Enski boltinn

Warnock hefur áhuga á því að taka við Leeds

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Neil Warnock á góðri stund með leikmönnum Queens Park Rangers.
Neil Warnock á góðri stund með leikmönnum Queens Park Rangers. Mynd/Nordic Photos/Getty
Neil Warnock, fyrrum stjóri Queens Park Rangers, hefur mikinn áhuga á því að komast í stjórastólinn hjá Leeds United eftir að Leeds rak í gær Simon Grayson. Warnock var sjálfur rekinn frá QPR í síðasta mánuði.

Warnock hefur verið orðaður við starfið á Elland Road en það gæti skipt máli að Ken Bates, stjórnarformaður Leeds, bauð honum starfið fyrir tuttugu árum en Warnock sagði þá nei.

„Þetta er stórt félag og ég geri mér grein fyrir því. Þeir voru að fá 30 þúsund manns á völlinn þegar þeir voru í C-deildinni. Þetta er frábært starf fyrir hvern þann sem tekur við liðinu," sagði Neil Warnock.

Simon Grayson var búinn að vera með Leeeds-liðið í þrjú ár en undir hans stjórn komst liðið aftur upp í B-deildina. Það hefur hinsvegar lítið gengið í vetur og Leeds er eins og er ekki líklegt til að blanda sér í baráttuna um laus sæti í ensku úrvalsdeildinni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×