Newcastle upp í fimmta sætið | Markalaust hjá Arsenal Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. febrúar 2012 18:43 Leikmenn Newcastle fagna í kvöld. Nordic Photos / Getty Images Grétar Rafn Steinsson átti stórleik með Bolton sem gerði markalaust jafntefli við Arsenal í fjörugum leik á heimavelli. Newcastle nýtti tækifærið og skaust upp í fimmta sætið með 2-0 sigri á lánlausum leikmönnum Blackburn. Sunderland komst upp í áttunda sætið með öruggum sigri á Norwich en Fulham og West Brom sættust á 1-1 jafntefli. Þá gerðu Aston Villa og QPR einnig jafntefli, 2-2, eins og lesa má nánar um hér.Markalaust í fjörugum leik Bolton og Arsenal áttust við í afar fjörugum leik en þrátt fyrir allt tókst leikmönnum ekki að skora. Bæði lið fengu fullt af færum í leiknum en Robin van Persie komst næst þegar hann átti afar laglegt skot að marki í seinni hálfleik sem hafnaði í slánni. En Mark Davies hefði getað fengið víti þegar að markvörður Arsenal, Wojciech Szczesny, virtist brjóta á honum. En ekkert var dæmt, heimamönnum til mikillar gremju. Grétar Rafn tók virkan þátt í sóknarleik Bolton og stóð sig reyndar vel á báðum endum vallarins. Með jafnteflinu er Bolton nú komið með 20 stig og tveimur stigum frá fallsæti. Arsenal féll hins vegar niður í sjöunda sætið en með sigri hefði liðið náð fimmta sætinu.Ólukkan eltir Blackburn á röndum Það á ekki af leikmönnum Blackburn að ganga. Liðið tapaði í kvöld fyrir Newcastle á heimavelli, 2-0, en tölurnar segja þó ekki alla söguna. Fyrra markið var sjálfsmark Scott Dann sem stýrði skoti Ryan Taylor í eigið net. Gabriel Obertan kom inn á sem varamaður seint í leiknum en náði að skora annað mark Newcastle úr skyndisókn í uppbótartíma þegar að heimamenn voru að reyna að bjarga stigi. En þrátt fyrir ótal tilraunir náði Blackburn ekki að skora. Liðið fékk meira að segja víti en Tim Krul varði ótrúlega slaka spyrnu David Dunn. Ekki tókst leikmönnum Newcastle að hjálpa til þó svo að það hafi staðið tæpt þegar að Leon Best átti skalla í eigin slá. Heimamenn stjórnuðu leiknum lengi vel og spiluðu vel á köflum. En eins og svo oft áður í vetur virtist einfaldlega múrað fyrir mark andstæðinganna og er liðið því enn í fallsæti.Tchoyi hetja West Brom Somen Tchoyi náði að bjarga jafntefli fyrir West Brom gegn Fulham í kvöld en lokatölur voru 1-1. Clint Dempsey skoraði mark Fulham. West Brom hefur aðeins tapað einum af fimm síðustu útileikjum sínum og er liðið nú átta stigum frá fallsæti. Martin Jol gat ekki teflt fram „alvöru“ framherja í kvöld þar sem hann seldi Bobby Zamora til QPR í gær. Rússneski framherjinn Pavel Pogrebnyak er kominn til félagsins en er ekki enn kominn með leikheimild. Fulham er í þrettánda sæti en West Brom því fimmtánda.Öruggt hjá Sunderland Sunderland heldur áfram að rjúka upp stöðutöflu ensku úrvalsdeildarinnar en í þetta sinn hafði liðið betur gegn Norwich, 3-0. Frazier Campbell skoraði sitt annað mark í jafn mörgum leikjum en í kvöld var hann í byrjunarliðinu í deildarleik í fyrsta sinn síðan í ágúst árið 2010. Mark Campbell var sérlega glæsilegt - þrumufleygur utan teigs. Stephane Sessegnon skoraði einnig sem og Phil Bardsley. Sunderland hefur nú unnið fjóra af fimm síðustu leikjum sínum en Norwich tapaði sínum fyrsta leik á árinu í kvöld. Liðið er í ellefta sæti.Úrslit kvöldsins:Aston Villa - QPR2-2 (Leik lokið) 0-1 Djibril Cissé (11.) 0-2 Stephen Warnock, sjálfsmark (28.) 1-2 Darren Bent (45.) 2-2 Charles N'Zogbia (78.)Bolton - Arsenal0-0Blackburn - Newcastle0-2 0-1 Scott Dann, sjálfsmark (11.) 0-2 Gabriel Obertan (92.)Sunderland - Norwich3-0 1-0 Frazier Campbell (20.) 2-0 Stéphane Sessegnon (27.) 3-0 Daniel Ayala, sjálfsmark (53.)Fulham - West Brom1-1 1-0 Clint Dempsey (68.) 1-1 Somen Tchoyi (81.) Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Fótbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Fleiri fréttir Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Sjá meira
