Lífið

Harry Potter væntanlegur 16. júlí

Aðdáendur Harry Potters þurfa að búa sig undir langa nótt þann 16. júlí næstkomandi því þá kemur næsta bók um töfradrenginn út, sú sjötta í röðinni. J.K. Rowling hefur nýlokið við handritið að bókinni, sem á að heita Harry Potter and the Half-Blood Prince, en sá titill vísar víst hvorki til Harry né Voldemorts, óvinar hans. Það er til marks um hversu gríðarlega mikilvægur Harry er í viðskiptaheiminum að fregnir af útgáfudeginum urðu til þess að gengi hlutabréfa á markaði í Lundúnum hækkaði í kjölfarið. Næsta kvikmynd um Harry er væntanleg um mánuði fyrir útkomu bókarinnar.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.