Lífið

Mæðgur saman með bók

Mæðgurnar Íris Ósk og Svava Egilson standa saman að barnabókinni Blómið og býflugan sem er nýkomin út. Dóttirin, Íris Ósk sem er aðeins sextán ára, skrifaði söguna en móðirin, Svava, myndskreytti. "Við vorum nýflutt í Hafnarfjörðinn og nágrannakona mín var í kaffi. Það barst í tal að Íris hefði skrifað þessa sögu og upp úr dúrnum kom að nágrannakonan var bókaútgefandi," segir Svava þegar hún rifjar upp aðdraganda þess að bókin kom út. "Síðar vildi hún gefa þetta út og bar mig að annast myndskreytingarnar." Svava er myndlistarmaður og hefur haldið nokkrar sýningar. Útgefandinn er Andrea Jónheiður Ísólfsdóttir sem á og rekur Myndabókaútgáfuna. Íris Ósk er að vonum sæl með bókina en fjögur ár eru síðan hún skrifaði söguna. "Við fengum það verkefni í skólanum á sínum tíma að skrifa sögu og mér datt í hug að skrifa um blóm og býflugu," segir hún. Sagana er átakasaga sem endar vel og sögupersónurnar eru blóm, býfluga og froskar. Svava leitaði fanga í skordýra- og náttúrulífsbókum og uppgötvaði meðal annars að til eru hundrað tegundir af froskum. Hún segir samstarf þeirra mæðgna hafa gengið vel en ljóst var frá fyrstu stundu að Íris Ósk væri meðvituð um hvernig myndir hún vildi í bókina. "Ég bar allt undir hana og hún hafði sínar skoðanir á hlutunum en þetta gekk ljómandi vel og var mjög skemmtilegt."





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.