Konur fjölmennari en karlarnir 22. desember 2004 00:01 Konur eru í meirihluta í uppeldisgreinum og hjúkrunarfræði og hefur sókn karla í þær greinar ekki aukist jafn mikið undanfarin ár og sókn kvenna í karlagreinar. Af öllum deildum er hlutfall kynjanna ójafnast í hjúkrunardeild en þar eru 97 prósent nemenda konur. Í raunvísindadeild eru konur fjölmennari en karlar en þar er misskiptingin mikil í sumum skorum. Í stærðfræðideild eru þær til dæmis bara 30 prósent, eðlisfræðiskor fjórðungur eða 24 prósent og í matvælafræði 74 prósent. Í verkfræðinni eru karlmenn yfirleitt í meirihluta, eða 72 prósent, en þó hefur sókn kvenna aukist síðustu ár. Í umhverfis- og byggingaverkfræði eru konur 51 prósent en í tölvunarverkfræðiskori eru þær aðeins 12 prósent. Í viðskipta- og hagfræðideild eru konur í meirihluta, eða 53 prósent. Konurnar eru fleiri í viðskiptaskori en hagfræðiskori. Þær eru 58 prósent í viðskiptunum en 37 prósent í hagfræðinni. Berglind Rós Magnúsdóttir, jafnréttisfulltrúi Háskóla Íslands, segir að konur séu að meðaltali eldri en karlarnir þegar þær koma í háskólann. Þær séu að meðaltali 28 ára meðan karlarnir séu 26 og það kunni að vera ein af ástæðunum fyrir því hvers vegna konur eru svo margar í skólanum. Hún segir að svo virðist sem meiri virðing sé fyrir námi, sem í hugum flestra tengist karlmennsku, og því sé ásókn beggja kynja meiri í þær greinar. Þessum hugmyndum þurfi að breyta ef rétta eigi kynjahlutföll. Mikilvægt sé að karlar sinni kennslu-, uppeldis- og hjúkrunarstörfum. Innan Háskóla Íslands er verið að kanna af hverju karlar sækja ekki meira í hjúkrunarfræðina, ekki síst þar sem hlutfall þeirra er hærra í nágrannalöndunum. Stúlkur eru fjölmennari en piltar á framhaldsskólastigi og virðast piltarnir frekar hverfa frá námi. Erlendar rannsóknir sýna að sjálfstraust stúlkna eykst með meiri menntun meðan sjálfstraust karla virðast óháðara menntuninni. Konurnar sækja ekki bara námsgráðu heldur líka þor til að hafa rödd og áhrif í samfélaginu. Innlent Menning Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Fleiri fréttir Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Sjá meira
Konur eru í meirihluta í uppeldisgreinum og hjúkrunarfræði og hefur sókn karla í þær greinar ekki aukist jafn mikið undanfarin ár og sókn kvenna í karlagreinar. Af öllum deildum er hlutfall kynjanna ójafnast í hjúkrunardeild en þar eru 97 prósent nemenda konur. Í raunvísindadeild eru konur fjölmennari en karlar en þar er misskiptingin mikil í sumum skorum. Í stærðfræðideild eru þær til dæmis bara 30 prósent, eðlisfræðiskor fjórðungur eða 24 prósent og í matvælafræði 74 prósent. Í verkfræðinni eru karlmenn yfirleitt í meirihluta, eða 72 prósent, en þó hefur sókn kvenna aukist síðustu ár. Í umhverfis- og byggingaverkfræði eru konur 51 prósent en í tölvunarverkfræðiskori eru þær aðeins 12 prósent. Í viðskipta- og hagfræðideild eru konur í meirihluta, eða 53 prósent. Konurnar eru fleiri í viðskiptaskori en hagfræðiskori. Þær eru 58 prósent í viðskiptunum en 37 prósent í hagfræðinni. Berglind Rós Magnúsdóttir, jafnréttisfulltrúi Háskóla Íslands, segir að konur séu að meðaltali eldri en karlarnir þegar þær koma í háskólann. Þær séu að meðaltali 28 ára meðan karlarnir séu 26 og það kunni að vera ein af ástæðunum fyrir því hvers vegna konur eru svo margar í skólanum. Hún segir að svo virðist sem meiri virðing sé fyrir námi, sem í hugum flestra tengist karlmennsku, og því sé ásókn beggja kynja meiri í þær greinar. Þessum hugmyndum þurfi að breyta ef rétta eigi kynjahlutföll. Mikilvægt sé að karlar sinni kennslu-, uppeldis- og hjúkrunarstörfum. Innan Háskóla Íslands er verið að kanna af hverju karlar sækja ekki meira í hjúkrunarfræðina, ekki síst þar sem hlutfall þeirra er hærra í nágrannalöndunum. Stúlkur eru fjölmennari en piltar á framhaldsskólastigi og virðast piltarnir frekar hverfa frá námi. Erlendar rannsóknir sýna að sjálfstraust stúlkna eykst með meiri menntun meðan sjálfstraust karla virðast óháðara menntuninni. Konurnar sækja ekki bara námsgráðu heldur líka þor til að hafa rödd og áhrif í samfélaginu.
Innlent Menning Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Fleiri fréttir Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Sjá meira