Lífið

Íslensk kona útskrifast frá FBI

Berglind Kristinsdóttir, lögreglufulltrúi í skatta- og efnahagsbrotadeild hjá ríkislögreglustjóra, er útskrifuð úr lögregluháskóla bandarísku alríkislögreglunnar, FBI. Berglind var í hópi 249 nemenda frá 24 löndum sem útskrifaðist 10. desember, ein af átján konum. Hún er fimmti Íslendingurinn síðustu fimmtán ár sem lýkur ellefu vikna námi við skólann. "Námið tók í. Ég valdi mér áfanga og lauk þeim annað hvort með prófi eða verkefnaskilum. Námið var því töluverð vinna og tímasókn mikil," segir Berglind: "Ég valdi til dæmis að fara í yfirheyrslutækni. Þar voru margir nýir punktar og margt sem maður getur tileinkað sér." Berglind segir starfsaldur þeirra sem stunduðu námið að meðaltali hafa verið um sautján ár. Námið hafi hún stundað á hervelli, sem standi um 65 kílómetra utan Washington-borgar. Hún hafi verið tilnefnd af Haraldi Jóhannessen ríkislögreglustjóra til þess. Síðast hafi lögreglumaður frá Íslandi farið utan árið 2001.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.