Konur verða að standa saman 21. desember 2004 00:01 Konunum þremur er hugleikin staða jafnréttismála og hófu samræður sínar á því að ræða stöðu jafnréttis á Íslandi nú um stundir. Eva María: "Það er eins og við höfum sætt okkur við að framfarir í jafnréttismálum eigi að taka mjög langan tíma. Fólki finnst það yfirleitt í lagi að framfarir séu mjög hægar. Mér finnst það ekki í lagi því það hefur verið sýnt fram á það að framfarir í jafnréttismálum geta verið mjög hraðar. Til að mynda tók það aðeins fimmtán ár að breytast úr því að enginn pabbi væri viðstaddur fæðingu barna sinna þangað til allir pabbar voru viðstaddir. Það er mjög stuttur tími og því ættum við alls ekki að sætta okkur við að þetta eigi að gerast svona hægt." Eva Bergþóra: "Já, ég er sammála. Við mættum vera óþolinmóðari og hafa meiri trú á því að hægt sé að breyta því sem við erum ekki ánægðar með. Þar á ég við fleiri mál en þau sem snúa að jafnrétti kynjanna beint." Sirrý: "Umræðan um jafnréttismál á Íslandi fer öll eftir því hvert er horft. Ég verð ekki vör við óréttlæti í mínu lífi. Ég er komin á þann stað í lífinu að ég þori að segja hvað ég vil fá í laun þegar ég þarf að semja um það." Eva Bergþóra: "En varstu það frá upphafi?" Sirrý: "Það hefur gríðarlega margt breyst á þeim nítján árum sem ég hef verið á vinnumarkaðinum. Þegar ég var tvítug að vinna í sumarafleysingum á Þjóðviljunum hafði sá sem greiddi út launin aldrei ráð á því að borga út á réttum tíma. Ég komst að því að það voru bara ungu stelpurnar á blaðinu sem voru látnar sitja á hakanum þegar launin voru greidd út og ég fór hreinlega að grenja þegar ég komst að því. Ég var ekki komin lengra þá en að reiðin braust út á þennan hátt. En síðan eru liðin nítján ár. Þjóðfélagið hefur breyst og núna veit ég hvað ég vil fá í kaup og þori alveg að biðja um það. Hins vegar veit ég að það eru margar konur sem hafa ekki sjálfstraust til þess að fara fram á nógu há laun." Eva Bergþóra: "Ég þekki konu sem fór í atvinnuviðtal vegna yfirmannsstöðu og þegar kom að því að ræða launin nefndi sá sem hún var að ræða við helmingi hærri tölu að fyrra bragði en hún hafði haft í huga. Þannig að hún hafði verðlagt sig allt of lágt." Sirrý: "Ég held einmitt að konur verðleggi sig of lágt og finnist of erfitt að biðja um sanngjörn laun. Hins vegar brennur ekki á mér eitthvert óréttlæti. Mér finnst auðvelt að ræða við karlmenn um laun, ég nýt mín á vinnumarkaði, ég bý í samfélagi þar sem ég hef fengið að mennta mig eins og ég vil. Ég er hluti af fjölskyldu þar sem fólk hjálpast að og er í hjónabandi þar sem við höfum verið saman með börnin frá fyrsta degi. Þetta brennur því ekki á mér, en ég veit að ef ég horfi á aðra hópa líða margar konur fyrir það að vera undirmetnar í launum." Eva María: "Þetta brennur á mér, þótt ég sé sjálf í þessum sama litla forréttindahópi. Þetta brennur á mér þegar ég heyri tölur eins og þær hve margir foreldrar eru með börnin sín í dagvist í níu tíma á hverjum degi. Þetta brennur líka á mér þegar ég heyri í sömu andrá að við höfum lengstu vinnuviku þeirra þjóða sem við berum okkur saman við. Við höfum jafnframt lægstu framleiðni á vinnustund miðað við þessi sömu lönd. Þetta segir mikið um andann í okkar samfélagi. Við dýrkum vinnuna, en höldum að viðvera sé sama og dugnaður og við látum það bitna á börnunum. Þess vegna brennur þetta á mér." Sirrý: "Þetta eru ekki jafnréttismál." Eva María: "Jú, þetta eru nefnilega jafnréttismál. Það er enginn að