Newcastle upp í fimmta sætið | Markalaust hjá Arsenal Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. febrúar 2012 18:43 Leikmenn Newcastle fagna í kvöld. Nordic Photos / Getty Images Grétar Rafn Steinsson átti stórleik með Bolton sem gerði markalaust jafntefli við Arsenal í fjörugum leik á heimavelli. Newcastle nýtti tækifærið og skaust upp í fimmta sætið með 2-0 sigri á lánlausum leikmönnum Blackburn. Sunderland komst upp í áttunda sætið með öruggum sigri á Norwich en Fulham og West Brom sættust á 1-1 jafntefli. Þá gerðu Aston Villa og QPR einnig jafntefli, 2-2, eins og lesa má nánar um hér.Markalaust í fjörugum leik Bolton og Arsenal áttust við í afar fjörugum leik en þrátt fyrir allt tókst leikmönnum ekki að skora. Bæði lið fengu fullt af færum í leiknum en Robin van Persie komst næst þegar hann átti afar laglegt skot að marki í seinni hálfleik sem hafnaði í slánni. En Mark Davies hefði getað fengið víti þegar að markvörður Arsenal, Wojciech Szczesny, virtist brjóta á honum. En ekkert var dæmt, heimamönnum til mikillar gremju. Grétar Rafn tók virkan þátt í sóknarleik Bolton og stóð sig reyndar vel á báðum endum vallarins. Með jafnteflinu er Bolton nú komið með 20 stig og tveimur stigum frá fallsæti. Arsenal féll hins vegar niður í sjöunda sætið en með sigri hefði liðið náð fimmta sætinu.Ólukkan eltir Blackburn á röndum Það á ekki af leikmönnum Blackburn að ganga. Liðið tapaði í kvöld fyrir Newcastle á heimavelli, 2-0, en tölurnar segja þó ekki alla söguna. Fyrra markið var sjálfsmark Scott Dann sem stýrði skoti Ryan Taylor í eigið net. Gabriel Obertan kom inn á sem varamaður seint í leiknum en náði að skora annað mark Newcastle úr skyndisókn í uppbótartíma þegar að heimamenn voru að reyna að bjarga stigi. En þrátt fyrir ótal tilraunir náði Blackburn ekki að skora. Liðið fékk meira að segja víti en Tim Krul varði ótrúlega slaka spyrnu David Dunn. Ekki tókst leikmönnum Newcastle að hjálpa til þó svo að það hafi staðið tæpt þegar að Leon Best átti skalla í eigin slá. Heimamenn stjórnuðu leiknum lengi vel og spiluðu vel á köflum. En eins og svo oft áður í vetur virtist einfaldlega múrað fyrir mark andstæðinganna og er liðið því enn í fallsæti.Tchoyi hetja West Brom Somen Tchoyi náði að bjarga jafntefli fyrir West Brom gegn Fulham í kvöld en lokatölur voru 1-1. Clint Dempsey skoraði mark Fulham. West Brom hefur aðeins tapað einum af fimm síðustu útileikjum sínum og er liðið nú átta stigum frá fallsæti. Martin Jol gat ekki teflt fram „alvöru“ framherja í kvöld þar sem hann seldi Bobby Zamora til QPR í gær. Rússneski framherjinn Pavel Pogrebnyak er kominn til félagsins en er ekki enn kominn með leikheimild. Fulham er í þrettánda sæti en West Brom því fimmtánda.Öruggt hjá Sunderland Sunderland heldur áfram að rjúka upp stöðutöflu ensku úrvalsdeildarinnar en í þetta sinn hafði liðið betur gegn Norwich, 3-0. Frazier Campbell skoraði sitt annað mark í jafn mörgum leikjum en í kvöld var hann í byrjunarliðinu í deildarleik í fyrsta sinn síðan í ágúst árið 2010. Mark Campbell var sérlega glæsilegt - þrumufleygur utan teigs. Stephane Sessegnon skoraði einnig sem og Phil Bardsley. Sunderland hefur nú unnið fjóra af fimm síðustu leikjum sínum en Norwich tapaði sínum fyrsta leik á árinu í kvöld. Liðið er í ellefta sæti.Úrslit kvöldsins:Aston Villa - QPR2-2 (Leik lokið) 0-1 Djibril Cissé (11.) 0-2 Stephen Warnock, sjálfsmark (28.) 1-2 Darren Bent (45.) 2-2 Charles N'Zogbia (78.)Bolton - Arsenal0-0Blackburn - Newcastle0-2 0-1 Scott Dann, sjálfsmark (11.) 0-2 Gabriel Obertan (92.)Sunderland - Norwich3-0 1-0 Frazier Campbell (20.) 2-0 Stéphane Sessegnon (27.) 3-0 Daniel Ayala, sjálfsmark (53.)Fulham - West Brom1-1 1-0 Clint Dempsey (68.) 1-1 Somen Tchoyi (81.) Mest lesið Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Fleiri fréttir „Við vorum algjörlega týndir“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Sjá meira
