Newcastle upp í fimmta sætið | Markalaust hjá Arsenal Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. febrúar 2012 18:43 Leikmenn Newcastle fagna í kvöld. Nordic Photos / Getty Images Grétar Rafn Steinsson átti stórleik með Bolton sem gerði markalaust jafntefli við Arsenal í fjörugum leik á heimavelli. Newcastle nýtti tækifærið og skaust upp í fimmta sætið með 2-0 sigri á lánlausum leikmönnum Blackburn. Sunderland komst upp í áttunda sætið með öruggum sigri á Norwich en Fulham og West Brom sættust á 1-1 jafntefli. Þá gerðu Aston Villa og QPR einnig jafntefli, 2-2, eins og lesa má nánar um hér.Markalaust í fjörugum leik Bolton og Arsenal áttust við í afar fjörugum leik en þrátt fyrir allt tókst leikmönnum ekki að skora. Bæði lið fengu fullt af færum í leiknum en Robin van Persie komst næst þegar hann átti afar laglegt skot að marki í seinni hálfleik sem hafnaði í slánni. En Mark Davies hefði getað fengið víti þegar að markvörður Arsenal, Wojciech Szczesny, virtist brjóta á honum. En ekkert var dæmt, heimamönnum til mikillar gremju. Grétar Rafn tók virkan þátt í sóknarleik Bolton og stóð sig reyndar vel á báðum endum vallarins. Með jafnteflinu er Bolton nú komið með 20 stig og tveimur stigum frá fallsæti. Arsenal féll hins vegar niður í sjöunda sætið en með sigri hefði liðið náð fimmta sætinu.Ólukkan eltir Blackburn á röndum Það á ekki af leikmönnum Blackburn að ganga. Liðið tapaði í kvöld fyrir Newcastle á heimavelli, 2-0, en tölurnar segja þó ekki alla söguna. Fyrra markið var sjálfsmark Scott Dann sem stýrði skoti Ryan Taylor í eigið net. Gabriel Obertan kom inn á sem varamaður seint í leiknum en náði að skora annað mark Newcastle úr skyndisókn í uppbótartíma þegar að heimamenn voru að reyna að bjarga stigi. En þrátt fyrir ótal tilraunir náði Blackburn ekki að skora. Liðið fékk meira að segja víti en Tim Krul varði ótrúlega slaka spyrnu David Dunn. Ekki tókst leikmönnum Newcastle að hjálpa til þó svo að það hafi staðið tæpt þegar að Leon Best átti skalla í eigin slá. Heimamenn stjórnuðu leiknum lengi vel og spiluðu vel á köflum. En eins og svo oft áður í vetur virtist einfaldlega múrað fyrir mark andstæðinganna og er liðið því enn í fallsæti.Tchoyi hetja West Brom Somen Tchoyi náði að bjarga jafntefli fyrir West Brom gegn Fulham í kvöld en lokatölur voru 1-1. Clint Dempsey skoraði mark Fulham. West Brom hefur aðeins tapað einum af fimm síðustu útileikjum sínum og er liðið nú átta stigum frá fallsæti. Martin Jol gat ekki teflt fram „alvöru“ framherja í kvöld þar sem hann seldi Bobby Zamora til QPR í gær. Rússneski framherjinn Pavel Pogrebnyak er kominn til félagsins en er ekki enn kominn með leikheimild. Fulham er í þrettánda sæti en West Brom því fimmtánda.Öruggt hjá Sunderland Sunderland heldur áfram að rjúka upp stöðutöflu ensku úrvalsdeildarinnar en í þetta sinn hafði liðið betur gegn Norwich, 3-0. Frazier Campbell skoraði sitt annað mark í jafn mörgum leikjum en í kvöld var hann í byrjunarliðinu í deildarleik í fyrsta sinn síðan í ágúst árið 2010. Mark Campbell var sérlega glæsilegt - þrumufleygur utan teigs. Stephane Sessegnon skoraði einnig sem og Phil Bardsley. Sunderland hefur nú unnið fjóra af fimm síðustu leikjum sínum en Norwich tapaði sínum fyrsta leik á árinu í kvöld. Liðið er í ellefta sæti.Úrslit kvöldsins:Aston Villa - QPR2-2 (Leik lokið) 0-1 Djibril Cissé (11.) 0-2 Stephen Warnock, sjálfsmark (28.) 1-2 Darren Bent (45.) 2-2 Charles N'Zogbia (78.)Bolton - Arsenal0-0Blackburn - Newcastle0-2 0-1 Scott Dann, sjálfsmark (11.) 0-2 Gabriel Obertan (92.)Sunderland - Norwich3-0 1-0 Frazier Campbell (20.) 2-0 Stéphane Sessegnon (27.) 3-0 Daniel Ayala, sjálfsmark (53.)Fulham - West Brom1-1 1-0 Clint Dempsey (68.) 1-1 Somen Tchoyi (81.) Mest lesið „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Fótbolti Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti Læti fyrir leik í Póllandi Fótbolti „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Íslenski boltinn Íslandsmet féll í Andorra Sport Magdeburg á toppinn eftir enn einn stórleikinn hjá Ómari og Gísla Handbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum United niðurlægt í Malasíu Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Niðurbrotinn Klopp í sjokki Man City vilja Reijnders áður en HM félagsliða hefst Settu met í töpum en spila í Meistaradeild Evrópu Wirtz vill bara Liverpool og metupphæð komin á borðið Bein útsending: Englandsmeistaratitlinum fagnað í Liverpool Allt klárt fyrir fyrstu kaup Man. Utd í sumar Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Garnacho ekki í hóp Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Sjá meira
