Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 2. maí 2025 20:45 Íslenski Eurovision-hópurinn hélt áleiðis til Keflavíkurflugvallar með strætó merktum VÆB. Skjáskot/Felix Bergsson Íslenski Eurovision-hópurinn lagði af stað til Basel í Sviss snemma í morgun, þar sem VÆB munu keppa fyrir Íslands hönd í Eurovision 2025 með laginu „Róa“. Hópurinn safnaðist saman í Efstaleiti klukkan þrjú í nótt og hélt áleiðis til Keflavíkurflugvallar með strætó merktum VÆB. Þrátt fyrir svefnleysi var stemningin góð og Hálfdán og Matti, bræðurnir í VÆB, voru í miklum gír fyrir ferðalagið. Ferðin til Basel fór fram með millilendingu í Amsterdam. Með í för eru meðal annars Gunna Dís Emilsdóttir kynnir, Sylvía Lovetank búningahönnuður, Rúnar Freyr verkefnastjóri, Felix Bergsson fararstjóri, Selma Björnsdóttir listrænn stjórnandi og danshöfundurinn Baldvin Alan Thorarensen, auk fleiri lykilfólks í íslenska Eurovision-teyminu. View this post on Instagram A post shared by Felix Bergsson (@felixbergsson) VÆB, sem samanstendur af bræðrunum Hálfdáni Helga og Matthíasi Davíð Matthíassonum, urðu landsþekktir eftir að hafa sigrað Söngvakeppni RÚV í febrúar með laginu „Róa“. Lagið hefur náð miklum vinsældum og fór beint á topp íslenska vinsældalistans Tónlistinn. Þeir hafa einnig verið virkir á samfélagsmiðlum, sérstaklega á Instagram og TikTok, þar sem þeir deila reglulega myndböndum og myndum frá undirbúningi sínum fyrir keppnina. View this post on Instagram A post shared by VÆB (@bara_vaeb) Fyrstir á svið í Basel Þrátt fyrir að veðbankar spái VÆB ekki áfram úr undankeppninni, eru þeir staðráðnir í að komast í úrslitakvöldið sem fer fram 17. maí. Þeir hafa gert breytingar á sviðsetningu sinni fyrir Basel, þar á meðal nýja búninga og uppfærða sviðsframkomu, í von um að heilla bæði áhorfendur og dómnefndir. Eurovision 2025 fer fram í Basel, Sviss, með undanúrslitum 13. og 15. maí og úrslitakvöldi 17. maí. Keppnin fer fram í St. Jakobshalle, sem tekur á móti þúsundum Eurovision-aðdáenda víðsvegar að úr heiminum. Ísland keppir í fyrri undanúrslitunum og mun VÆB opna keppnina með sínu kraftmikla lagi. Eurovision Tónlist Íslendingar erlendis Ríkisútvarpið Eurovision 2025 Tengdar fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ „Við höfum verið að prakkarast saman frá því við vorum litlir,“ segja bræðurnir óaðskiljanlegu Hálfdán Helgi og Matthías Davíð Matthíassynir sem saman mynda hljómsveitina Væb. Strákarnir eru nú að undirbúa sig fyrir stærstu tónlistarstund í lífi þeirra hingað til, Eurovision í Sviss, og eru ekkert að láta stressið þvælast fyrir sér. Blaðamaður ræddi við þá um líf þeirra og listina. 19. apríl 2025 07:01 Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Þrátt fyrir að Væb-bræður séu af veðbönkum taldir næstólíklegastir til að vinna Eurovision, þá er alls ekki öll von úti. Sömu veðbankar telja 34 prósent líkur á að þeir komist upp úr riðlinum. 15. apríl 2025 09:58 Mest lesið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Sjá meira
Ferðin til Basel fór fram með millilendingu í Amsterdam. Með í för eru meðal annars Gunna Dís Emilsdóttir kynnir, Sylvía Lovetank búningahönnuður, Rúnar Freyr verkefnastjóri, Felix Bergsson fararstjóri, Selma Björnsdóttir listrænn stjórnandi og danshöfundurinn Baldvin Alan Thorarensen, auk fleiri lykilfólks í íslenska Eurovision-teyminu. View this post on Instagram A post shared by Felix Bergsson (@felixbergsson) VÆB, sem samanstendur af bræðrunum Hálfdáni Helga og Matthíasi Davíð Matthíassonum, urðu landsþekktir eftir að hafa sigrað Söngvakeppni RÚV í febrúar með laginu „Róa“. Lagið hefur náð miklum vinsældum og fór beint á topp íslenska vinsældalistans Tónlistinn. Þeir hafa einnig verið virkir á samfélagsmiðlum, sérstaklega á Instagram og TikTok, þar sem þeir deila reglulega myndböndum og myndum frá undirbúningi sínum fyrir keppnina. View this post on Instagram A post shared by VÆB (@bara_vaeb) Fyrstir á svið í Basel Þrátt fyrir að veðbankar spái VÆB ekki áfram úr undankeppninni, eru þeir staðráðnir í að komast í úrslitakvöldið sem fer fram 17. maí. Þeir hafa gert breytingar á sviðsetningu sinni fyrir Basel, þar á meðal nýja búninga og uppfærða sviðsframkomu, í von um að heilla bæði áhorfendur og dómnefndir. Eurovision 2025 fer fram í Basel, Sviss, með undanúrslitum 13. og 15. maí og úrslitakvöldi 17. maí. Keppnin fer fram í St. Jakobshalle, sem tekur á móti þúsundum Eurovision-aðdáenda víðsvegar að úr heiminum. Ísland keppir í fyrri undanúrslitunum og mun VÆB opna keppnina með sínu kraftmikla lagi.
Eurovision Tónlist Íslendingar erlendis Ríkisútvarpið Eurovision 2025 Tengdar fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ „Við höfum verið að prakkarast saman frá því við vorum litlir,“ segja bræðurnir óaðskiljanlegu Hálfdán Helgi og Matthías Davíð Matthíassynir sem saman mynda hljómsveitina Væb. Strákarnir eru nú að undirbúa sig fyrir stærstu tónlistarstund í lífi þeirra hingað til, Eurovision í Sviss, og eru ekkert að láta stressið þvælast fyrir sér. Blaðamaður ræddi við þá um líf þeirra og listina. 19. apríl 2025 07:01 Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Þrátt fyrir að Væb-bræður séu af veðbönkum taldir næstólíklegastir til að vinna Eurovision, þá er alls ekki öll von úti. Sömu veðbankar telja 34 prósent líkur á að þeir komist upp úr riðlinum. 15. apríl 2025 09:58 Mest lesið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Sjá meira
„Þetta er allt partur af plani hjá guði“ „Við höfum verið að prakkarast saman frá því við vorum litlir,“ segja bræðurnir óaðskiljanlegu Hálfdán Helgi og Matthías Davíð Matthíassynir sem saman mynda hljómsveitina Væb. Strákarnir eru nú að undirbúa sig fyrir stærstu tónlistarstund í lífi þeirra hingað til, Eurovision í Sviss, og eru ekkert að láta stressið þvælast fyrir sér. Blaðamaður ræddi við þá um líf þeirra og listina. 19. apríl 2025 07:01
Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Þrátt fyrir að Væb-bræður séu af veðbönkum taldir næstólíklegastir til að vinna Eurovision, þá er alls ekki öll von úti. Sömu veðbankar telja 34 prósent líkur á að þeir komist upp úr riðlinum. 15. apríl 2025 09:58