Enski boltinn

Gylfi Þór með mark og stoðsendingu í sigri Swansea | Átti frábæran leik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Nordic Photos/Getty
Gylfi Þór Sigurðsson var maðurinn á bak við 2-1 útisigur Swansea á West Bromwich Albion í ensku úrvalsdeildinni í dag. Gylfi skoraði fyrra markið og lagði upp sigurmarkið fjórum mínútum síðar eftir að WBA hafði komst yfir í upphafi seinni hálfleiks. Gylfi átti frábæran leik.

Swansea var aðeins búið að fá sex stig úr úr fyrstu ellefu útileikjum sínum og var með versta árangur allra liða deildarinnar á útivelli.

Gylfi Þór fann sig greinilega vel í snjókomunni í dag því hann var allt í öllu í sóknarleik Swansea. Gylfi lagði upp nokkur færi í fyrri hálfleik og var nálægt því að skora beint úr aukaspyrnu.

Marc-Antoine Fortuné kom West Brom í 1-0 á 54. mínútu en Gylfi Þór var búinn að opna markareikning sinn í ensku úrvalsdeildinni innan við mínútu síðar. Gylfi lagði þá boltann í markið eftir fyrirgjöf frá Neil Taylor.

Gylfi Þór lagði síðan upp mark fyrir Danny Graham fjórum mínútum síðar. Graham átti ekki í miklum vandræðum að skora framhjá Ben Foster eftir þessa meistarasendingu.

West Bromwich Albion fékk sín færi á lokakafla leiksins en Swansea hélt út og fagnaði flottum sigri.



Staðan í ensku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×