Pilsklæddar en spila ekki popp 17. desember 2004 00:01 Á forsíðu Fókus, sem fylgir DV í dag, eru tvær plötusnúðagellur, Ellen og Erna. Fókus barst til eyrna að þær væru að gera allt það gott sem plötusnúðar á Vegamótum og víðar. Stelpur sem eru plötusnúðar eru ekki á hverju strái þannig að forvitnin fékk að ráða og málið var kannað aðeins betur. Hafnfirðingarnir Ellen Loftsdóttir og Erna Bergmann eru bestu vinkonur. Ellen vinnur í Smash og Erna vinnur í Spúútnik auk þess sem hún kennir dans annað slagið. Þær eru búnar að vera vinkonur lengi. Og að eigin sögn eru þær alveg samfastar og hugsa oft það sama. "Oft þegar við erum að spila og ég spyr Ellen hvaða lag hún sé að fara að spila þá kannski held ég á sama lagi og hún ætlaði að setja á og er sjálf að fara að spila það," segir Erna og hlær. "...kýldum bara á þetta." "Við byrjuðum bara að spila í vor á þessu ári. Við erum duglegar að hlusta á tónlist og pæla í henni. Okkur hefur langað til að verða plötusnúðar frá því við vorum unglingar og kýldum bara á þetta og byrjuðum á því að spila á framhaldsskólaballi. Við klíndum okkur á strákana sem voru að fara að spila og hættum ekki fyrr en við fengum að vera með." Þær segjast hlæjandi vera mjög ákveðnar og ef þær ætli sér að gera eitthvað þá geri þær það. "...fólk horfði bara á okkur eins og við værum eitthvað djók." "Vinir okkar frá ballinu sögðu Dóru Takefusa sem var þá með Bar Pravda frá okkur og henni leist vel á. Þetta var mjög skrautlegt fyrst af því við kunnum ekkert að stilla hljóðið og vorum alveg að æra fólk. Á meðan við vorum kannski að dansa á fullu að fíla okkur í tætlur horfði fólk bara á okkur eins og við værum eitthvað djók." Vinir þeirra kenndu þeim svo smám saman á græjurnar. "Svo fórum við yfir á Vegamót. Fyrst vorum við með Dóra plötusnúði, sem var mikið að spila þar þá. Það gekk mjög vel þannig að við fórum að spila oftar." Stelpurnar spila líka á Prikinu. Þær hringdu í eigandann sem var tregur til þar sem hann hafði aldrei heyrt í þeim. "Við hringdum þá bara í plötusnúðinn sem var þá um helgina og klíndum okkur á hann og fengum að spila með honum." Aftur hlæja þær vinkonur dátt og hafa greinilega húmor fyrir sjálfum sér. Afganginn af viðtalinu við stelpurnar má finna í Fókus, sem fylgir DV í dag.Þar er einnig að finna ítarlega úttekt á hinni svölu Ocean´s Twelve og lesendum blaðsins er boðið á myndina. Þá fór Fókus á bifreiðaverkstæði og í tískubúð til að komast að því hverjar væru bestu bækur og plötur ársins. Tekið er viðtal við íslenskan færeying sem gefur út fjórar plötur með sjálfum sér fyrir jólin og tónlistarmanninn Stranger, sem þykir ein bjartasta vonin í tónlistarlífinu. Menning Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Fleiri fréttir Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Sjá meira
Á forsíðu Fókus, sem fylgir DV í dag, eru tvær plötusnúðagellur, Ellen og Erna. Fókus barst til eyrna að þær væru að gera allt það gott sem plötusnúðar á Vegamótum og víðar. Stelpur sem eru plötusnúðar eru ekki á hverju strái þannig að forvitnin fékk að ráða og málið var kannað aðeins betur. Hafnfirðingarnir Ellen Loftsdóttir og Erna Bergmann eru bestu vinkonur. Ellen vinnur í Smash og Erna vinnur í Spúútnik auk þess sem hún kennir dans annað slagið. Þær eru búnar að vera vinkonur lengi. Og að eigin sögn eru þær alveg samfastar og hugsa oft það sama. "Oft þegar við erum að spila og ég spyr Ellen hvaða lag hún sé að fara að spila þá kannski held ég á sama lagi og hún ætlaði að setja á og er sjálf að fara að spila það," segir Erna og hlær. "...kýldum bara á þetta." "Við byrjuðum bara að spila í vor á þessu ári. Við erum duglegar að hlusta á tónlist og pæla í henni. Okkur hefur langað til að verða plötusnúðar frá því við vorum unglingar og kýldum bara á þetta og byrjuðum á því að spila á framhaldsskólaballi. Við klíndum okkur á strákana sem voru að fara að spila og hættum ekki fyrr en við fengum að vera með." Þær segjast hlæjandi vera mjög ákveðnar og ef þær ætli sér að gera eitthvað þá geri þær það. "...fólk horfði bara á okkur eins og við værum eitthvað djók." "Vinir okkar frá ballinu sögðu Dóru Takefusa sem var þá með Bar Pravda frá okkur og henni leist vel á. Þetta var mjög skrautlegt fyrst af því við kunnum ekkert að stilla hljóðið og vorum alveg að æra fólk. Á meðan við vorum kannski að dansa á fullu að fíla okkur í tætlur horfði fólk bara á okkur eins og við værum eitthvað djók." Vinir þeirra kenndu þeim svo smám saman á græjurnar. "Svo fórum við yfir á Vegamót. Fyrst vorum við með Dóra plötusnúði, sem var mikið að spila þar þá. Það gekk mjög vel þannig að við fórum að spila oftar." Stelpurnar spila líka á Prikinu. Þær hringdu í eigandann sem var tregur til þar sem hann hafði aldrei heyrt í þeim. "Við hringdum þá bara í plötusnúðinn sem var þá um helgina og klíndum okkur á hann og fengum að spila með honum." Aftur hlæja þær vinkonur dátt og hafa greinilega húmor fyrir sjálfum sér. Afganginn af viðtalinu við stelpurnar má finna í Fókus, sem fylgir DV í dag.Þar er einnig að finna ítarlega úttekt á hinni svölu Ocean´s Twelve og lesendum blaðsins er boðið á myndina. Þá fór Fókus á bifreiðaverkstæði og í tískubúð til að komast að því hverjar væru bestu bækur og plötur ársins. Tekið er viðtal við íslenskan færeying sem gefur út fjórar plötur með sjálfum sér fyrir jólin og tónlistarmanninn Stranger, sem þykir ein bjartasta vonin í tónlistarlífinu.
Menning Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Fleiri fréttir Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Sjá meira