gera kröfu á vinnumarkaðinum til þess að hafa tíma til að sinna börnunum sínum. Það er enginn að biðja um styttri vinnuviku. Þessar kröfur heyrast ekki." Sirrý: "Þetta er dýrkun á efnahagslegum gæðum, dýrkun á status á vinnumarkaði. Þetta snýst ekki um það að konur og karlar njóti ekki sömu réttinda. Þetta er ekki spurning um jafnrétti kynjanna, þetta er bara kapítalisminn í hnotskurn. Við erum sjúk í peninga. Helsti vandinn í þjóðfélaginu okkar er að mikilvæg störf sem snúa að umönnun og menntun eru oft illa metin til launa. Það á að borga vel fyrir að mennta börn og annast fólk. Þetta eru oft kvennastörf og tilvera okkar allra væri betri ef vinna með manneskjur væri metin til almennilega til launa." Eva María: "Verðmæti starfsmanna eru gjarnan metin eftir kyni eins og allir vita. Konur eru líklegri til að vera frá vegna barna og þess vegna eru starfskraftar þeirra almennt ekki metnir til jafns á við karlmanna. Hvað er búið að lýsa því oft yfir að uppræta þurfi launamun kynjanna? Það hefur þó aldrei forgang þegar á reynir. Besta dæmið um það er nýafstaðið kennaraverkfall þar sem ráðamönnum gafst tækifæri að leiðrétta þennan mun í eitt skipti fyrir öll. Þeir nýttu sér það ekki og ég man ekki eftir að einn einasti ráðherra hafi stigið fram og bent á þetta tækifæri." Sirrý: "Það þarf að borga betur fyrir þessi störf." Kúguðu konurnar og vondu karlarnir Eva María: "Mér finnst hin langa vinnuvika vera jafnréttismál. Konur eru að reyna að standa körlunum jafnfætis og vera jafn "duglegar" og þeir og hafa því þurft að setja hlutverk sitt inni á heimilinu til hliðar. Það er hins vegar enginn sem tekur við því hlutverki af þeim. Ef hér væri jafnrétti myndu karlar taka við því að hluta og þá væri alltaf einhver til að hugsa um börnin. Krafan er einfaldlega sú að ef þú ætlar að vera jafn góður starfsmaður og einhver karl verðurðu einfaldlega að setja fjölskylduna út í horn til að sanna það að þú sért ekki slakari og ekki meira að taka frí en þeir, helst minna. Ég myndi gjarnan vilja að karlmenn færu að togast á um þessa köku sem við erum með, að þeir yrðu metnir að verðleikum jafnvel þótt þeir tækju fæðingarorlof, væru heima hjá veikum börnum og svo framvegis." Sirrý: "Er það ekki að gerast?" Eva Bergþóra: "Mér finnst það vera að gerast. Mér finnst karlmenn á mínum vinnustað ekki síður vera heima hjá börnunum sínum, jafnvel meira. Hins vegar vinnum við of mikið, það er alveg rétt. Auðvitað ættu allir að geta haft tækifæri á því að vera meira með börnunum sínum." Eva María: "En sjáið þið þetta ekki sem jafnréttismál?" Sirrý: "Allar konur og karlar sem ég þekki hugsa jafn vel um börnin sín og mér finnst því erfitt að ræða um þessi mál eins og að allt sé að fara til fjandans. Það er ósanngjarnt gagnvart karlmönnunum af okkar kynslóð að tala eins og þeir séu ekki jafn áhugasamir um börnin sín. Mér finnst við komin lengra í jafnréttisumræðunni en svo að hún þurfi að snúast um kúguðu konurnar og vondu karlana. Þetta er hreinlega spurning um hvernig við forgangsröðum í þessu lífi." Eva María: "Ég held samt að þetta sjónarmið sé dálítið þetta kvenlega - að sjá frekar jákvæðu hliðarnar heldur en neikvæðu. Ef við ætlum að ná einhverjum árangri verðum við að þora að draga fram það sem betur má fara. Þótt við þrjár séum á einhverjum vernduðum vinnustöðum og í vinahópum þar sem allt er svo réttlátt sýna tölurnar bara annað. Það eru mýmörg dæmi enn til um það að menn séu litnir hornauga fyrir að vera heima