Enginn tími til hátíðahalda 19. desember 2004 00:01 Lúðvík S. Georgsson verkfræðingur er fimmtíu og fimm ára í dag. Lúðvík er aðstoðarskólastjóri Jarðhitaskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna. En Lúðvík er líka KR-ingur af lífi og sál. Hann hefur um árabil staðið fyrir flugeldasölu KR og tekur sér frí frá jarðhitaskólanum á meðan. Tímamótin hringdu í Lúðvík. Við byrjuðum á að spyrja um flugeldana. "Ég er búinn að vera í þessu í meira en tuttugu ár. Við flytjum inn flugelda, seljum flestum íþróttafélögum sem eru í þessu í heildsölu og svo seljum við líka sjálfir í KR-heimilinu. Þetta er ein aðalfjáröflunarleið knattspyrnudeildarinnar." Hvaðan koma þessar vítisvélar? "Þetta er mest frá Kína. En líka talsvert frá Þýskalandi. Þeir búa til bestu raketturnar og stjörnublysin." Þetta eru sérkennileg viðskipti. "Já, það má segja það. Þótt selja megi flugelda frá 28. desember til 6. janúar, þá er salan bundin við miklu færri daga. Við flugeldasalar verðum að vera í afar nánu sambandi við máttarvöldin, því aðalsalan er í raun á einum sólarhring, frá því klukkan fjögur 30. og til jafnlengdar á gamlársdag. Og ef það gerir stórhríð þennan sólarhring erum við í vondum málum. Og þótt við megum selja fram á þrettándann, þá er það smáræði nema á þrettándanum sjálfum." Og er þetta svo búið? "Nei, nei, maður er eitthvað að sýsla í þessu allt árið. Fara yfir pantanir, breyta hönnum umbúða og svo eru auðvitað pantanir næsta árs." En svo við víkjum að þínu aðalstarfi. Hefurðu verið lengi við Jarðhitaskólann? "Ég hef nú kennt þar frá upphafi. En ég hef verið aðstoðarskólastjóri í fimmtán ár." Eru einhverjar breytingar á döfinni þar? "Já, á næsta ári munum við fara með námskeið til Kenía. Við höfum notið mikils velvilja ríkisstjórnarinnar og fengið fjárveitingu til þess. Við vonumst til þess að geta farið með þetta námskeið líka til Asíu og Mið-Ameríku en flestir nemendur koma þaðan og frá löndum Austur-Evrópu. Við erum líka búnir að koma á meistaranámi hérna heima, í samvinnu við Háskóla Íslands, sem þeir sem hafa lokið hinu hefðbundna sex mánaða námskeiði geta farið í það og fá þá jarðhitaskólanámskeiðið viðurkennt sem hluta af meistaranáminu." En svo við víkjum að afmælinu. Heldurðu upp á það? "Ekki get ég sagt það. Ég hef ekki haldið upp á nema stórafmæli síðan ég byrjaði í flugeldunum. En það verður kannski eitthvað bakað. Ekki mikið." Innlent Menning Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Fleiri fréttir Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Sjá meira
Lúðvík S. Georgsson verkfræðingur er fimmtíu og fimm ára í dag. Lúðvík er aðstoðarskólastjóri Jarðhitaskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna. En Lúðvík er líka KR-ingur af lífi og sál. Hann hefur um árabil staðið fyrir flugeldasölu KR og tekur sér frí frá jarðhitaskólanum á meðan. Tímamótin hringdu í Lúðvík. Við byrjuðum á að spyrja um flugeldana. "Ég er búinn að vera í þessu í meira en tuttugu ár. Við flytjum inn flugelda, seljum flestum íþróttafélögum sem eru í þessu í heildsölu og svo seljum við líka sjálfir í KR-heimilinu. Þetta er ein aðalfjáröflunarleið knattspyrnudeildarinnar." Hvaðan koma þessar vítisvélar? "Þetta er mest frá Kína. En líka talsvert frá Þýskalandi. Þeir búa til bestu raketturnar og stjörnublysin." Þetta eru sérkennileg viðskipti. "Já, það má segja það. Þótt selja megi flugelda frá 28. desember til 6. janúar, þá er salan bundin við miklu færri daga. Við flugeldasalar verðum að vera í afar nánu sambandi við máttarvöldin, því aðalsalan er í raun á einum sólarhring, frá því klukkan fjögur 30. og til jafnlengdar á gamlársdag. Og ef það gerir stórhríð þennan sólarhring erum við í vondum málum. Og þótt við megum selja fram á þrettándann, þá er það smáræði nema á þrettándanum sjálfum." Og er þetta svo búið? "Nei, nei, maður er eitthvað að sýsla í þessu allt árið. Fara yfir pantanir, breyta hönnum umbúða og svo eru auðvitað pantanir næsta árs." En svo við víkjum að þínu aðalstarfi. Hefurðu verið lengi við Jarðhitaskólann? "Ég hef nú kennt þar frá upphafi. En ég hef verið aðstoðarskólastjóri í fimmtán ár." Eru einhverjar breytingar á döfinni þar? "Já, á næsta ári munum við fara með námskeið til Kenía. Við höfum notið mikils velvilja ríkisstjórnarinnar og fengið fjárveitingu til þess. Við vonumst til þess að geta farið með þetta námskeið líka til Asíu og Mið-Ameríku en flestir nemendur koma þaðan og frá löndum Austur-Evrópu. Við erum líka búnir að koma á meistaranámi hérna heima, í samvinnu við Háskóla Íslands, sem þeir sem hafa lokið hinu hefðbundna sex mánaða námskeiði geta farið í það og fá þá jarðhitaskólanámskeiðið viðurkennt sem hluta af meistaranáminu." En svo við víkjum að afmælinu. Heldurðu upp á það? "Ekki get ég sagt það. Ég hef ekki haldið upp á nema stórafmæli síðan ég byrjaði í flugeldunum. En það verður kannski eitthvað bakað. Ekki mikið."
Innlent Menning Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Fleiri fréttir Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Sjá meira