Lífið

Gítar Bítlanna fór á 40 milljónir

Gítar sem George Harrison og John Lennon spiluðu á í hljóðupptökum Bítlanna seldist á nær 40 milljónir króna á stærsta rokkuppboði sögunnar í gær. Kaupandi gítarsins, sem er Gibson rafmagnsgítar, er óþekktur og bauð hann í gripinn í gegnum síma. Meðal þess sem einnig var selt  í gær er bréf frá rokkaranum sáluga, Kurt Cobain, til eiginkonu sinnar, Courtney Love, frá árinu 1991, þar sem hann lýsir ofskynjunum sínum eftir notkun LSD. Kaupandinn greiddi rúma milljón íslenskra króna fyrir að fá innsýn inn í heim ofskynjananna.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.