og sinna veikum börnum. Enn þann dag í dag gera málsmetandi menn í þessu þjóðfélagi lítið úr fæðingarorlofi karla. Þeir segja að það sé fáránlegt að fullfrískir menn á besta vinnualdri séu heima hjá börnum sínum þegar jafnvel mamman sé líka heima." Eva Bergþóra: "Ástandið er jafnvel enn verra í sumum löndum í kringum okkur. Vinkona mín í Bretlandi, sem átti eigið fyrirtæki, seldi það þegar hún ákvað að eignast börn og hætti að vinna og er heima með börnunum sínum. Það var það eina sem kom til greina. Nú er hún algjörlega háð eiginmanninum og upp á hann komin og hefur því misst ákveðið sjálfstæði." Góði skaffarinn Eva María: "Íslenskar konur myndu aldrei sætta sig við að þurfa að velja á milli starfsframa og þess að eignast börn. Það er þó mjög stutt síðan algengt var að konur sem gengu í hjónaband hættu að vinna úti. Hins vegar getum við Íslendingar ekki leyft okkur þetta því við þurfum á öllu vinnandi fólki að halda. Við getum heldur ekki gert börnunum okkar að vera þær fyrirmyndir sem eru alltaf heima og til þjónustu reiðubúnar." Sirrý: "Ég hef reyndar tekið viðtöl við karlmenn sem kvarta undan því að konurnar þeirra ætlist til þess að þeir séu aðalskaffarar heimilisins. Að laun eiginmannanna séu til að sjá heimilinu farborða en konurnar noti launin sín fyrir sjálfar sig. Sem strákamömmu finnst mér þetta áhyggjuefni. Ég vil ekki að það sé hreinlega gert ráð fyrir því að þeir verði fyrirvinnur." Eva Bergþóra: "Og að þeir þurfi ef til vill að velja sér nám með það eitt fyrir augum að þurfa að skaffa vel, en ekki vegna þess sem þá langar til að læra." Eva María: "Það mætti hver og einn reyna hjá sjálfum sér að reyna að uppræta þessar hugmyndir um góða skaffarann. Karlmenn eru í raun að upplifa ákveðin gæði með því að geta umgengist börnin sín en þeir vita það ekki ef þeir fá ekki að reyna það á eigin skinni. Þess vegna þurfum við á fæðingarorlofslöggjöfinni að halda. Mikilverðast er að foreldrar taki alltaf jafna ábyrgð á börnum sínum. Ef það væri gert væri þetta ekki svona mikið mál. Annars verð ég að fá að deila með ykkur einni reynslusögu um það hvernig ég iðkaði sjálf kynjamisrétti. Ég auglýsti eftir heimilishjálp og fékk gríðarleg viðbrögð, þar á meðal frá fjölmörgum karlmönnum. Hins vegar fannst mér fjarstæða að fá karlmann til þess að þrífa hjá mér. Mér fannst líklegra að kona myndi þrífa eins og ég vildi. Ég uppgötvaði þá hvað það er auðvelt, þegar maður er að ráða í einhverja stöðu, að ráða þann sem er líkastur manni sjálfum. Ef þú ert karlkyns bankastjóri að ráða einhvern í vinnu, ræður þú þá ekki einfaldlega einhvern sem er nokkuð líkur þér?" Eva Bergþóra: "Karlar eiga miklu auðveldari framgang en konur. Þeir geta verið ómenntaðir en samt flogið upp metorðastigann. Konur fara hins vegar út og ná sér í öll prófin, gera allt sem á að gera, en komast síðan kannski ekkert áfram." Eva María: "Já, þær fara síðan í atvinnuviðtalið og eru spurðar hvað þær séu með mörg börn. Karlmenn eru aldrei spurðir að því." Eva Bergþóra: "Ég veit um mann sem rak lögmannsstofu og stærði sig af því að hann réði helst bara ófríðar konur sem væru komnar úr barnseign og væru ekki með manni. Þær væru besti vinnukrafturinn, því þær hefðu ekkert annað en vinnuna." Sérframtrönulegar konur Sirrý: "Kona hefur spurt mig að því hvernig ég ætli að haga barnapössun ef ég muni taka að mér tiltekið krefjandi verkefni. Það var ótrúlegt að upplifa það. Eins þykir það sjálfgefið að karlmaður sé yfirmaður