„Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Tómas Arnar Þorláksson og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 2. maí 2025 22:15 María Sigrún hyggst nýta tímann sem hún verður frá vinnu í að lesa bækur, hitta vini og vandamenn, göfga andann og verða betri manneskja. Vísir Fréttakona Ríkisútvarpsins segist þakklát snjósleðaköppum eftir að hún slasaðist illa á fæti á fjallaskíðum á jökli um Páskana. Hún verður frá vinnu í nokkrar vikur, erfiðast sé að geta ekki sinnt börnunum. Slysið átti sér stað á föstudaginn langa þegar María Sigrún Hilmarsdóttir, fréttakona RÚV, var á fjallaskíðum á Snæfellsjökli ásamt fjölskyldu sinni. Hún segir það sérkennilegt að vera sjálf orðin umfjöllunarefni fjölmiðla. „Ég náttúrlega vinn við að fá fólk til að koma í viðtal. Hvað get ég svo sagt þegar einhver biður mig um að koma í viðtal? Að segja nei við því, það myndu nú einhverjir segja að það væri bara hræsni,“ segir María. Eins og gjarnan gerði slysið ekki boð á undan sér og voru aðstæður með besta móti. „Það var ótrúlega gott veður, frábært útsýni og eiginlega logn.“ Beið í rólegheitum meðan fjölskyldan renndi sér áfram María rak lestina fyrstu ferðina niður ef einhver skyldi detta. „Það fór ekki betur en svo að ég datt og það snerist svona svakalega upp á vinstri fótinn. Þetta var hrikalega vont og ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað af sársauka.“ María margbrotnaði og sleit liðband og krossband í hné við fallið. „Það er svo merkilegt með líkamann að ég dofna mjög fljótt þarna upp, og er ein þarna.“ Hún segist einkar þakklát skjótum viðbrögðum ókunnugra sem gerðu kærasta hennar og börnum viðvart. „Hann skíðar á mikilli ferð neðar og þar voru tveir menn á snjósleða og þeir koma þarna upp. Þeir birtast þarna eins og englar og ferja mig niður á sleðunum.“ María segist ekki hafa áttað sig strax á hvað hve illa væri fyrir henni komið. Hún hafi þó vitað að eitthvað hafi gefið sig. Henni lá ekki mikið á að komast upp á spítala, þegar niður úr brekkunni var komið. „Meira að segja fyrst þegar ég stóð þarna upp þá hélt ég nú að ég gæti skíðað niður, jafnvel á einum fæti. Ég hvatti þau sem voru með mér að fara fleiri ferðir. Ég kom mér fyrir í skottinu í bílnum og var bara í sólbaði og tala við fólk og tala í símann. Þau fóru sem sagt aðrar ferðir.“ Og þú varst ekkert að drífa þig? „Nei, ég hugsaði: Æ, ætli það þurfi ekki að mynda þetta, það eru að koma páskar og ég þarf að láta taka mynd. Það var enginn asi þarna. Ég hélt ég hefði kannski tognað og slitið eitthvað smávegis en mig óraði ekki fyrir þessu. Svo bara keyrðum við í rólegheitum í bæinn. Svo vorum við öll orðin svöng og fengum okkur Subway áður en mér var skutlað á slysadeildina.“ Verst að geta ekki sinnt börnunum Maríu segist hafa brugðið við þegar á slysadeildina var komið og hún tekin úr skíðabuxunum. „Þá sé ég á mér vinstri fótinn og þetta er eins og fílsfótur. Þá var mér rúllað beint í myndatöku og það varð ljóst að það þyrfti að gera aðgerð. Það var gert síðan á páskadag.“ Nú sé búið að gera við ökklann en eftir sé hnéaðgerð. Þrátt fyrir allt segir María ekki skilið við skíðin og segir enga ástæðu til að vorkenna sér. „Þó ég sé hérna farlama í einhverjar vikur þá er það ekkert alvarlegt í stóra samhenginu. Og að kynnast því að vera í hjólastól, ég er bara tímabundið í hjólastól.“ Hún segir allar líkur á að hún nái sé að fullu. Hún sé hraust fyrir og með höfuðið á réttum stað. Verst sé þó að geta ekki sinnt börnunum. „Þau eru náttúrulega háð mér og ég þeim. Það er erfiðast að geta ekki sinnt þeim alveg. Yngsta dóttir mín er fötluð og þarf mikla hjálp svo þetta er sérstaklega erfitt fyrir hana.“ Skíðaíþróttir Ríkisútvarpið Ferðalög Ástin og lífið Mest lesið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Fleiri fréttir Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Sjá meira
