskars Jónassonar. Viðræður standa yfir við Borgarleikhúsið um uppfærslu verksins eftir páska. </font /></b />

Konur verða að standa saman

Konur mega ekki vera ákveðnar og aggressífar í fjölmiðlum. Þær eiga að vera huggulegar, indælar, mjúkar og þægilegar og brosa og spyrja fallega. Þrjár fjölmiðlakonur voru sammála um að þetta væri viðhorf almennings til kvenna í fjölmiðlum. Sigríður D. Auðunsdóttir ræddi við Evu Bergþóru Guðbergsdóttur, Evu Maríu Jónsdóttur og Sigríði Arnardóttur. </font /></b />

Þræði mig eftir stórvirkjunum

"Þetta eru ákveðin fjölskyldusöguleg tímamót hjá mér," segir Sigurður Gylfi Magnússon sagnfræðingur og vísar til kaupa danska málningarvöruframleiðandans Flugger á Hörpu-Sjöfn. "Fjölskylda mín keypti sig inn í Hörpu-Sjöfn árið 1961 og karl faðir minn stjórnaði því til ársins 1991."

Skrifa upp á Kannabis

Stjórnvöld í Kanada ætla innan skamms að gefa læknum grænt ljós á að skrifa upp á lyf sem framleitt er úr kannabisefnum, til handa fólki sem þjáist af MS-sjúkdómnum. Lyfið verður sett á markað á næstu mánuðum. Margir MS-sjúklingar reykja þegar Kannabisefni til þess að lina þjáningar sínar og slík efni hafa einnig gefist vel fyrir þá sem þjást af liðagigt.

Íslandsvinur ákærður

Rapparinn Young Buck, sem kom hingað til lands ásamt Fifty Cent og félögum í sumar hefur verið ákærður fyrir að stinga mann með hnífi á tónlistarverðlaunum tímaritsins VIBE í nóvember. Buck brást ókvæða við þegar félagi hans, Dr. Dre var kýldur niður af óþekktum ástæðum og hefndi fyrir doktorinn með því að stinga árásarmanninn með þeim afleiðingum að annað lunga hans féll saman.

Flugeldasýning í minningu Ragnars

Feðgarnir Örn og Einar Páll Kjærnested og fjölskyldur þeirra leggja út fyrir flugeldasýningu í Mosfellsbæ um áramótin. Peningana leggja þeir fram til minningar um Ragnar Björnsson, sem lést eftir að á hann var ráðist á sveitakránni Ásláki í Mosfellsbæ fyrr í mánuðinum.

Fundað um Fischer í hádeginu

Haldinn verður fundur um Bobby Fischer í Iðnó í Reykjavík í hádeginu í dag þar sem sagt verður frá ævi bandaríska skáksnillingsins, sem varð heimsmeistari í "einvígi allra tíma" í Reykjavík árið 1972. Á fundinum á að segja frá ávinningnum sem einvígið hafði í för með sér fyrir landið.

Amaryllis

Amaryllis er glæsilegt stofublóm sem oft verður áberandi í kringum jólin. Amaryllis er laukur, oft kallaður riddarastjarna og er fáanlegur í rauðum lit, hvítum og tvílitur.

Vá, fimm Hallgrímskirkjuturnar

"Hallgrímskirkja hlýtur að vera mín uppáhaldsbygging í Reykjavík," segir Huldar Breiðfjörð rithöfundur. "Mér finnst byggingin mjög flott og hún stendur frábærlega vel, hefur alltaf verið þarna og verður alltaf þarna. Hallgrímskirkja er Reykjavík."

Mæðgur saman með bók

Mæðgurnar Íris Ósk og Svava Egilson standa saman að barnabókinni Blómið og býflugan sem er nýkomin út. Dóttirin, Íris Ósk sem er aðeins sextán ára, skrifaði söguna en móðirin, Svava, myndskreytti.

Allir fengu hyasintu

Tæplega 90 nemendur voru útskrifaðir úr Borgarholtsskóla um helgina. Fengu allir hýasintu vioð útskriftina í tilefni jólanna.

