Lífið

96 ára í fullu fjöri

Dorothy Geeben, 96 ára, er talin vera elsti starfandi borgarstjóri í Bandaríkjunum. Geeben er borgarstjóri í Ocean Park í Flórída en yngsti borgarbúinn þar er 55 ára. Hún ætlar sér að sitja til loka núverandi kjörtímabils sem rennur út árið 2006, en þá verður hún 98 ára gömul. Geeben segir það að hafa nóg að gera vera lykilinn að langlífi og góðri heilsu: "Ég hef ánægju af lífinu og hef fullt að gera". Geeben notar göngugrind en segist samt vera jafnfljót í förum og "á sínum yngri árum" eins og hún orðar það og á við þegar hún var áttræð.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.