Lífið

IDOL - Dómaraval í kvöld

Tveir síðustu keppendurnir verða valdir í 10 manna úrslit IDOL - stjörnuleitarinnar á Stöð 2 í kvöld. Dómararnir Sigga, Bubbi og Þorvaldur völdu 8 keppendur úr hópi þeirra 24 sem féllu úr keppni. Keppendurnir 8 fá annað tækifæri til að komast áfram í 10 manna úrslitin í Smáralind. Keppendurnir sem dómararnir völdu eru: * Davíð Smári Harðarson * Ester Ágústa Guðmundsdóttir * Lísebet Hauksdóttir * Eva Hlín Samúelsdóttir * Júlíus Bjargþór Daníelsson * Rakel Björk Haraldsdóttir * Einir Guðlaugsson * Guðrún Birna Ingimundardóttir Eingöngu 2 keppendur úr þessum hópi komast áfram kvöld. Úrslit IDOL stjörnuleitarinnar verða haldin í Vetrargarðinum í Smáralind og sýnd í beinni útsendingu á Stöð 2. Miðasala hefst innan skamms í Smárabíói. Gert er ráð fyrir að úrslitin taki 9 vikur frá 14. janúar til 11. mars 2005.  Hver úrslitavika endar með beinni útsendingu frá Smáralindinni þar sem einn keppandi dettur út í einu í almennri símaatkvæðagreiðslu. IDOL-síðanIdol - Stjörnuleit er á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld klukkan 20:30





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.