Lífið

Spassky lofar Íslendinga

Stuðningsnefnd Bobbys Fischer hefur borist kveðja frá Boris Spassky, fyrrverandi heimsmeistara í skák. Í bréfinu þakkar Spassky íslensku þjóðinni fyrir að veita Fischer dvalarleyfi og býður hann fram aðstoð sína. "Kæru vinir, alúðarþakkir fyrir hin góðu tíðindi," segir í bréfi Spasskys. "Á þeirri stundu þegar allur skákheimurinn stóð þögull og huglaus hjá, lék íslenska þjóðin sjálfsagðan og djarfan leik til hjálpar Bobby. Hamingjuóskir, þið eigið lof skilið. Látið mig vita ef þið þurfið á aðstoð minni eða hjálp að halda. Ég geng með mikilli ánægju til liðs við hina djörfu íslensku þjóð. Ég vil nota tækifærið til að óska ykkur öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs."





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.