Enski boltinn

Getur Capello valið bæði Terry og Ferdinand í EM-hópinn?

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rio Ferdinand og John Terry.
Rio Ferdinand og John Terry. Mynd/Nordic Photos/Getty
Knattspyrnuspekingar í Englandi hafa margir tjáð þá skoðun sína að Fabio Capello, þjálfari enska landsliðsins, eigi ekki að velja John Terry í hóp sinn fyrir Evrópumótið í sumar vegna ásakanna á hendur fyrirliðans um kynþáttaníð og málaferla þeim tengdum.

Réttarhöldunum yfir John Terry hefur verið frestað fram yfir Evrópumótið en málið mun engu að síður liggja yfir enska landsliðsfyrirliðanum eins og skuggi. Baráttumenn gegn kynþáttarfordómum hafa líka skorað á enska knattspyrnusambandið að taka fyrirliðabandið af Terry sem missti þá líka fyrir síðasta stórmót þegar upp komst um framhjáhald hans.

Það er líka annað tengt mál sem vekur upp áhyggjur spekinga en það snýr að því hvernig andrúmsloftið verði í hópnum verði Terry valinn með allan sinn "farangur". Það er líka spurning um hvort að Capello geti valið bæði Terry og Rio Ferdinand í EM-hópinn.

John Terry er sakaður um kynþáttaníð gagnvart Anton Ferdinand hjá Queens Park Rangers sem er einmitt yngri bróðir Rio Ferdinand. Rio Ferdinand hefur samt ekki átt gott tímabil og besta lausnin fyrir Capello væri kannski að skilja Rip eftir heima og velja frekar Terry sem er lykilmaður í ensku vörninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×