Grétar Rafn Steinsson átti stórleik með Bolton sem gerði markalaust jafntefli við Arsenal í fjörugum leik á heimavelli. Newcastle nýtti tækifærið og skaust upp í fimmta sætið með 2-0 sigri á lánlausum leikmönnum Blackburn. Sunderland komst upp í áttunda sætið með öruggum sigri á Norwich en Fulham og West Brom sættust á 1-1 jafntefli. Þá gerðu Aston Villa og QPR einnig jafntefli, 2-2, eins og lesa má nánar um hér.Markalaust í fjörugum leik Bolton og Arsenal áttust við í afar fjörugum leik en þrátt fyrir allt tókst leikmönnum ekki að skora. Bæði lið fengu fullt af færum í leiknum en Robin van Persie komst næst þegar hann átti afar laglegt skot að marki í seinni hálfleik sem hafnaði í slánni. En Mark Davies hefði getað fengið víti þegar að markvörður Arsenal, Wojciech Szczesny, virtist brjóta á honum. En ekkert var dæmt, heimamönnum til mikillar gremju. Grétar Rafn tók virkan þátt í sóknarleik Bolton og stóð sig reyndar vel á báðum endum vallarins. Með jafnteflinu er Bolton nú komið með 20 stig og tveimur stigum frá fallsæti. Arsenal féll hins vegar niður í sjöunda sætið en með sigri hefði liðið náð fimmta sætinu.Ólukkan eltir Blackburn á röndum Það á ekki af leikmönnum Blackburn að ganga. Liðið tapaði í kvöld fyrir Newcastle á heimavelli, 2-0, en tölurnar segja þó ekki alla söguna. Fyrra markið var sjálfsmark Scott Dann sem stýrði skoti Ryan Taylor í eigið net. Gabriel Obertan kom inn á sem varamaður seint í leiknum en náði að skora annað mark Newcastle úr skyndisókn í uppbótartíma þegar að heimamenn voru að reyna að bjarga stigi. En þrátt fyrir ótal tilraunir náði Blackburn ekki að skora. Liðið fékk meira að segja víti en Tim Krul varði ótrúlega slaka spyrnu David Dunn. Ekki tókst leikmönnum Newcastle að hjálpa til þó svo að það hafi staðið tæpt þegar að Leon Best átti skalla í eigin slá. Heimamenn stjórnuðu leiknum lengi vel og spiluðu vel á köflum. En eins og svo oft áður í vetur virtist einfaldlega múrað fyrir mark andstæðinganna og er liðið því enn í fallsæti.Tchoyi hetja West Brom Somen Tchoyi náði að bjarga jafntefli fyrir West Brom gegn Fulham í kvöld en lokatölur voru 1-1. Clint Dempsey skoraði mark Fulham. West Brom hefur aðeins tapað einum af fimm síðustu útileikjum sínum og er liðið nú átta stigum frá fallsæti. Martin Jol gat ekki teflt fram „alvöru“ framherja í kvöld þar sem hann seldi Bobby Zamora til QPR í gær. Rússneski framherjinn Pavel Pogrebnyak er kominn til félagsins en er ekki enn kominn með leikheimild. Fulham er í þrettánda sæti en West Brom því fimmtánda.Öruggt hjá Sunderland Sunderland heldur áfram að rjúka upp stöðutöflu ensku úrvalsdeildarinnar en í þetta sinn hafði liðið betur gegn Norwich, 3-0. Frazier Campbell skoraði sitt annað mark í jafn mörgum leikjum en í kvöld var hann í byrjunarliðinu í deildarleik í fyrsta sinn síðan í ágúst árið 2010. Mark Campbell var sérlega glæsilegt - þrumufleygur utan teigs. Stephane Sessegnon skoraði einnig sem og Phil Bardsley. Sunderland hefur nú unnið fjóra af fimm síðustu leikjum sínum en Norwich tapaði sínum fyrsta leik á árinu í kvöld. Liðið er í ellefta sæti.Úrslit kvöldsins:Aston Villa - QPR2-2 (Leik lokið) 0-1 Djibril Cissé (11.) 0-2 Stephen Warnock, sjálfsmark (28.) 1-2 Darren Bent (45.) 2-2 Charles N'Zogbia (78.)Bolton - Arsenal0-0Blackburn - Newcastle0-2 0-1 Scott Dann, sjálfsmark (11.) 0-2 Gabriel Obertan (92.)Sunderland - Norwich3-0 1-0 Frazier Campbell (20.) 2-0 Stéphane Sessegnon (27.) 3-0 Daniel Ayala, sjálfsmark (53.)Fulham - West Brom1-1 1-0 Clint Dempsey (68.) 1-1 Somen Tchoyi (81.)
Mest lesið Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Fleiri fréttir „Við vorum algjörlega týndir“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Sjá meira