Lífið

Skipin í landi um jól og áramót

Kristján Vilhelmsson, framkvæmdastjóri útgerðasviðs Samherja, segir hluta veiðanna í ár hafa gengið mjög vel. Þó hafi loðnuvertíðin í ársbyrjun verið skrítin vegna inngripa stjórnvalda. Óvissa um magnið sem mátti veiða segir hann hafa sett sitt mark á veiðarnar í upphafi. Skip Samherja munu tínast í land eitt af öðru 22. og 23 desember. Kristján segir ísfiskskipin fara út á sjó á milli jóla og nýárs en komi aftur í land áður en gamla árið verður kvatt og því nýja fagnað. "Allur flotinn fer af stað aftur á nýju ári þegar samningar og lög leyfa," segir Kristján. Á árinu hefur þurft að hagræða hjá fyrirtækinu og kemur til með að þurfa áram vegna styrkleika krónunnar gagnvart öðrum gjaldmiðlum að sögn Kristjáns. Í jólamatinn ætlar Kristján að borða nýtt svínakjöt eins og hann er vanur. Jólagjafakaupin eru hins vegar að mestu í höndum eiginkonunnar en hann sér þó sjálfur um að kaupa gjöf handa henni. "Ég vonast eftir snjóþungum vetri til fjalla svo ég og aðrir komumst á skíði,"segir Kristján. Hann viðurkennir að vera töluverður sprengjukall og sé vinur Landsbjargar sem hann styrkir þokkalega með flugeldakaupum en gæti þess þó að gæta einhvers hófs.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.