Enski boltinn

Ashley Young og Cleverley snúa aftur um helgina | Rooney og Nani heilir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Nordic Photos/Getty
Manchester United fékk mjög góðar fréttir fyrir leikinn á móti Chelsea í ensku úrvalsdeildinni um helgina en bæði Ashley Young og Tom Cleverley hafa náð sér af meiðslum og verða í leikmannahópnum á Stamford Bridge.

Wayne Rooney og Nani eru líka orðnir góðir af sínum meiðslum en þeir hafa ekki verið með liðinu að undanförnu. Spænski markvörðurinn David de Gea er líka búinn að ná sér af veikindum sínum og mun standa á milli stanganna.

Það er því ljóst að Manchester United mun stilla upp sínu sterkasta liði í langan tíma í þessum leik. Liðið er búið að ná Manchester City að stigum og það stefnir í hatramma baráttu um titilinn fram á vor.

Ashley Young hefur ekkert verið með síðan fyrir jól en hann var með 2 mörk og 6 stoðsendingar í fyrstu 13 deildarleikjum sínum með United

Tom Cleverley hefur aðeins spilað einn leik frá því að hann meiddist í byrjun september og sá leikur var í lok október. Cleverley sló í gegn á miðjunni í fyrstu leikjum tímabilsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×