Lífið

Íbúum fjölgar um fjóra

Íbúum í Ísafjarðarbæ fjölgaði á þessu ári í fyrsta skipti í tíu ár, eða um fjóra íbúa. Samkvæmt tölum frá Hagstofunni voru íbúarnir 4.131 talsins hinn 1. desember miðað við 4.127 á sama tíma í fyrra. "Við höfum ekki séð fjölgun í tíu ár," segir Halldór Halldórsson bæjarstjóri. "Íbúunum hefur fækkað frá 1994. Ísafjarðarbær varð til með sameiningu 1996 en það var rosaleg fækkun 1995 og 1996 og alltaf eitthvað á hverju ári. Ég held að við höfum ekki séð fjölgunartölur öll þessi ár."





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.