Slysið átti sér stað á föstudaginn langa þegar María Sigrún Hilmarsdóttir, fréttakona RÚV, var á fjallaskíðum á Snæfellsjökli ásamt fjölskyldu sinni. Hún segir það sérkennilegt að vera sjálf orðin umfjöllunarefni fjölmiðla. „Ég náttúrlega vinn við að fá fólk til að koma í viðtal. Hvað get ég svo sagt þegar einhver biður mig um að koma í viðtal? Að segja nei við því, það myndu nú einhverjir segja að það væri bara hræsni,“ segir María. Eins og gjarnan gerði slysið ekki boð á undan sér og voru aðstæður með besta móti. „Það var ótrúlega gott veður, frábært útsýni og eiginlega logn.“ Beið í rólegheitum meðan fjölskyldan renndi sér áfram María rak lestina fyrstu ferðina niður ef einhver skyldi detta. „Það fór ekki betur en svo að ég datt og það snerist svona svakalega upp á vinstri fótinn. Þetta var hrikalega vont og ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað af sársauka.“ María margbrotnaði og sleit liðband og krossband í hné við fallið. „Það er svo merkilegt með líkamann að ég dofna mjög fljótt þarna upp, og er ein þarna.“ Hún segist einkar þakklát skjótum viðbrögðum ókunnugra sem gerðu kærasta hennar og börnum viðvart. „Hann skíðar á mikilli ferð neðar og þar voru tveir menn á snjósleða og þeir koma þarna upp. Þeir birtast þarna eins og englar og ferja mig niður á sleðunum.“ María segist ekki hafa áttað sig strax á hvað hve illa væri fyrir henni komið. Hún hafi þó vitað að eitthvað hafi gefið sig. Henni lá ekki mikið á að komast upp á spítala, þegar niður úr brekkunni var komið. „Meira að segja fyrst þegar ég stóð þarna upp þá hélt ég nú að ég gæti skíðað niður, jafnvel á einum fæti. Ég hvatti þau sem voru með mér að fara fleiri ferðir. Ég kom mér fyrir í skottinu í bílnum og var bara í sólbaði og tala við fólk og tala í símann. Þau fóru sem sagt aðrar ferðir.“ Og þú varst ekkert að drífa þig? „Nei, ég hugsaði: Æ, ætli það þurfi ekki að mynda þetta, það eru að koma páskar og ég þarf að láta taka mynd. Það var enginn asi þarna. Ég hélt ég hefði kannski tognað og slitið eitthvað smávegis en mig óraði ekki fyrir þessu. Svo bara keyrðum við í rólegheitum í bæinn. Svo vorum við öll orðin svöng og fengum okkur Subway áður en mér var skutlað á slysadeildina.“ Verst að geta ekki sinnt börnunum Maríu segist hafa brugðið við þegar á slysadeildina var komið og hún tekin úr skíðabuxunum. „Þá sé ég á mér vinstri fótinn og þetta er eins og fílsfótur. Þá var mér rúllað beint í myndatöku og það varð ljóst að það þyrfti að gera aðgerð. Það var gert síðan á páskadag.“ Nú sé búið að gera við ökklann en eftir sé hnéaðgerð. Þrátt fyrir allt segir María ekki skilið við skíðin og segir enga ástæðu til að vorkenna sér. „Þó ég sé hérna farlama í einhverjar vikur þá er það ekkert alvarlegt í stóra samhenginu. Og að kynnast því að vera í hjólastól, ég er bara tímabundið í hjólastól.“ Hún segir allar líkur á að hún nái sé að fullu. Hún sé hraust fyrir og með höfuðið á réttum stað. Verst sé þó að geta ekki sinnt börnunum. „Þau eru náttúrulega háð mér og ég þeim. Það er erfiðast að geta ekki sinnt þeim alveg. Yngsta dóttir mín er fötluð og þarf mikla hjálp svo þetta er sérstaklega erfitt fyrir hana.“
Skíðaíþróttir Ríkisútvarpið Ferðalög Ástin og lífið Mest lesið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Fleiri fréttir Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Sjá meira