Galdrastund með Skátum 17. desember 2004 00:01 Í Fókus, sem fylgir DV í dag, er hægt að finna allt sem er að gerast í skemmtana-, tónlistar og bíóheimum helgarinnar. Smekkleysa plötubúð, sem er staðsett á laugaveginum fyrir neðan Bónus, hefur heldur betur slegið síðan hún hóf starfsemi í október. Tónleikar hafa verið haldnir alla föstudaga og laugardaga síðan þá og þessa helgina verður bætt um betur því einnig verða tónleikar á sunnudaginn. Það verður rafmögnuð stemning kl. 17 í dag þegar rafgúrúin í Ampop sem er nýkomin heim frá Bretlandi leikur fyrir viðstadda. Sveitin er að ljúka upptökum á sinni þriðju breiðskífu sem verður gefin út á alþjóðamarkaði. Tvær rokksveitir munu svo leika í Smekkleysu plötubúð á morgun. Annars vegar hljómsveitin Bacon sem inniheldur meðlimi sveita á borð við 13, SS Span, Sororicide, Silverdrome og Stjörnukisa. Með þeim verða Skátar sem eru einmitt að senda frá sér sína fyrstu plötu, Heimsfriður í Chile: Hverju má breyta, bæta við og laga. Skátar hefur verið að gera það gott með spilamennsku sinni í Reykjavík síðasta árið og fengu þeir m.a. mjög góða dóma í erlendu pressunni á Airwaves. Meðlimir Skáta hafa áður skipað hljómsveitir eins og Graveslime, Sofandi og Kusa þannig að menn þar á bæ vita vel hvað þeir eru að gera. Sveitirnar halda tvenna tónleika á morgun, fyrst kl. 15 og aftur kl. 20. Það er svo Galdrastund á sunnudaginn því þá mætir Dj Gísli Galdur á svæðið ásamt sérstökum gestum. Galdurinn þarf varla að kynna fyrir nokkrum manni en hann er t.d. núverandi meðlimur í sveitunum Ghostigital, Trabant og Quarashi til að nefna nokkrar. Galdurinn mun spila kl. 16 og svo aftur kl. 20 fyrir þá sem nenna ekki að drulla sér fram úr fyrr en eftir kvöldmat. Óþarfi er að taka fram að ókeypis er inn á allt draslið. Menning Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Lífið Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Fleiri fréttir Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Sjá meira
Í Fókus, sem fylgir DV í dag, er hægt að finna allt sem er að gerast í skemmtana-, tónlistar og bíóheimum helgarinnar. Smekkleysa plötubúð, sem er staðsett á laugaveginum fyrir neðan Bónus, hefur heldur betur slegið síðan hún hóf starfsemi í október. Tónleikar hafa verið haldnir alla föstudaga og laugardaga síðan þá og þessa helgina verður bætt um betur því einnig verða tónleikar á sunnudaginn. Það verður rafmögnuð stemning kl. 17 í dag þegar rafgúrúin í Ampop sem er nýkomin heim frá Bretlandi leikur fyrir viðstadda. Sveitin er að ljúka upptökum á sinni þriðju breiðskífu sem verður gefin út á alþjóðamarkaði. Tvær rokksveitir munu svo leika í Smekkleysu plötubúð á morgun. Annars vegar hljómsveitin Bacon sem inniheldur meðlimi sveita á borð við 13, SS Span, Sororicide, Silverdrome og Stjörnukisa. Með þeim verða Skátar sem eru einmitt að senda frá sér sína fyrstu plötu, Heimsfriður í Chile: Hverju má breyta, bæta við og laga. Skátar hefur verið að gera það gott með spilamennsku sinni í Reykjavík síðasta árið og fengu þeir m.a. mjög góða dóma í erlendu pressunni á Airwaves. Meðlimir Skáta hafa áður skipað hljómsveitir eins og Graveslime, Sofandi og Kusa þannig að menn þar á bæ vita vel hvað þeir eru að gera. Sveitirnar halda tvenna tónleika á morgun, fyrst kl. 15 og aftur kl. 20. Það er svo Galdrastund á sunnudaginn því þá mætir Dj Gísli Galdur á svæðið ásamt sérstökum gestum. Galdurinn þarf varla að kynna fyrir nokkrum manni en hann er t.d. núverandi meðlimur í sveitunum Ghostigital, Trabant og Quarashi til að nefna nokkrar. Galdurinn mun spila kl. 16 og svo aftur kl. 20 fyrir þá sem nenna ekki að drulla sér fram úr fyrr en eftir kvöldmat. Óþarfi er að taka fram að ókeypis er inn á allt draslið.
Menning Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Lífið Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Fleiri fréttir Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Sjá meira