Lífið

Koss í þágu tannhirðu

Apoteket, Lyfjaverslun sænska ríkisins, tilkynnti í gær að hún ætlaði að standa fyrir atlögu að heimsmetinu í kossi. Markmiðið er að hvetja Svía til að hugsa meira um tennurnar í sér, að sögn Anders Carsten, verkefnisstjóra Apoteket: "Þegar öllu er á botninn hvolft skiptir tannhirða miklu máli þegar fólk kyssist." Núverandi heimsmet er 30 klukkustundir, 59 mínútur og 27 sekúndur. Apoteket ætlar að auglýsa eftir áhugasömum pörum. Þau fá kossaþjálfun og leiðsögn í góðri tannhirðu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.