Lífið

Amaryllis

Amaryllis er glæsilegt stofublóm sem oft verður áberandi í kringum jólin. Amaryllis er laukur, oft kallaður riddarastjarna og er fáanlegur í rauðum lit, hvítum og tvílitur. Það er mjög auðvelt að umgangast Amaryllisinn, bæði er hægt að hafa laukinn hálfan í mold, muna að vökva vel, eða hreinsa moldina af lauknum og láta hann liggja í vatni, t.d. í fallegum glervasa. Amaryllis þarf góðan stofuhita til að blómstra vel og sé honum vel við haldið getur hann orðið rúmlega 50 cm hár, klukkurnar verða risastórar og blómið getur staðið lengi. Amaryllis er fjölær og getur blómstrað tvisvar á ári sé hlúð vel að honum. Stelpurnar í Blómahönnun í Listhúsinu Laugardal sýndu nokkrar hugmyndir að því hvernig má útfæra Amaryllis á skemmtilegan og jólalega hátt.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×