Lífið

Nylon sem ekki krumpast?

Stúlkurnar í hljómsveitinni Nylon segjast hafa upplifað einstakt ævintýri undanfarna mánuði en vinnan hafi verið mikil. Þær vilja endast lengi í bransanum, en vonast þó til þess að verða ekki eins krumpaðar og strákarnir í Rolling Stones. Bókin 100% Nylon, sem blaðakonan Marta María Jónasdóttir ritstýrði, er um líf og störf þeirra fjögurra sem skipa stúlknahljómsveitina Nylon. Bókin gefur góða mynd af ýmsu því sem drifið hefur á daga stúlknanna frá því þær kynntust síðasta vor og mynduðu sveitina og þær hafa að sögn haft meira en nóg að gera. Það mynduðust langar biðraðir í Kringlunni þegar þær árituðu bókina og nýjan geisladisk og ljóst að þær eiga þegar marga aðdáendur.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.