Lífið

Leikminjasafnið fær gjöf

Aldarafmælis Þorsteins Ö. Stephensen, leikara og leiklistarstjóra Útvarpsins, var minnst í fyrradag. Þorsteinn lék um 600 útvarpshlutverk á árabilinu 1936 til 1989 og fjölda hlutverka á sviði, bæði hjá Leikfélagi Reykjavíkur og Þjóðleikhúsinu. Hann hlaut Silfurlampa Félags íslenskra leikdómenda í tvígang, í fyrra skiptið fyrir túlkun sína á Andrew Crocker-Harris í Browning-þýðingunni eftir Terence Rattigan. Í tilefni af aldarminningu Þorsteins afhenti dóttir hans, Guðrún, Leikminjasafni Íslands ljósmynd að gjöf en hún er af leikmynd Magnúsar Pálssonar úr Browning-þýðingunni. Þorsteinn Ö. Stephensen lést í nóvember 1991.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.