Smáralind fyllt af snjó 17. desember 2004 00:01 Félagsskapurinn sem kennir sig við Brettafélag Íslands hefur undanfarið verið duglegur við að skipuleggja alls konar uppákomur. Í dag verður Smáralindin fyllt af snjó þar sem til stendur að halda svokallað jibb session þar sem færustu snjóbrettamenn landsins munu láta ljós sitt skína. Ásgeir formaður sagði Fókus frá þessarri klikkuðu hugmynd. "Þetta er eiginlega svona boðsmót eða snjóbrettasýning, maður leyfir bara færustu brettamönnunum að taka þátt í þessu þar sem þetta er ekkert á allra færi," segir Ásgeir Höskuldsson, betur þekktur sem Geiri, en hann er formaður Brettafélags Íslands. Hann heldur í dag ásamt félögum sínum í Brettafélaginu fyrsta innanhúsmótið í snjóbrettum á Íslandi og verður Vetrargarðurinn í Smáralind fylltur af snjó til þess að gera þetta að raunveruleika. Að jibba eða ekki jibba "Við munum flytja snjó, klaka og alls konar annað dót inn í Vetrargarðinn þar sem við munum vera með eitt svokallað run. Þar verða svo þrír hlutir sem hægt er að "jibba" á," segir Geiri og blaðamaður spyr hvað sögnin "að jibba" þýði. "Að jibba er sú list að hafa eitthvað fyrir framan sig, t.d. handriði, bíl, kannt eða eitthvað svoleiðis síðan renna menn sé að hlutnum og taka eitthvað trikk í loftinu eða á hlutnum. Að þessu sinni verðum við með straight tvípípu handrið, box og eitt stykki stationbíl. Það er frekar auðvelt að koma þessu í kring þar sem það þarf ekki svo mikinn sjó í þetta, bara smá adrennu og pall," segir Geiri. Í kvöld verður svo fyrsti innanhús jibbmeistari Íslands krýndur af keppendunum sjálfum. "Þeir sem taka þátt velja þann sem þykir hafa sýnt bestu taktana í lok kvöldsins -- Power to the people," útskýrir Geiri. Allir þeir bestu á svæðinu Eins og áður hefur komið fram verða allir færustu brettamenn landsins á svæðinu. Eins og er verða bara strákar sem taka þátt því þótt brettastúlkunum sé óðum að fjölga hefur enginn þeira boðið sig fram fyrir þetta mót en sem komið er. "Allir þeir bestu verða þarna og strákarnir í Team Divine sem eru í brettaskóla í Svíþjóð verða komnir til landsins til að taka þátt. Svo er ætlunin að vera með einhverja hljómsveit þarna en ef það gengur ekki eftir munum við bara blasta geisladiskana af krafti," segir Geiri sem biður aðra brettamenn vinsamlegast að láta snjóinn sem fellur frá Skautahöllinni vera í dag þar sem þeir þurfi að nota hann í Smáralindinni. "Þetta byrjar svo kl. 20 í kvöld og stendur í svona tvo tíma. Það er ókeypis inn þannig að maður hvetur bara sem flesta til að láta sjá sig því þetta verður mjög skemmtilegt." Menning Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Fleiri fréttir Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Sjá meira
Félagsskapurinn sem kennir sig við Brettafélag Íslands hefur undanfarið verið duglegur við að skipuleggja alls konar uppákomur. Í dag verður Smáralindin fyllt af snjó þar sem til stendur að halda svokallað jibb session þar sem færustu snjóbrettamenn landsins munu láta ljós sitt skína. Ásgeir formaður sagði Fókus frá þessarri klikkuðu hugmynd. "Þetta er eiginlega svona boðsmót eða snjóbrettasýning, maður leyfir bara færustu brettamönnunum að taka þátt í þessu þar sem þetta er ekkert á allra færi," segir Ásgeir Höskuldsson, betur þekktur sem Geiri, en hann er formaður Brettafélags Íslands. Hann heldur í dag ásamt félögum sínum í Brettafélaginu fyrsta innanhúsmótið í snjóbrettum á Íslandi og verður Vetrargarðurinn í Smáralind fylltur af snjó til þess að gera þetta að raunveruleika. Að jibba eða ekki jibba "Við munum flytja snjó, klaka og alls konar annað dót inn í Vetrargarðinn þar sem við munum vera með eitt svokallað run. Þar verða svo þrír hlutir sem hægt er að "jibba" á," segir Geiri og blaðamaður spyr hvað sögnin "að jibba" þýði. "Að jibba er sú list að hafa eitthvað fyrir framan sig, t.d. handriði, bíl, kannt eða eitthvað svoleiðis síðan renna menn sé að hlutnum og taka eitthvað trikk í loftinu eða á hlutnum. Að þessu sinni verðum við með straight tvípípu handrið, box og eitt stykki stationbíl. Það er frekar auðvelt að koma þessu í kring þar sem það þarf ekki svo mikinn sjó í þetta, bara smá adrennu og pall," segir Geiri. Í kvöld verður svo fyrsti innanhús jibbmeistari Íslands krýndur af keppendunum sjálfum. "Þeir sem taka þátt velja þann sem þykir hafa sýnt bestu taktana í lok kvöldsins -- Power to the people," útskýrir Geiri. Allir þeir bestu á svæðinu Eins og áður hefur komið fram verða allir færustu brettamenn landsins á svæðinu. Eins og er verða bara strákar sem taka þátt því þótt brettastúlkunum sé óðum að fjölga hefur enginn þeira boðið sig fram fyrir þetta mót en sem komið er. "Allir þeir bestu verða þarna og strákarnir í Team Divine sem eru í brettaskóla í Svíþjóð verða komnir til landsins til að taka þátt. Svo er ætlunin að vera með einhverja hljómsveit þarna en ef það gengur ekki eftir munum við bara blasta geisladiskana af krafti," segir Geiri sem biður aðra brettamenn vinsamlegast að láta snjóinn sem fellur frá Skautahöllinni vera í dag þar sem þeir þurfi að nota hann í Smáralindinni. "Þetta byrjar svo kl. 20 í kvöld og stendur í svona tvo tíma. Það er ókeypis inn þannig að maður hvetur bara sem flesta til að láta sjá sig því þetta verður mjög skemmtilegt."
Menning Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Fleiri fréttir Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Sjá meira