Fleiri fréttir

Áratugur síðan að Manchester United vann síðast á Brúnni

Andre Villas-Boas og lærisveinar hans í Chelsea eiga ekki mikla möguleika á því að blanda sér í baráttuna um Englandsmeistaratitilinn en þeir geta haft áhrif á þróun mála í toppbaráttunni. Chelsea fær Manchester United í heimsókn á Stamford Bridge í dag þar sem Chelsea hefur ekki tapað mörgum stigum á undanförnum árum á móti erkifjendum sínum.

Capello viss um að Terry haldi áfram að gefa kost á sér

Guardian hefur heimildir fyrir því að Fabio Capello, þjálfari enska landsliðsins, sé viss um að John Terry muni halda áfram að gefa kost á sér í enska landsliðið þrátt fyrir að hafa misst fyrirliðabandið í annað skiptið rétt fyrir stórmót.

Þjálfari Hoffenheim: Gylfi hafði ekki áhuga á því spila fyrir okkur

Flestir knattspyrnuáhugamenn skilja lítið í því af hverju Holger Stanislawski, þjálfari þýska liðsins Hoffenheim, gat ekki notað Gylfa Þór Sigurðsson í sínu liði. Gylfi Þór hefur átt frábæra innkomu í lið Swansea City og var maðurinn á bak við sigur liðsins á West Brom í gær.

Wenger: Oxlade-Chamberlain orðinn að manni á 2-3 mánuðum

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, var ánægður eftir frábæran sigur hans manna á Blackburn í ensku úrvalsdeildinni í dag. Arsenal vann 7-1 sigur þar sem Robin van Persie skoraði þrennu í leiknum og lagði upp tvö, Alex Oxlade-Chamberlain skoraði tvö mörk og Theo Walcott lagði upp þrjú.

Man. City áfram með 100 prósent árangur heima | Vann Fulham 3-0

Manchester City náði þriggja stiga forskoti á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir 3-0 sigur á Fulham á Etihad Stadium í kvöld. Manchester City heldur þar með áfram hundrað prósent árangri sínum á heimavelli en liðið hefur unnið alla tólf deildarleiki sína á Etihad í vetur.

Villas-Boas: Jose Mourinho setur pressu á okkur alla

Andre Villas-Boas, stjóri Chelsea, segir að allir stjórar í ensku úrvalsdeildinni gætu misst starfið sitt ef að Jose Mourinho ákveður að hætta með Real Madrid og snúa aftur í enska boltann.

Gareth Bale besti leikmaðurinn í janúar

Gareth Bale, hjá Tottenham, hefur verið valinn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar í janúarmánuði. Bale var með þrjú mörk og tvær stoðsendingar í fjórum deildarleikjum Tottenham í janúar en hann átti þátt í marki í öllum leikjunum fjórum.

Van Persie með þrennu í fyrsta sigri Arsenal á árinu | Henry skoraði

Robin van Persie skoraði þrennu og Alex Oxlade-Chamberlain var með tvö mörk þegar Arsenal-liðið hrökk í gang og vann 7-1 stórsigur á Blackburn Rovers. Þetta var fyrsti sigur Arsenal á árinu 2004 en liðið var aðeins búið að ná í eitt stig úr síðustu fjórum leikjum sínum. Thierry Henry kom inn á sem varamaður í seinni hálfleik og skoraði sjöunda og síðasta markið.

Hættir John Terry í enska landsliðinu?

Guardian segir frá því í morgun að John Terry sé að hugsa um að gefa ekki lengur kost á sér í enska landsliðið vegna þess að hann hafi verið rekinn sem fyrirliði liðsins og hafi ennfremur þurft að glíma við uppreisn gegn sér meðal leikmanna landsliðsins sem eru dökkir á hörund.

Rio Ferdinand hefur ekki áhuga á fyrirliðabandinu

Rio Ferdinand, leikmaður Manchester United, hefur engan áhuga á því að taka við fyrirliðabandi enska landsliðsins eins og hann gerði síðast þegar John Terry missti fyrirliðabandið. Það lítur allt út fyrir að Steven Gerrard verði fyrirliði enska landsliðsins á EM í sumar.