þegar konur og karlar vinna saman, jafnvel þótt konan sé reyndari og gegni í raun yfirmannsstöðunni. Þetta eru viðhorfin í samfélaginu." Eva María: "Stundum finnst mér eins og það sé ætlast til þess að ég stingi upp á einhverjum "kvennamálum". Ég veit að konur þurfa oft að berjast á fréttastofum fyrir því að fá einhverja feita bita. Ég veit um konur sem hafa hreinlega spurt að því hvort þær þurfi að vera með tippi til að fá að fjalla um ákveðin mál. Og jafnframt hvort það sé nauðsynlegt að fréttamaður sé með brjóst ef hann eigi að fjalla um mýkri mál." Eva Bergþóra: "Þó svo að maður reyni að leita að kvenkyns viðmælanda vegna frétta eru konur oft ekki tilbúnar til þess að tjá sig og benda oft á einhvern karlmann sem þær telja að væri betur til þess fallinn að tjá sig um málið. Konan telur oft að hún sé eitthvað að trana sér fram og hún eigi ekki að vera að því." Eva María: "Ég hef einmitt verið að lesa bókina hennar Jóhönnu Kristjónsdóttur, Arabíukonur. Þar kemur fram að ljótasti ágalli kvenna sé að vera sérframtrönulegur. Það eimir svakalega eftir því hjá okkur. Sérframtrönuleg kona er bara skass." Sirrý: "Ég hef aldrei upplifað það að það sé erfitt að fá konur í viðtal." Eva Bergþóra: "Það er ótrúlega erfitt að fá konur til þess að koma í fréttaviðtal, jafnvel í málum sem snúa beinlínis að þeim. Ég hef meira að segja lent í því með Bríetarnar að þær vildu ekki tjá sig um ákveðið mál sem varðaði jafnrétti." Sirrý: "Það þykir hins vegar alltaf merkilegra ef karlmenn eru að tjá sig um jafnréttismál en konur." Eva Bergþóra: "Konur mættu standa betur saman og reynast hverri annarri betur." Eva María: "Gagnrýni kvenna í garð annarra kvenna tengist eflaust einhverri frumhvöt þar sem konur þurftu að keppa um besta karlinn. Það er hins vegar engin góð ástæða fyrir henni nú." Eva Bergþóra: "Það eru yfirleitt konur sem hringja upp á Stöð 2 og kvarta undan framkomu kvenna í sjónvarpinu ef þær þykja til að mynda hafa spurt of harðra spurninga. Þá er kvartað undan einhverju sem karlmenn hefðu aldrei hlotið gagnrýni fyrir." Eva María: "Við erum hálfgerðir Arabar ennþá. Konur mega ekki vera ákveðnar og aggressífar. Þær eiga bara að vera huggulegar og indælar og mjúkar og þægilegar." Eva Bergþóra: "Já, og brosa og spyrja fallega." Sirrý: "Ég held við mættum gera meira af því að nafngreina konur. Gerður Kristný benti eitt sinn á það opinberlega að karlar eru mun oftar nafngreindir í fjölmiðlum en konur. Ef vitnað er í grein eftir karlmann í öðrum fjölmiðli er höfundur greinarinnar yfirleitt nefndur á nafn. Ef höfundurinn er kona þykir nóg að nefna fjölmiðlinn sem greinin birtist í. Við verðum að gera það sama og karlarnir gera, að nafngreina hverja aðra. Þannig styrkjum við sjálfar okkur og aðrar konur." Eva María: "Já, Sigríður Arnardóttir, takk fyrir það. Ég styð ykkur, stelpur. Það verða mín lokaorð." Sirrý: "Okkur hverjar? Þú verður að nafngreina okkur." Eva María: "Já, auðvitað. Ég styð ykkur stelpur, Sigríði Arnardóttur og Evu Bergþóru Guðbergsdóttur." Nafn: Eva Bergþóra Guðbergsdóttir Staða: Varafréttastjóri fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar.MYND/Stefán KarlssonNafn: Sigríður Arnardóttir Staða: Stjórnar eigin spjallþætti, Fólki með Sirrý á Skjá einum.MYND/Stefán KarlssonNafn: Eva María Jónsdóttir Staða: Þáttagerðarmaður á Stöð 2.MYND/Stefán Karlsson Innlent Menning Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Fleiri fréttir Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Sjá meira