Grétar Rafn Steinsson átti stórleik með Bolton sem gerði markalaust jafntefli við Arsenal í fjörugum leik á heimavelli. Newcastle nýtti tækifærið og skaust upp í fimmta sætið með 2-0 sigri á lánlausum leikmönnum Blackburn. Sunderland komst upp í áttunda sætið með öruggum sigri á Norwich en Fulham og West Brom sættust á 1-1 jafntefli. Þá gerðu Aston Villa og QPR einnig jafntefli, 2-2, eins og lesa má nánar um hér.Markalaust í fjörugum leik Bolton og Arsenal áttust við í afar fjörugum leik en þrátt fyrir allt tókst leikmönnum ekki að skora. Bæði lið fengu fullt af færum í leiknum en Robin van Persie komst næst þegar hann átti afar laglegt skot að marki í seinni hálfleik sem hafnaði í slánni. En Mark Davies hefði getað fengið víti þegar að markvörður Arsenal, Wojciech Szczesny, virtist brjóta á honum. En ekkert var dæmt, heimamönnum til mikillar gremju. Grétar Rafn tók virkan þátt í sóknarleik Bolton og stóð sig reyndar vel á báðum endum vallarins. Með jafnteflinu er Bolton nú komið með 20 stig og tveimur stigum frá fallsæti. Arsenal féll hins vegar niður í sjöunda sætið en með sigri hefði liðið náð fimmta sætinu.Ólukkan eltir Blackburn á röndum Það á ekki af leikmönnum Blackburn að ganga. Liðið tapaði í kvöld fyrir Newcastle á heimavelli, 2-0, en tölurnar segja þó ekki alla söguna. Fyrra markið var sjálfsmark Scott Dann sem stýrði skoti Ryan Taylor í eigið net. Gabriel Obertan kom inn á sem varamaður seint í leiknum en náði að skora annað mark Newcastle úr skyndisókn í uppbótartíma þegar að heimamenn voru að reyna að bjarga stigi. En þrátt fyrir ótal tilraunir náði Blackburn ekki að skora. Liðið fékk meira að segja víti en Tim Krul varði ótrúlega slaka spyrnu David Dunn. Ekki tókst leikmönnum Newcastle að hjálpa til þó svo að það hafi staðið tæpt þegar að Leon Best átti skalla í eigin slá. Heimamenn stjórnuðu leiknum lengi vel og spiluðu vel á köflum. En eins og svo oft áður í vetur virtist einfaldlega múrað fyrir mark andstæðinganna og er liðið því enn í fallsæti.Tchoyi hetja West Brom Somen Tchoyi náði að bjarga jafntefli fyrir West Brom gegn Fulham í kvöld en lokatölur voru 1-1. Clint Dempsey skoraði mark Fulham. West Brom hefur aðeins tapað einum af fimm síðustu útileikjum sínum og er liðið nú átta stigum frá fallsæti. Martin Jol gat ekki teflt fram „alvöru“ framherja í kvöld þar sem hann seldi Bobby Zamora til QPR í gær. Rússneski framherjinn Pavel Pogrebnyak er kominn til félagsins en er ekki enn kominn með leikheimild. Fulham er í þrettánda sæti en West Brom því fimmtánda.Öruggt hjá Sunderland Sunderland heldur áfram að rjúka upp stöðutöflu ensku úrvalsdeildarinnar en í þetta sinn hafði liðið betur gegn Norwich, 3-0. Frazier Campbell skoraði sitt annað mark í jafn mörgum leikjum en í kvöld var hann í byrjunarliðinu í deildarleik í fyrsta sinn síðan í ágúst árið 2010. Mark Campbell var sérlega glæsilegt - þrumufleygur utan teigs. Stephane Sessegnon skoraði einnig sem og Phil Bardsley. Sunderland hefur nú unnið fjóra af fimm síðustu leikjum sínum en Norwich tapaði sínum fyrsta leik á árinu í kvöld. Liðið er í ellefta sæti.Úrslit kvöldsins:Aston Villa - QPR2-2 (Leik lokið) 0-1 Djibril Cissé (11.) 0-2 Stephen Warnock, sjálfsmark (28.) 1-2 Darren Bent (45.) 2-2 Charles N'Zogbia (78.)Bolton - Arsenal0-0Blackburn - Newcastle0-2 0-1 Scott Dann, sjálfsmark (11.) 0-2 Gabriel Obertan (92.)Sunderland - Norwich3-0 1-0 Frazier Campbell (20.) 2-0 Stéphane Sessegnon (27.) 3-0 Daniel Ayala, sjálfsmark (53.)Fulham - West Brom1-1 1-0 Clint Dempsey (68.) 1-1 Somen Tchoyi (81.)
Mest lesið „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Fótbolti Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti Læti fyrir leik í Póllandi Fótbolti „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Íslenski boltinn Íslandsmet féll í Andorra Sport Magdeburg á toppinn eftir enn einn stórleikinn hjá Ómari og Gísla Handbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum United niðurlægt í Malasíu Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Niðurbrotinn Klopp í sjokki Man City vilja Reijnders áður en HM félagsliða hefst Settu met í töpum en spila í Meistaradeild Evrópu Wirtz vill bara Liverpool og metupphæð komin á borðið Bein útsending: Englandsmeistaratitlinum fagnað í Liverpool Allt klárt fyrir fyrstu kaup Man. Utd í sumar Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Garnacho ekki í hóp Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Sjá meira