Lífið

Íslandsvinur ákærður

Rapparinn Young Buck, sem kom hingað til lands ásamt Fifty Cent og félögum í sumar hefur verið ákærður fyrir að stinga mann með hnífi á tónlistarverðlaunum tímaritsins VIBE í nóvember. Buck brást ókvæða við þegar félagi hans, Dr. Dre var kýldur niður af óþekktum ástæðum og hefndi fyrir doktorinn með því að stinga árásarmanninn með þeim afleiðingum að annað lunga hans féll saman. Íslandsvinurinn getur átt yfir höfði sér allt að átta ára vist í fangelsi fyrir verknaðinn, en losnaði úr gæsluvarðhaldi gegn greiðslu hálfrar milljón Bandaríkjadala í tryggingu. Réttað verður í málinu 14. janúar.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.