City þarf að komast aftur á skrið

Árið hefur ekki byrjað nógu vel hjá Manchester City en liðið hefur ekki nema unnið þrjá af síðustu níu leikjum sínum í öllum keppnum. Liðið hefur á síðustu vikum fallið úr leik í bæði bikarnum og deildabikarnum og í vikunni náðu grannarnir í Manchester United að jafna liðið að stigum á toppi ensku úrvalsdeildarinnar.

Sir Alex vill að sínir menn taki í höndina á bæði Terry og Suarez

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, mun ráðleggja bæði Rio Ferdinand og Patrice Evra að taka í höndina á John Terry og Luis Suarez fyrir komandi leiki Manchester United á móti Chelsea og Liverpool. Þetta verða fyrstu leikir United á móti þeim Terry og Suarez síðan að þeir voru sakaðir um kynþáttafordóma gegn bróðir Rio og Evra.

John Terry er bálreiður og í sárum

Enskir fjölmiðlar segja að John Terry sé í sárum eftir að stjórn enska knattspyrnusambandsins ákvað í morgun að taka af honum fyrirliðaband enska landsliðsins.

Dalglish: Bannið gæti hjálpað Luis Suarez

Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, trúir því að átta leikja bannið hans Luis Suarez muni hjálpa Úrúgvæmanninum að halda sér ferskum og heilum til loka tímabilsins. Luis Suarez er nú búinn að taka út bannið og spilar væntanlega sinn fyrsta leik á móti Tottenham í ensku úrvalsdeildinni á mánudagskvöldið.

Gerrard: Við höfum allir saknað Suarez

Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, fagnar því að Luis Suarez sé búinn að taka út átta leikja bann og verði með liðinu á móti Tottenham á mánudagskvöldið. Suarez hefur ekki spilað með Liverpool á þessu ári en liðið vann 4 af 8 leikjum án hans og sló bæði Manchester-liðin út úr sitt hvorri bikarkeppninni.

Mancini: Tevez gæti spilað aftur fyrir Manchester City

Roberto Mancini, stjóri Manchester City, hefur rétt út sáttarhönd og segir að Carlos Tevez gæti spilað með City-liðinu á ný komi argentínski framherjinn sér í form. Tevez hefur ekkert spilað með City síðan í september og eftir að hann neitaði að hita upp fyrir Meistaradeildarleik á móti AC Milan þá gaf Mancini það út að hann myndi aldrei spila fyrir hann aftur.

Terry fékk símtal klukkan tíu - missir fyrirliðabandið

John Terry er ekki lengur fyrirliði enska landsliðsins því hann fékk símtal frá stjórnarformanni enska knattspyrnusambandsins klukkan tíu í morgun þar sem að honum var tilkynnt að hann yrði ekki áfram fyrirliði landsliðsins.

Liverpool fær miklu færri miða á Old Trafford

Forráðamenn Manchester United hafa ákveðið að láta Liverpool fá aðeins 2100 miða fyrir stuðningsmenn sína á deildarleik erkifjendanna á Old Trafford 11. febrúar en það er þriðjungi minna en venjan er.

Terry missir líklega aftur fyrirliðabandið skömmu fyrir stórmót

Stjórn enska knattspyrnusambandins er nú að fara yfir það hvort að John Terry fái að halda fyrirliðabandi enska landsliðsins. Terry hefur verið ásakaður um kynþáttaníð gagnvart Anton Ferdinand hjá QPR og framundan eru réttarhöld yfir Terry eftir Evrópumótið í sumar.

Heiðar: Ekki ástæða til að æsa sig

Heiðar Helguson segist ekkert vera að fara á taugum þó svo framherjum QPR hafi fjölgað um þrjá í síðasta mánuði. Hann óttast ekki samkeppni. Ef á þurfi að halda verði hann þolinmóður. Honum líst vel á nýja stjórann, Mark Hughes.

