Enski boltinn

Cardiff fékk á sig þrjú mörk í lokin | Hermann ekki með í tapleik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aron Einar Gunnarsson.
Aron Einar Gunnarsson. Mynd/AFP
Cardiff City steinlá 1-3 á heimavelli á móti Blackpool í ensku b-deildinni í fótbolta í dag. Aron Einar Gunnarsson lék allan leikinn á miðju Cardiff.

Joe Mason kom Cardiff í 1-0 á 59. mínútu en sigur hefði skilað liðinu upp í annað sæti deildarinnar. Southampton hefur áfram eins stigs forskot á Cardiff auk þess að mæta Birmingham seinna í kvöld.

Kevin Phillips kom inn á sem varamaður á 66. mínútu og jafnaði leikinn þrettán mínútum síðar. Matt Phillips tryggði Blackpool síðan sigurinn með tveimur mörkum á síðustu sjö mínútnum.

Hermann Hreiðarsson var ekki með Coventry sem tapaði 2-3 á heimavelli á móti Ipswich. Coventry komst í 2-1 í leiknum en Michael Chopra skoraði tvö mörk á síðasta hálftímanum og tryggði Ipswich sigurinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×