Megum aldrei sofna á verðinum 19. desember 2004 00:01 Þennan dag árið 1974 féllu snjóflóð í Neskaupstað. Þau eru Guðmundi Bjarnasyni, núverandi bæjarstjóra Fjarðabyggðar, fersk í minni. "Á þessum tíma var ég kennari við gagnfræðaskólann en átti auk þess sæti í ritnefnd héraðsfréttablaðsins Austurland og var þennan dag að búa jólablað Austurlands undir dreifingu. Fyrstu fréttir af flóðunum fékk ég með þeim hætti að Jóhannes heitinn Stefánsson kom hlaupandi til mín á skrifstofu Austurlands og sagði með skelfingarsvip: "Það hefur eitthvað hræðilegt gerst inn við bræðslu!" Meira vissi ég ekki þá og mín fyrstu viðbrögð voru að fara strax á vettvang. Þegar ég kom að flóðunum blasti alvaran við mér og þá frétti ég að menn væru týndir. Það æxlaðist svo þannig að strax næsta dag var mér falið af bæjaryfirvöldum að taka við fyrirspurnum frá fjölmiðlum." Hvílir skuggi snjóflóðanna enn á bænum? "Já auðvitað er það svo og þá fyrst og fremst út af því fólki sem þarna fórst. Þetta er hins vegar liðinn tíð og síðan þá höfum við Norðfirðingar fengið snjóflóðavarnir og reyndar var farið að huga að þeim strax eftir flóðin. Lengi vel gætti hins vegar skilningsleysis hjá hinu opinbera og það var ekki fyrr en eftir snjóflóðin fyrir vestan sem skriður komst á þau mál. Finnur þú fyrir ótta hjá bæjarbúum um frekari snjóflóð? "Nei ekki get ég sagt það og í könnun á meðal Norðfirðinga, sem gerð var í kringum 1997, kom í ljós að bæjarbúar voru ekki mjög kvíðnir vegna snjóflóða. Það hefur verið gert ítarlegt hættumat fyrir bæinn og eftir snjóflóðin 1974 þróaðist byggðin þannig að einkum er byggt á s.k. bakkasvæði, sem er yst í bænum, en snjóflóðahættan eykst eftir því sem innar dregur. Hér er starfandi snjóaeftirlitsmaður, sem fylgist grannt með snjóalögum í fjallinu, og reynt verður að bregðast við í tíma ef hættuástand skapast. Það er hægt að verjast snjóflóðum og Norðfirðingar eru nú komnir með öflugar varnir í fjallið ofan byggðar en þrátt fyrir það megum við aldrei sofna á verðinum," segir Guðmundur Innlent Menning Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Cosby Show-stjarna látin Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Tíska og hönnun Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Fleiri fréttir Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin Sjá meira
Þennan dag árið 1974 féllu snjóflóð í Neskaupstað. Þau eru Guðmundi Bjarnasyni, núverandi bæjarstjóra Fjarðabyggðar, fersk í minni. "Á þessum tíma var ég kennari við gagnfræðaskólann en átti auk þess sæti í ritnefnd héraðsfréttablaðsins Austurland og var þennan dag að búa jólablað Austurlands undir dreifingu. Fyrstu fréttir af flóðunum fékk ég með þeim hætti að Jóhannes heitinn Stefánsson kom hlaupandi til mín á skrifstofu Austurlands og sagði með skelfingarsvip: "Það hefur eitthvað hræðilegt gerst inn við bræðslu!" Meira vissi ég ekki þá og mín fyrstu viðbrögð voru að fara strax á vettvang. Þegar ég kom að flóðunum blasti alvaran við mér og þá frétti ég að menn væru týndir. Það æxlaðist svo þannig að strax næsta dag var mér falið af bæjaryfirvöldum að taka við fyrirspurnum frá fjölmiðlum." Hvílir skuggi snjóflóðanna enn á bænum? "Já auðvitað er það svo og þá fyrst og fremst út af því fólki sem þarna fórst. Þetta er hins vegar liðinn tíð og síðan þá höfum við Norðfirðingar fengið snjóflóðavarnir og reyndar var farið að huga að þeim strax eftir flóðin. Lengi vel gætti hins vegar skilningsleysis hjá hinu opinbera og það var ekki fyrr en eftir snjóflóðin fyrir vestan sem skriður komst á þau mál. Finnur þú fyrir ótta hjá bæjarbúum um frekari snjóflóð? "Nei ekki get ég sagt það og í könnun á meðal Norðfirðinga, sem gerð var í kringum 1997, kom í ljós að bæjarbúar voru ekki mjög kvíðnir vegna snjóflóða. Það hefur verið gert ítarlegt hættumat fyrir bæinn og eftir snjóflóðin 1974 þróaðist byggðin þannig að einkum er byggt á s.k. bakkasvæði, sem er yst í bænum, en snjóflóðahættan eykst eftir því sem innar dregur. Hér er starfandi snjóaeftirlitsmaður, sem fylgist grannt með snjóalögum í fjallinu, og reynt verður að bregðast við í tíma ef hættuástand skapast. Það er hægt að verjast snjóflóðum og Norðfirðingar eru nú komnir með öflugar varnir í fjallið ofan byggðar en þrátt fyrir það megum við aldrei sofna á verðinum," segir Guðmundur
Innlent Menning Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Cosby Show-stjarna látin Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Tíska og hönnun Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Fleiri fréttir Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin Sjá meira