Lífið

Hvítum ljónum bjargað

Útlit er fyrir að það takist að bjarga hvítum ljónum frá útrýmingu, því gengið hefur vonum framar að venja þau á að búa á verndarsvæði í Suður-Afríku. Nýverið fæddust þrír ungar og er það í fyrsta sinn í þrjátíu ár sem hvítir ljónsungar fæðast í villtri náttúru. Þeir hafa aðlagast vel og eru farnir að sýna tilburði til að veiða sér til matar sem er auðvitað undirstaða þess að þeir geti bjargað sér upp á eigin spýtur. Aðeins um 150 hvít ljón eru til í heiminum öllum en þau eru aðallega í dýragörðum. Samkvæmt afrískum goðsögnum eru hvít ljón sendiboðar guðs á jörðu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.