Lífið

Skrifa upp á Kannabis

Stjórnvöld í Kanada ætla innan skamms að gefa læknum grænt ljós á að skrifa upp á lyf sem framleitt er úr kannabisefnum, til handa fólki sem þjáist af MS-sjúkdómnum. Lyfið verður sett á markað á næstu mánuðum. Margir MS-sjúklingar reykja þegar Kannabisefni til þess að lina þjáningar sínar og slík efni hafa einnig gefist vel fyrir þá sem þjást af liðagigt. Hvergi í heiminum hafa læknar þó fengið að skrifa upp á kannabis, eða kannabistengd efni fyrr en nú. Hráefnið verður ræktað í sveitum Englands, en ekki er gefið upp nánar hvar kannabisakrana er að finna.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.