Tevez segir ummæli sín í Kicker skálduð

Carlos Tevez og hans fulltrúar sendu í kvöld frá sér yfirlýsingu þar sem segir að ummæli sem höfð voru eftir honum í þýska blaðinu Kicker í dag séu skálduð.

Fortune: Antonio Valencia er lykilmaður fyrir United í titilbaráttunnni

Quinton Fortune, fyrrum leikmaður Manchester United, segir að Antonio Valencia verði lykilmaður fyrir Manchester United í baráttunni um enska meistaratitilinn. Antonio Valencia er 26 ára gamall Ekvador-maður sem hefur verið öflugur á hægri væng United-liðsins að undanförnu en United er nú búið að ná nágrönnum í Manchester City á toppi deildarinnar.

De Gea öruggur með sætið á næstunni | Lindegaard frá í fjórar vikur

Spánverjinn David de Gea ætti að eiga fast sæti í markinu hjá Manchester United í næstu leikjum eftir að það kom í ljós að Daninn Anders Lindegaard verður frá í fjórar vikur vegna meiðsla. De Gea hefur mátt þola gagnrýni fyrir frammistöðuna á sínu fyrsta tímabili á Old Trafford.

Wenger: Allir leikir okkar hér eftir eins og bikarúrslitaleikir

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, er aftur undir mikilli pressu eftir skelfilegt gengi liðsins að undanförnu. Eftir markalaust jafntefli á móti Bolton í gær hefur liðið aðeins náð í eitt stig út úr síðustu fjórum deildarleikjum sínum. Arsenal er núna komið niður í söunda sæti en liðið hefur aldrei endaði neðar en í fjórða sæti í tíð Wenger.

Warnock hefur áhuga á því að taka við Leeds

Neil Warnock, fyrrum stjóri Queens Park Rangers, hefur mikinn áhuga á því að komast í stjórastólinn hjá Leeds United eftir að Leeds rak í gær Simon Grayson. Warnock var sjálfur rekinn frá QPR í síðasta mánuði.

Terry mun ekki segja af sér sem fyrirliði enska landsliðsins

John Terry, fyrirliði Chelsea og enska landsliðsins, er staðráðinn í að standa af sér erfiða tíma vegna ásakanna á hendur honum um kynþáttaníð. Hann mun því halda áfram ótrauður sem fyrirliði enska landsliðsins. Þetta hefur BBC eftir heimildarmanni sem þekkir vel til leikmannsins.

Nelsen til Tottenham: Redknapp vildi fá reynslubolta í vörnina

Ryan Nelsen, fyrirliði landsliðs Nýja-Sjálands, er kominn til Tottenham og er enn einn gamli refurinn sem Harry Redknapp, stjóri Tottenham, veðjar á. Redknapp hefur lífgað við ferill mjög margra leikmanna undanfarin ár og Nelsen er líklegur til að bætast í þann hóp.

Getur Capello valið bæði Terry og Ferdinand í EM-hópinn?

Knattspyrnuspekingar í Englandi hafa margir tjáð þá skoðun sína að Fabio Capello, þjálfari enska landsliðsins, eigi ekki að velja John Terry í hóp sinn fyrir Evrópumótið í sumar vegna ásakanna á hendur fyrirliðans um kynþáttaníð og málaferla þeim tengdum.

Eigandi Úlfanna mætti í búningsklefann og lét leikmenn heyra það

Steve Morgan, eigandi Wolves, var allt annað en sáttur eftir 3-0 tap á móti Liverpool í ensku úrvalsdeildinni á þriðjudagskvöldið. Hann rauk niður í búningsklefa í leikslok til þess að lesa yfir leikmönnum liðsins sem létu Liverpool fara illa með sig á heimavelli.

Newcastle upp í fimmta sætið | Markalaust hjá Arsenal

Grétar Rafn Steinsson átti stórleik með Bolton sem gerði markalaust jafntefli við Arsenal í fjörugum leik á heimavelli. Newcastle nýtti tækifærið og skaust upp í fimmta sætið með 2-0 sigri á lánlausum leikmönnum Blackburn.

Sjá næstu 50 fréttir