Lífið

96 ára bæjarstjóri

96 ára gamall bæjarstjóri í smábæ í Florída hyggst bjóða sig fram til embættisins á nýjan leik í vikunni og nær að öllum líkindum kjöri. Dorothy Geeben, sem verður tæplega 99 ára gömul þegar næsta kjörtímabil rennur út, er afar vinsæl í bæjarfélaginu sem hún stjórnar, þar sem enginn er undir 55 ára aldri. Geeben, sem hefur horft á eftir tveimur eiginmönnum og tveimur börnum, þakkar því hve mikið hún hefur fyrir stafni að hún skuli eldast jafnvel og raun ber vitni.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.