Konunum þremur er hugleikin staða jafnréttismála og hófu samræður sínar á því að ræða stöðu jafnréttis á Íslandi nú um stundir. Eva María: "Það er eins og við höfum sætt okkur við að framfarir í jafnréttismálum eigi að taka mjög langan tíma. Fólki finnst það yfirleitt í lagi að framfarir séu mjög hægar. Mér finnst það ekki í lagi því það hefur verið sýnt fram á það að framfarir í jafnréttismálum geta verið mjög hraðar. Til að mynda tók það aðeins fimmtán ár að breytast úr því að enginn pabbi væri viðstaddur fæðingu barna sinna þangað til allir pabbar voru viðstaddir. Það er mjög stuttur tími og því ættum við alls ekki að sætta okkur við að þetta eigi að gerast svona hægt." Eva Bergþóra: "Já, ég er sammála. Við mættum vera óþolinmóðari og hafa meiri trú á því að hægt sé að breyta því sem við erum ekki ánægðar með. Þar á ég við fleiri mál en þau sem snúa að jafnrétti kynjanna beint." Sirrý: "Umræðan um jafnréttismál á Íslandi fer öll eftir því hvert er horft. Ég verð ekki vör við óréttlæti í mínu lífi. Ég er komin á þann stað í lífinu að ég þori að segja hvað ég vil fá í laun þegar ég þarf að semja um það." Eva Bergþóra: "En varstu það frá upphafi?" Sirrý: "Það hefur gríðarlega margt breyst á þeim nítján árum sem ég hef verið á vinnumarkaðinum. Þegar ég var tvítug að vinna í sumarafleysingum á Þjóðviljunum hafði sá sem greiddi út launin aldrei ráð á því að borga út á réttum tíma. Ég komst að því að það voru bara ungu stelpurnar á blaðinu sem voru látnar sitja á hakanum þegar launin voru greidd út og ég fór hreinlega að grenja þegar ég komst að því. Ég var ekki komin lengra þá en að reiðin braust út á þennan hátt. En síðan eru liðin nítján ár. Þjóðfélagið hefur breyst og núna veit ég hvað ég vil fá í kaup og þori alveg að biðja um það. Hins vegar veit ég að það eru margar konur sem hafa ekki sjálfstraust til þess að fara fram á nógu há laun." Eva Bergþóra: "Ég þekki konu sem fór í atvinnuviðtal vegna yfirmannsstöðu og þegar kom að því að ræða launin nefndi sá sem hún var að ræða við helmingi hærri tölu að fyrra bragði en hún hafði haft í huga. Þannig að hún hafði verðlagt sig allt of lágt." Sirrý: "Ég held einmitt að konur verðleggi sig of lágt og finnist of erfitt að biðja um sanngjörn laun. Hins vegar brennur ekki á mér eitthvert óréttlæti. Mér finnst auðvelt að ræða við karlmenn um laun, ég nýt mín á vinnumarkaði, ég bý í samfélagi þar sem ég hef fengið að mennta mig eins og ég vil. Ég er hluti af fjölskyldu þar sem fólk hjálpast að og er í hjónabandi þar sem við höfum verið saman með börnin frá fyrsta degi. Þetta brennur því ekki á mér, en ég veit að ef ég horfi á aðra hópa líða margar konur fyrir það að vera undirmetnar í launum." Eva María: "Þetta brennur á mér, þótt ég sé sjálf í þessum sama litla forréttindahópi. Þetta brennur á mér þegar ég heyri tölur eins og þær hve margir foreldrar eru með börnin sín í dagvist í níu tíma á hverjum degi. Þetta brennur líka á mér þegar ég heyri í sömu andrá að við höfum lengstu vinnuviku þeirra þjóða sem við berum okkur saman við. Við höfum jafnframt lægstu framleiðni á vinnustund miðað við þessi sömu lönd. Þetta segir mikið um andann í okkar samfélagi. Við dýrkum vinnuna, en höldum að viðvera sé sama og dugnaður og við látum það bitna á börnunum. Þess vegna brennur þetta á mér." Sirrý: "Þetta eru ekki jafnréttismál." Eva María: "Jú, þetta eru nefnilega jafnréttismál. Það er enginn að gera kröfu á vinnumarkaðinum