Lyftan komin vel á veg

Unnið er hörðum höndum að uppsetningu nýrrar stólalyftu í Kóngsgili í Bláfjöllum, en gert er ráð fyrir að hún verði tekin í gagnið þann 20. janúar. Frakkar og Íslendingar vinna að uppsetningu mannvirkisins, en steypan sem fór í undirstöðurnar hefði dugað í nokkur einbýlishús.

Hvítum ljónum bjargað

Útlit er fyrir að það takist að bjarga hvítum ljónum frá útrýmingu, því gengið hefur vonum framar að venja þau á að búa á verndarsvæði í Suður-Afríku. Nýverið fæddust þrír ungar og er það í fyrsta sinn í þrjátíu ár sem hvítir ljónsungar fæðast í villtri náttúru.

96 ára í fullu fjöri

Dorothy Geeben, 96 ára, er talin vera elsti starfandi borgarstjóri í Bandaríkjunum. Geeben er borgarstjóri í Ocean Park í Flórída en yngsti borgarbúinn þar er 55 ára. Hún ætlar sér að sitja til loka núverandi kjörtímabils sem rennur út árið 2006, en þá verður hún 98 ára gömul.

Koss í þágu tannhirðu

Apoteket, Lyfjaverslun sænska ríkisins, tilkynnti í gær að hún ætlaði að standa fyrir atlögu að heimsmetinu í kossi.

Skipin í landi um jól og áramót

Kristján Vilhelmsson, framkvæmdastjóri útgerðasviðs Samherja, segir hluta veiðanna í ár hafa gengið mjög vel. Þó hafi loðnuvertíðin í ársbyrjun verið skrítin vegna inngripa stjórnvalda. Óvissa um magnið sem mátti veiða segir hann hafa sett sitt mark á veiðarnar í upphafi.

Enginn tími til hátíðahalda

Lúðvík S. Georgsson verkfræðingur er fimmtíu og fimm ára í dag. Lúðvík er aðstoðarskólastjóri Jarðhitaskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna. En Lúðvík er líka KR-ingur af lífi og sál. Hann hefur um árabil staðið fyrir flugeldasölu KR og tekur sér frí frá jarðhitaskólanum á meðan. Tímamótin hringdu í Lúðvík. Við byrjuðum á að spyrja um flugeldana.

Gítar Bítlanna fór á 40 milljónir

Gítar sem George Harrison og John Lennon spiluðu á í hljóðupptökum Bítlanna seldist á nær 40 milljónir króna á stærsta rokkuppboði sögunnar í gær. Kaupandi gítarsins, sem er Gibson rafmagnsgítar, er óþekktur og bauð hann í gripinn í gegnum síma.

Nylon sem ekki krumpast?

Stúlkurnar í hljómsveitinni Nylon segjast hafa upplifað einstakt ævintýri undanfarna mánuði en vinnan hafi verið mikil. Þær vilja endast lengi í bransanum, en vonast þó til þess að verða ekki eins krumpaðar og strákarnir í Rolling Stones.

Megum aldrei sofna á verðinum

Þennan dag árið 1974 féllu snjóflóð í Neskaupstað. Þau eru Guðmundi Bjarnasyni, núverandi bæjarstjóra Fjarðabyggðar, fersk í minni. "Á þessum tíma var ég kennari við gagnfræðaskólann en átti auk þess sæti í ritnefnd héraðsfréttablaðsins Austurland og var þennan dag að búa jólablað Austurlands undir dreifingu.

Eplið og Eikin, eða Eiríkur

"Pabbi er minn uppáhalds blaðamaður. Hann skrifar svo fallega og á auðvelt með að láta allt syngja. Svo er hann fyndinn og gaman að lesa það sem hann skrifar. Ég þekki alltaf orðin hans, jafnvel þótt nafnið hans sé ekki undir greininni. Hann er svo helvíti dramatískur, hann pabbi," segir hún hlæjandi; nýjasti blaðamaðurinn í bænum og dóttir Eiríks Jónssonar; Hanna Eiríksdóttir.

Líður langbest á morgnana

Björg Eva Erlendsdóttir fréttakona á Ríkisútvarpinu er 44 ára í dag. Tímamót hringdu í Björgu, þar sem hún var við störf á Fréttastofu Útvarps.