Grétar Rafn Steinsson átti stórleik með Bolton sem gerði markalaust jafntefli við Arsenal í fjörugum leik á heimavelli. Newcastle nýtti tækifærið og skaust upp í fimmta sætið með 2-0 sigri á lánlausum leikmönnum Blackburn. Sunderland komst upp í áttunda sætið með öruggum sigri á Norwich en Fulham og West Brom sættust á 1-1 jafntefli. Þá gerðu Aston Villa og QPR einnig jafntefli, 2-2, eins og lesa má nánar um hér.Markalaust í fjörugum leik Bolton og Arsenal áttust við í afar fjörugum leik en þrátt fyrir allt tókst leikmönnum ekki að skora. Bæði lið fengu fullt af færum í leiknum en Robin van Persie komst næst þegar hann átti afar laglegt skot að marki í seinni hálfleik sem hafnaði í slánni. En Mark Davies hefði getað fengið víti þegar að markvörður Arsenal, Wojciech Szczesny, virtist brjóta á honum. En ekkert var dæmt, heimamönnum til mikillar gremju. Grétar Rafn tók virkan þátt í sóknarleik Bolton og stóð sig reyndar vel á báðum endum vallarins. Með jafnteflinu er Bolton nú komið með 20 stig og tveimur stigum frá fallsæti. Arsenal féll hins vegar niður í sjöunda sætið en með sigri hefði liðið náð fimmta sætinu.Ólukkan eltir Blackburn á röndum Það á ekki af leikmönnum Blackburn að ganga. Liðið tapaði í kvöld fyrir Newcastle á heimavelli, 2-0, en tölurnar segja þó ekki alla söguna. Fyrra markið var sjálfsmark Scott Dann sem stýrði skoti Ryan Taylor í eigið net. Gabriel Obertan kom inn á sem varamaður seint í leiknum en náði að skora annað mark Newcastle úr skyndisókn í uppbótartíma þegar að heimamenn voru að reyna að bjarga stigi. En þrátt fyrir ótal tilraunir náði Blackburn ekki að skora. Liðið fékk meira að segja víti en Tim Krul varði ótrúlega slaka spyrnu David Dunn. Ekki tókst leikmönnum Newcastle að hjálpa til þó svo að það hafi staðið tæpt þegar að Leon Best átti skalla í eigin slá. Heimamenn stjórnuðu leiknum lengi vel og spiluðu vel á köflum. En eins og svo oft áður í vetur virtist einfaldlega múrað fyrir mark andstæðinganna og er liðið því enn í fallsæti.Tchoyi hetja West Brom Somen Tchoyi náði að bjarga jafntefli fyrir West Brom gegn Fulham í kvöld en lokatölur voru 1-1. Clint Dempsey skoraði mark Fulham. West Brom hefur aðeins tapað einum af fimm síðustu útileikjum sínum og er liðið nú átta stigum frá fallsæti. Martin Jol gat ekki teflt fram „alvöru“ framherja í kvöld þar sem hann seldi Bobby Zamora til QPR í gær. Rússneski framherjinn Pavel Pogrebnyak er kominn til félagsins en er ekki enn kominn með leikheimild. Fulham er í þrettánda sæti en West Brom því fimmtánda.Öruggt hjá Sunderland Sunderland heldur áfram að rjúka upp stöðutöflu ensku úrvalsdeildarinnar en í þetta sinn hafði liðið betur gegn Norwich, 3-0. Frazier Campbell skoraði sitt annað mark í jafn mörgum leikjum en í kvöld var hann í byrjunarliðinu í deildarleik í fyrsta sinn síðan í ágúst árið 2010. Mark Campbell var sérlega glæsilegt - þrumufleygur utan teigs. Stephane Sessegnon skoraði einnig sem og Phil Bardsley. Sunderland hefur nú unnið fjóra af fimm síðustu leikjum sínum en Norwich tapaði sínum fyrsta leik á árinu í kvöld. Liðið er í ellefta sæti.Úrslit kvöldsins:Aston Villa - QPR2-2 (Leik lokið) 0-1 Djibril Cissé (11.) 0-2 Stephen Warnock, sjálfsmark (28.) 1-2 Darren Bent (45.) 2-2 Charles N'Zogbia (78.)Bolton - Arsenal0-0Blackburn - Newcastle0-2 0-1 Scott Dann, sjálfsmark (11.) 0-2 Gabriel Obertan (92.)Sunderland - Norwich3-0 1-0 Frazier Campbell (20.) 2-0 Stéphane Sessegnon (27.) 3-0 Daniel Ayala, sjálfsmark (53.)Fulham - West Brom1-1 1-0 Clint Dempsey (68.) 1-1 Somen Tchoyi (81.)
Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Fótbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Fleiri fréttir Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Sjá meira