Lífið

Margir í burtu um jólin

Það verða hreint ekki allir heima um jólin, sumir vegna atvinnu sinnar, en aðrir til að skipta um umhverfi og hvíla sig. Nokkur flutningaskip á vegum íslensku skipafélaganna eru í hafi eða í erlendum höfnum, þrír togarar eru á sjó. Fjórir sendifulltrúar Rauða krossins eru í Afríku og Asíu og flugfólk á vegum Atlanda verður erlendis um jólin. Þá stækkar alltaf sá hópur fólks, sem kýs að taka sér jólaleyfi og dvelja í útlöndum um jólin og samkvæmt heimildum Fréttastofu eru Kanaríeyjar vinsælasti dvalarstaðurinn.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.