Stærsta rokkuppboð sögunnar

Stærsta uppboð á rokkminjum í sögunni fór fram í New York í gær. Fjögur hundruð gripir voru þar boðnir upp, þ.á m. gítarar sem George Harrison og Keith Richards áttu, tónleikaföt Pauls McCartneys frá árinu 1963, ástarbréf sem Kurt Cobain skrifaði Courtney Love árið 1991 og einkunnablað Britney Spears frá því á níunda áratug síðustu aldar.

Spassky lofar Íslendinga

Stuðningsnefnd Bobbys Fischer hefur borist kveðja frá Boris Spassky, fyrrverandi heimsmeistara í skák. Í bréfinu þakkar Spassky íslensku þjóðinni fyrir að veita Fischer dvalarleyfi og býður hann fram aðstoð sína.

Fókus býður í bíó

Það er kominn föstudagur og <strong>Fókus fylgir með DV í dag</strong>. Þar er m.a. að finna ítarlega úttekt á hinni svölu <strong>Ocean´s Twelve</strong> og lesendum blaðsins er <strong>boðið á myndina</strong>. Þá fór Fókus á bifreiðaverkstæði og í tískubúð til að komast að því hverjar væru bestu bækur og plötur ársins. Forsíðuna þessa vikuna prýða plötusnúðagellurnar <strong>Ellen og Erna</strong>.

Pilsklæddar en spila ekki popp

Á forsíðu <strong>Fókus</strong>, sem fylgir <strong>DV í dag</strong>, eru tvær plötusnúðagellur, <strong>Ellen og Erna</strong>. Fókus barst til eyrna að þær væru að gera allt það gott sem plötusnúðar á Vegamótum og víðar. Stelpur sem eru plötusnúðar eru ekki á hverju strái þannig að forvitnin fékk að ráða og málið var kannað aðeins betur. </font /></b />

IDOL - Dómaraval í kvöld

Tveir síðustu keppendurnir verða valdir í 10 manna úrslit IDOL - stjörnuleitarinnar á Stöð 2 í kvöld. Dómararnir Sigga, Bubbi og Þorvaldur völdu 8 keppendur úr 24 manna hópnum sem voru úr leik til að keppa í dómaravalsþættinum. Tveir þeirra komast áfram í tíu manna hópinn sem keppir til úrsilta í Smáralindinni.

Smáralind fyllt af snjó

Félagsskapurinn sem kennir sig við <strong>Brettafélag Íslands</strong> hefur undanfarið verið duglegur við að skipuleggja alls konar uppákomur. Í dag verður Smáralindin fyllt af snjó þar sem til stendur að halda svokallað jibb session þar sem færustu snjóbrettamenn landsins munu láta ljós sitt skína. <strong>Ásgeir formaður</strong> sagði <strong>Fókus </strong>frá þessarri klikkuðu hugmynd.

Galdrastund með Skátum

Í <strong>Fókus</strong>, sem fylgir <strong>DV í dag</strong>, er hægt að finna allt sem er að gerast um helgina, m.a. tónleikadagskrá Smekkleysuplötubúðarinnar, sem er staðsett á Laugaveginum fyrir neðan Bónus. <strong>Ampop, Bacon, Skátar</strong> og <strong>Gísli Galdur</strong> koma fram í dag, á morgun og á sunnudag.

Galdrastund með Skátum

Í <strong>Fókus</strong>, sem fylgir <strong>DV í dag</strong>, er hægt að finna allt sem er að gerast í skemmtana-, tónlistar og bíóheimum helgarinnar, m.a. tónleika Smekkleysu plötubúðar, sem er staðsett á Laugaveginum fyrir neðan Bónus. Í dag klukkan 17 leikur hljómsveitin <strong>Ampop </strong>en <strong>Bacon</strong>, <strong>Skátar</strong> og <strong>Gísli Galdur</strong> verða á morgun og sunnudag.

Forgotten Lores og Hjálmar saman

Í <strong>Fókus,</strong> sem fylgir <strong>DV</strong> í dag, er hægt að finna allt sem er að gerast í skemmtana-, tónlistar og bíóheimum helgarinnar, m.a. reggí- og rapptónleikana í Rússlandi í <strong>Klink og Bank</strong> í kvöld. Þar koma fram <strong>Hjálmar</strong>, <strong>Forgotten Lores</strong>, Ant Lew og Maximum og Flökkudiskóið Sound System.

Sjá næstu 50 fréttir