til þess að hafa tíma til að sinna börnunum sínum. Það er enginn að biðja um styttri vinnuviku. Þessar kröfur heyrast ekki." Sirrý: "Þetta er dýrkun á efnahagslegum gæðum, dýrkun á status á vinnumarkaði. Þetta snýst ekki um það að konur og karlar njóti ekki sömu réttinda. Þetta er ekki spurning um jafnrétti kynjanna, þetta er bara kapítalisminn í hnotskurn. Við erum sjúk í peninga. Helsti vandinn í þjóðfélaginu okkar er að mikilvæg störf sem snúa að umönnun og menntun eru oft illa metin til launa. Það á að borga vel fyrir að mennta börn og annast fólk. Þetta eru oft kvennastörf og tilvera okkar allra væri betri ef vinna með manneskjur væri metin til almennilega til launa." Eva María: "Verðmæti starfsmanna eru gjarnan metin eftir kyni eins og allir vita. Konur eru líklegri til að vera frá vegna barna og þess vegna eru starfskraftar þeirra almennt ekki metnir til jafns á við karlmanna. Hvað er búið að lýsa því oft yfir að uppræta þurfi launamun kynjanna? Það hefur þó aldrei forgang þegar á reynir. Besta dæmið um það er nýafstaðið kennaraverkfall þar sem ráðamönnum gafst tækifæri að leiðrétta þennan mun í eitt skipti fyrir öll. Þeir nýttu sér það ekki og ég man ekki eftir að einn einasti ráðherra hafi stigið fram og bent á þetta tækifæri." Sirrý: "Það þarf að borga betur fyrir þessi störf." Kúguðu konurnar og vondu karlarnir Eva María: "Mér finnst hin langa vinnuvika vera jafnréttismál. Konur eru að reyna að standa körlunum jafnfætis og vera jafn "duglegar" og þeir og hafa því þurft að setja hlutverk sitt inni á heimilinu til hliðar. Það er hins vegar enginn sem tekur við því hlutverki af þeim. Ef hér væri jafnrétti myndu karlar taka við því að hluta og þá væri alltaf einhver til að hugsa um börnin. Krafan er einfaldlega sú að ef þú ætlar að vera jafn góður starfsmaður og einhver karl verðurðu einfaldlega að setja fjölskylduna út í horn til að sanna það að þú sért ekki slakari og ekki meira að taka frí en þeir, helst minna. Ég myndi gjarnan vilja að karlmenn færu að togast á um þessa köku sem við erum með, að þeir yrðu metnir að verðleikum jafnvel þótt þeir tækju fæðingarorlof, væru heima hjá veikum börnum og svo framvegis." Sirrý: "Er það ekki að gerast?" Eva Bergþóra: "Mér finnst það vera að gerast. Mér finnst karlmenn á mínum vinnustað ekki síður vera heima hjá börnunum sínum, jafnvel meira. Hins vegar vinnum við of mikið, það er alveg rétt. Auðvitað ættu allir að geta haft tækifæri á því að vera meira með börnunum sínum." Eva María: "En sjáið þið þetta ekki sem jafnréttismál?" Sirrý: "Allar konur og karlar sem ég þekki hugsa jafn vel um börnin sín og mér finnst því erfitt að ræða um þessi mál eins og að allt sé að fara til fjandans. Það er ósanngjarnt gagnvart karlmönnunum af okkar kynslóð að tala eins og þeir séu ekki jafn áhugasamir um börnin sín. Mér finnst við komin lengra í jafnréttisumræðunni en svo að hún þurfi að snúast um kúguðu konurnar og vondu karlana. Þetta er hreinlega spurning um hvernig við forgangsröðum í þessu lífi." Eva María: "Ég held samt að þetta sjónarmið sé dálítið þetta kvenlega - að sjá frekar jákvæðu hliðarnar heldur en neikvæðu. Ef við ætlum að ná einhverjum árangri verðum við að þora að draga fram það sem betur má fara. Þótt við þrjár séum á einhverjum vernduðum vinnustöðum og í vinahópum þar sem allt er svo réttlátt sýna tölurnar bara annað. Það eru mýmörg dæmi enn til um það að menn séu litnir hornauga fyrir að vera heima og sinna veikum börnum. Enn þann dag í dag gera málsmetandi menn í þessu þjóðfélagi lítið úr fæðingarorlofi karla. Þeir segja að það sé fáránlegt að fullfrískir menn á besta vinnualdri séu heima hjá börnum sínum þegar jafnvel mamman sé líka heima." Eva Bergþóra: "Ástandið er jafnvel enn verra í sumum löndum í kringum okkur. Vinkona mín í Bretlandi, sem átti eigið fyrirtæki, seldi það þegar hún ákvað að eignast börn og hætti að vinna og er heima með börnunum sínum. Það var það eina sem kom til greina. Nú er hún algjörlega háð eiginmanninum og upp á hann komin og hefur því misst ákveðið sjálfstæði." Góði skaffarinn Eva María: "Íslenskar konur myndu aldrei sætta sig við að þurfa að velja á milli starfsframa og þess að eignast börn. Það er þó mjög stutt síðan algengt var að konur sem gengu í hjónaband hættu að vinna úti. Hins vegar getum við Íslendingar ekki leyft okkur þetta því við þurfum á öllu vinnandi fólki að halda. Við getum heldur ekki gert börnunum okkar að vera þær fyrirmyndir sem eru alltaf heima og til þjónustu reiðubúnar." Sirrý: "Ég hef reyndar tekið viðtöl við karlmenn sem kvarta undan því að konurnar þeirra ætlist til þess að þeir séu aðalskaffarar heimilisins. Að laun eiginmannanna séu til að sjá heimilinu farborða en konurnar noti launin sín fyrir sjálfar sig. Sem strákamömmu finnst mér þetta áhyggjuefni. Ég vil ekki að það sé hreinlega gert ráð fyrir því að þeir verði fyrirvinnur." Eva Bergþóra: "Og að þeir þurfi ef til vill að velja sér nám með það eitt fyrir augum að þurfa að skaffa vel, en ekki vegna þess sem þá langar til að læra." Eva María: "Það mætti hver og einn reyna hjá sjálfum sér að reyna að uppræta þessar hugmyndir um góða skaffarann. Karlmenn eru í raun að upplifa ákveðin gæði með því að geta umgengist börnin sín en þeir vita það ekki ef þeir fá ekki að reyna það á eigin skinni. Þess vegna þurfum við á fæðingarorlofslöggjöfinni að halda. Mikilverðast er að foreldrar taki alltaf jafna ábyrgð á börnum sínum. Ef það væri gert væri þetta ekki svona mikið mál. Annars verð ég að fá að deila með ykkur einni reynslusögu um það hvernig ég iðkaði sjálf kynjamisrétti. Ég auglýsti eftir heimilishjálp og fékk gríðarleg viðbrögð, þar á meðal frá fjölmörgum karlmönnum. Hins vegar fannst mér fjarstæða að fá karlmann til þess að þrífa hjá mér. Mér fannst líklegra að kona myndi þrífa eins og ég vildi. Ég uppgötvaði þá hvað það er auðvelt, þegar maður er að ráða í einhverja stöðu, að ráða þann sem er líkastur manni sjálfum. Ef þú ert karlkyns bankastjóri að ráða einhvern í vinnu, ræður þú þá ekki einfaldlega einhvern sem er nokkuð líkur þér?" Eva Bergþóra: "Karlar eiga miklu auðveldari framgang en konur. Þeir geta verið ómenntaðir en samt flogið upp metorðastigann. Konur fara hins vegar út og ná sér í öll prófin, gera allt sem á að gera, en komast síðan kannski ekkert áfram." Eva María: "Já, þær fara síðan í atvinnuviðtalið og eru spurðar hvað þær séu með mörg börn. Karlmenn eru aldrei spurðir að því." Eva Bergþóra: "Ég veit um mann sem rak lögmannsstofu og stærði sig af því að hann réði helst bara ófríðar konur sem væru komnar úr barnseign og væru ekki með manni. Þær væru besti vinnukrafturinn, því þær hefðu ekkert annað en vinnuna." Sérframtrönulegar konur Sirrý: "Kona hefur spurt mig að því hvernig ég ætli að haga barnapössun ef ég muni taka að mér tiltekið krefjandi verkefni. Það var ótrúlegt að upplifa það. Eins þykir það sjálfgefið að karlmaður sé yfirmaður þegar konur og karlar vinna saman, jafnvel þótt konan sé reyndari og gegni í raun yfirmannsstöðunni. Þetta eru viðhorfin í samfélaginu." Eva María: "Stundum finnst mér eins og það sé ætlast til þess að ég stingi upp á einhverjum "kvennamálum". Ég veit að konur þurfa oft að berjast á fréttastofum fyrir því að fá einhverja feita bita. Ég veit um konur sem hafa hreinlega spurt að því hvort þær þurfi að vera með tippi til að fá að fjalla um ákveðin mál. Og jafnframt hvort það sé nauðsynlegt að fréttamaður sé með brjóst ef hann eigi að fjalla um mýkri mál." Eva Bergþóra: "Þó svo að maður reyni að leita að kvenkyns viðmælanda vegna frétta eru konur oft ekki tilbúnar til þess að tjá sig og benda oft á einhvern karlmann sem þær telja að væri betur til þess fallinn að tjá sig um málið. Konan telur oft að hún sé eitthvað að trana sér fram og hún eigi ekki að vera að því." Eva María: "Ég hef einmitt verið að lesa bókina hennar Jóhönnu Kristjónsdóttur, Arabíukonur. Þar kemur fram að ljótasti ágalli kvenna sé að vera sérframtrönulegur. Það eimir svakalega eftir því hjá okkur. Sérframtrönuleg kona er bara skass." Sirrý: "Ég hef aldrei upplifað það að það sé erfitt að fá konur í viðtal." Eva Bergþóra: "Það er ótrúlega erfitt að fá konur til þess að koma í fréttaviðtal, jafnvel í málum sem snúa beinlínis að þeim. Ég hef meira að segja lent í því með Bríetarnar að þær vildu ekki tjá sig um ákveðið mál sem varðaði jafnrétti." Sirrý: "Það þykir hins vegar alltaf merkilegra ef karlmenn eru að tjá sig um jafnréttismál en konur." Eva Bergþóra: "Konur mættu standa betur saman og reynast hverri annarri betur." Eva María: "Gagnrýni kvenna í garð annarra kvenna tengist eflaust einhverri frumhvöt þar sem konur þurftu að keppa um besta karlinn. Það er hins vegar engin góð ástæða fyrir henni nú." Eva Bergþóra: "Það eru yfirleitt konur sem hringja upp á Stöð 2 og kvarta undan framkomu kvenna í sjónvarpinu ef þær þykja til að mynda hafa spurt of harðra spurninga. Þá er kvartað undan einhverju sem karlmenn hefðu aldrei hlotið gagnrýni fyrir." Eva María: "Við erum hálfgerðir Arabar ennþá. Konur mega ekki vera ákveðnar og aggressífar. Þær eiga bara að vera huggulegar og indælar og mjúkar og þægilegar." Eva Bergþóra: "Já, og brosa og spyrja fallega." Sirrý: "Ég held við mættum gera meira af því að nafngreina konur. Gerður Kristný benti eitt sinn á það opinberlega að karlar eru mun oftar nafngreindir í fjölmiðlum en konur. Ef vitnað er í grein eftir karlmann í öðrum fjölmiðli er höfundur greinarinnar yfirleitt nefndur á nafn. Ef höfundurinn er kona þykir nóg að nefna fjölmiðlinn sem greinin birtist í. Við verðum að gera það sama og karlarnir gera, að nafngreina hverja aðra. Þannig styrkjum við sjálfar okkur og aðrar konur." Eva María: "Já, Sigríður Arnardóttir, takk fyrir það. Ég styð ykkur, stelpur. Það verða mín lokaorð." Sirrý: "Okkur hverjar? Þú verður að nafngreina okkur." Eva María: "Já, auðvitað. Ég styð ykkur stelpur, Sigríði Arnardóttur og Evu Bergþóru Guðbergsdóttur." Nafn: Eva Bergþóra Guðbergsdóttir Staða: Varafréttastjóri fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar.MYND/Stefán KarlssonNafn: Sigríður Arnardóttir Staða: Stjórnar eigin spjallþætti, Fólki með Sirrý á Skjá einum.MYND/Stefán KarlssonNafn: Eva María Jónsdóttir Staða: Þáttagerðarmaður á Stöð 2.MYND/Stefán Karlsson
Innlent Menning Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Fleiri fréttir Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Sjá meira